Samtíðin - 01.06.1950, Síða 10

Samtíðin - 01.06.1950, Síða 10
SAMTlÐIN MIULILANOAFLUGVÉLIN ,,HEKLA" Á REYKJAVÍKUR- FLUGVELLI flugvelli sunnudaginn 15. júní, og var konia vélarinnar kvikmynduð. Flugstjórinn var amerískur og hét Byron C. Moore, en fyrsti aðstoð- arflugmaður var Alfreð Elíasson. Dvaldist Byron Moore árlangt í þjónustu Loftleiða til þess að þjálfa flugmenn félagsins, og hafði hann, er hann fór héðan alfarinn, braut- skráð 4 flugstjóra. Stofnun og starfsemi Loftleiða. Tildrögin að stofnun Loftleiða voru þau, að í ársbyrjun 1944 komu hingað til lands frá Kanada þrír ungir og áhugasamir íslenzkir flug- menn: Alfreð Elíasson, Ki-istinn 01- sen og Sigurður Ólafsson. Höfðu þeir stundað flugnám vestur þar, en að því loknu gegnt flugmannsstörfum á kanadiskum flugleiðum og auk þess starfað um hríð sem kennarar við þjálfun flugmanna fyrir kana- diska flugherinn. Þessir þrír ötulu menn höfðu fest kaup á fjögra sieta Stinson-flugvél í Kanada. Flugu þeir lienni þaðan til New York, en frá New York var vélhi flutt á skipi til Islands. Þeir lelagar höfðu mikinn luig á að beita sér fyrir stofnun flugfélags, er heim kæmi. Voru þeir heppnir að sækja hér vel að, hvað bjartsýni og fjár- hagsgetu Islendinga snerti. Tókst þeim að fá í lið með sér áhugasaman hóp manna með þá Kristján Jóh. Kristjánsson framkvæmdarstjóra og Óla J. Ólason stórkaupmann í farar- broddi. Voru þessir menn fúsir til að vinna af alefli að farsællegri þró- un íslenzkra flugmála, og stofnuðu þeir Loftleiðir hf. þann 10. marz 1944. Stjórn félagsins skipuðu: Kristj- án Jóh. Kristjánsson form., en með- stjórnendur voru áðurnefndir þrír flugmenn og Ólafur Bjarnason verzl- unai-maður. Hefur Kristján Jóh. Kristjánsson gegnt formannsstörfum í félaginu til þessa dags, en með hon- um eiga nú sæti í stjórn þess: Egg- ert Kristjánsson stórkaupm., Þor- leifur Guðmundsson framkvæmdar- stjóri á Isafirði, óli J. ólason stór- kaupm. og Elías Þorsteinsson fram- kv.stj. í Keflavík. Framkvæmdar- stjóri Loftleiða er Hjálmar Finnsson, og hefur hann gegnt því starfi síðan í ársbyrjun 1949, en skrifstofustjóri er Ólafur Bjarnason. Flugvélakostur Loftleiða var i upphafi fjögra sæta flugvél sú, sem áður er getið. Henni var flogið áætl- unarflug milli Reykjavíkur og Vest- fjarða, þar til síldveiði hófst vorið 1944, en eftir það var hún höfð til síldarleitar norðan lands þar til í september það ár. Þá tókst svo illa til, er vélin var að hætta síldarleit, að hvirfilvindur hóf hana á loft af Miklavatni í Fljótum og hvolfdi henni með þeim afleiðingum, að hún gjöreyðilagðist.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.