Samtíðin - 01.06.1950, Síða 12

Samtíðin - 01.06.1950, Síða 12
8 SAMTÍÐIN Fagurhólsmýrar, Kirkjubæjarklaust- urs og Vestmaunaeyja. Einnig hefur verið lent á fjölmörgum öðrum stöð- um vegna sjúkraflutninga og af öðrum ástæðum. En millilandaflug- vélar félagsins hafa haldið uppi á- ætlunarferðum til Prestwick og Kaupmannahafnar, London, Oslóar, Stokkhólms og New York. Þá hafa verið farnar leiguferðir til Parísar, Rómar, Ainsterdam, New York, Grænlands, Mið- og Suður-Ameríku. Farþegaíiutningar félagsins liafa numið sem hér segir: Árið 1944 268 — 1945 4,327 — 1946 5,693 — 1947 ,13,607 — 1948 17,765 — 1949 18,735 Jan.—marz 1950 1,111 Samtals 61,506 farþegar Flugferðir liafa á þessum árum numið þetta mörgmn km: Árið 1944 21,920 — 1945 194,930 — 1946 265,365 — 1947 711,501 — 1948 1,294,386 — 1949 1,357,475 Jan.—marz 1950 48,549 Samtals 3,894,126 km Iljá Loftleiðum störfuðu árið sem leið samlals 85 manns. Flug er oss brýn nauðsyn. £FTIR SKELEGGA baráttu þeirra manna, er gerzt hafa forvígis- menn á sviði íslenzkra flugmála, er nú svo komið, að Islendingar eiga nægan flugflota til þess að ann- ast ferðalög þjóðarinnar loft- leiðis, en þau eru orðin hlutfallslega meiri en með nokkurri annarri þjóð. Það er langt síðan íslenzku þjóðinni var ljóst, að henni var það lífsnauð- syn að taka siglingamál sín í eigin liendur, enda auðsætt, þegar um eyjarþjóð er að ræða. En áhugamenn um íslenzk flugmál eiga skildar þakkir alþjóðar fyrir að hafa sýnt og sannað, að eigi tjáir annað en að vér förum sjálfir með flugmál vor og að flug er tímans krafa hér á landi. Hins vegar slcortir mjög á, að búið hafi verið þannig að ís- lenzkum flugfélögum fjárhagslega sem ýmsar öndvegisþjóðir á sviði flugmálanna telja sér skylt og nauð- synlegt, þegar flugfélög þeirra eiga hlut að máli. Má í því sambandi nefna aðrar Norðurlandaþjóðir, Breta, Frakka, Hollendinga og Bandaríkjamenn, þar sem flug er ýmist rekið af ríkinu eða styrkt veru- lega af því. I Bandaríkjunum hefur t. d. þeirri reglu verið fylgt að veita flugfélögum eftir á viðbótargreiðslur fyrir póstflutninga, þegar komið hef- ur á daginn, að rekstursafkoma þeirra var þannig, að þeim var þörf á fjárhagslegum stuðningi. Islenzk ílugfélög hafa löngum stillt fargjökl- um sínum mjög í hóf, en þess ber að gæta, að á millilandaleiðum eru þau háð alþjóðasamkomulagi, hvað ákvörðun fargjalda snertir. Af hálfu forráðamanna íslenzka ríkisins virð- ast íslenzkar flugsamgöngur ekki enn hafa notið skilnings á borð við þann, sem komið hefur fram í stuðningi

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.