Samtíðin - 01.06.1950, Side 8
4
SaMTÍÐIN
sem ekki var spáð vel fyrir þar til fyrir
skemmstu, ætti ísland að geta hafið arð-
vænlega móttöku erlendra gesta. Vér eig-
um ágætar laxveiðiár og hverasvæði, svo
að aðeins tvenns sé minnzt, sem hið mikla
ferðamannaland Danmörku skortir alger-
lega. Óskandi væri, að reynt yrði að forð-
ast hættuleg víxlspor í baráttunni fyrir
því að gera ísland að ferðamannalandi.
Slíkt mundi geta orðið þeirri mikilvægu
sjálfbjargarviðleitni vorri óheppilegur
Þrándur í Götu.
V ORLJÓÐ
Er blánar um brúnir fjalla
og birkið í hlíðum grær,
þá yngist minn hugur óður,
og örar hjartað slær.
Því gróandans angandi ilmur
og útsýnin himinvíð
það yndi mér aftur vekja,
sem æskunnar prýddi tíð.
Og þó að það löngu sé liðið,
og lokuð þess gullnu vé,
þess endurskin alltaf vermir,
þótt aðeins í draumum sé.
Knútur Þorsteinsson
frá Úlfsstöðum.
Frúin: „Hefur yður nokkurn tíma
verið boðin vinna?“
Betlarinn: „Aðeins einu sinni, frú
mín góð, og að pví undanteknu hef
ég hvarvetna mætt stökustu góð-
vild.“
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Aðalstræti 8. — Sími 1043.
Skrifstofutimi 10—12 og 1—6.
Vitíð þér þetta ?
Svörin eru á bls. 29.
1. Hver orti þetta:
Hver er allt of uppgefinn
eina nótt að kveða og vaka.
2. Hvað merkir fornyrðið bjaanak?
3. Hver er fyrsta ræktaða jurtin,
sem heilög ritning getur með
nafni?
4. Hvar er bærinn Hlemmiskeið?
5. Hver var Joseph Haydn?
FORSTJÖRINN: „Mikið skrambi
eruð þér utan við yður upp á síð-
kastið, Runólfur minn. Eg fæ ekki
betur séð en að allt bóldialdið hjá
yður mori af reikningsskekkjum."
Bókhaldarinn: „Svona fer ástin í
taugarnar á manni, forstjóri góður.
Ég elska dóttur yðar. Viljið þér
leggja því máli liðsyrði yðar?“
Forstjórinn: „Nei, nú feilreiknuð-
uð þér yður fyrst fyrir alvöru, Run-
ólfur minn.“
GESTURINN: „Ég get ekki hugsað
mér neitt öllu ógeðslegra en hár í
súpunni."
Þjónninn: „Og ég get ekki hugsað
mér neitt öllu ógeðslegra en súpu
í hárinu á gestunum.“
TVEIR SKOTAR fóru á fiskveiðar
og komu sér saman um, að sá þeirra,
sem fyrr yrði var, skyldi bjóða liin-
um í miðdegisveizlu. Þeir voru búnir
að dorga í fjóra klukkutíma, þegar
þeir urðu þess varir, að hvorugur
hafði nokkurn öngul á færinu.“