Samtíðin - 01.06.1950, Page 7
SAMTÍÐIN
Júní 1950 Nr. 163 17. árg., 5. hefti
SAMTÍÐIN kemur mánaðarlega, nema í janúar og ágúst. Árgjaldið er 25 kr. og greið-
ist fyrirfram. Áskrift getur byrjað hven.er sem er. Úrsögn er bundin við áramót.
Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, simi 2526, póstliólf 75. Áskriftar-
gjöldum veitt móttaka í verzluninni Bækur ■& ritföng hf., Austurstræti 1 og Bókabúð
Austurbæjar, Laugaveg 34. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni hf.
VANRÆKTUR ATVINNUVEGUR
VMSA VÍÐSÝNA íslendinga, sem vita, að
grannþjóðirnar á Norðurlöndum, hvað
þá stærri þjóðir, afla sér árlega dýrmæts
erlends gjaldeyris, svo að hundruðum
milljóna króna skiptir, vegna aðstreymis
útlendra ferðamanna, dreymir um, að
land vort verði innan skamms fjölsótt
ferðamannaland. En hér skortir enn flest.
til þess að unnt sé að laða slíka gesti til
landsins. Flugvélar eigum vér ágætar til
mannflutninga milli landa, og er það í
sjálfu sér mikilvægt atriði í þessu sam-
bandi. Þetta er því að þakka, að bjartsýn-
ir og duglegir menn hafa valizt til þess
að starfa að íslenzkum flugmálum. Enn
vanhagar oss um átök til þess að bæta úr
gistihúsaskortinum hér á landi, og fjöl-
margt annað þarf að gera, ef vér ætlum að
fara að dæmi annarra menningarþjóða og
skapa oss tekjustofn með því að taka á
móti útlendingum. Á því leikur enginn
vafi, að vér þurfum árlega að afla mikils
erlends gjaldeyris, til þess að oss sé unnt
að lifa því menningarlífi, sem þjóð vor
gerir orðið kröfur til. En það er eins og
margir íslendingar haldi enn dauðahaidi
í þá rótgrónu skoðun, að þessa gjaldeyris
eigum vér og megum aðeins afla oss með
sölu sjávarafurða. Meðan sú skoðun hel-
tekur forvígismenn þjóðarinnar, er þess
vart að vænta, að verulegur skriður kom-
ist á það framtíðarmál að gera ísland að
ferðamannalandi, í stað þess að hingað
komi einungis fólk, er nefnir sig „íslands-
vini“, alls konar boðsgestir á vorn kostn-
að, erlent fólk í atvinnuleit o. s. frv.
Eins og sakir standa, er höfuðstaður
fslands ákaflega snauður að þægindum,
miðað við það, sem títt er um erlendar
borgir. Mér flýgur í því sambandi í hug
gömul stofnun: aðaljárnbrautarstöð Kaup-
mannahafnar, sem opnuð var árið 1911.
Þótt ekki sé þar umferð á borð við allt
það mannhaf, sem sjá má á höfuðjárn-
brautarstöðvum t. d. í London og New
York, er umferðin þó geysimikil, og marg-
ar eru þær milljónir manna, sem fyrst
hafa kynnzt þjóðlífi Dana, er þær stigu
inn um þetta merkilega hlið í hjarta
Kaupmannahafnar.
Einu sinni sem oftar, er mér varð reik-
að um aðaljárnbrautarstöð Khafnar, fór
ég að gefa því gætur, hversu margs konar
þægindi væru þar handa ferðafólki því,
sem sfellt kemur og fer. Við lauslega at-
hugun gat að líta eftirtalin 12 fyrirtæki,
er buðu fram þjónustu sína: 1. Skrifstofu,
þar sem gestir gátu annazt bréfaskriftir
sínar; 2. póststofu og símastöð; 3. sölubúð
með ritföngum og ýmsum smámunum til
endurminningar frá Danmörku; 4. skrif-
stofu, þar sem vélritarar og hraðritarar
voru reiðubúnir til að skrifa bréf á helztu
erlendum málum; 5. blaða- og bókasölu;
6. veitingastofur 7. sælgætissölur; 8. banka;
9. ávaxtabúð og blómasölu; 10. rakara- og
hárgreiðslustofu; 11. skóburstun og 12.
lögreglustöð.
Þá hafa verið taldar 12 tegundir þæg-
inda í einni járnbrautarstöð norrænnar
höfuðborgar. Enn er að vísu alllangt skref
frá þægindaskortinum, sem mætir augum
erlendra gesta í Reykjavík, til slíkrar
stofnunar. En ef hér verður að unnið af
jafnmikilli einbeitni og bjartsýni og unn-
ið hefur verið á sviði íslenzkra flugmála,