Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
verið spurnameistari og stúdentafé-
lagið hóað saman litlum hópi manna
hverju sinni til að láta þá, einn eða
fleiri, svara hverri spurningu, sem
honum sýndist að bera upp fyrir þá.
Þessar spurningar voru sumar
komnar frá viðstöddum fundarmönn-
um og ókunnar Einari, fyrr en
svara skyldi. Aðrar kom hann með
á fundinn. En enginn, sem hann
spurði, fékk að vita neitt um efni
spurninganna, fyrr en þær voru
bornar upp hver um sig. Sú regla
hefur bezt gefizt erlendis, nema um
sé að ræða fyrirspurnir, sem gagns-
laust væri að reyna að svara án þess
að viða að sér þekkingaratriðum til
svarsins. Þá yrði að hafa sömu að-
ferð, sem kunnug er í útvarpi t.d.
í spurningum og svörum um íslenzkt
mál. Þótt það megi vel, mundi ég
vara við að taka fleiri en 1—2 slík-
ar spurningar á livern fund, og nú
í byrjun var án efa rétt að útiloka
þær og þar með allan þungann — með
þótta okkar, hróðugra fræðimanna.
Spurningaþættir stúdentafélags-
ixis hafa fengið gott orð hjá hlust-
endum, svo að þeir verða sýnilega
mjór mikils vísir hér á landi, hvað
sem á kann að hafa vantað, að þeir
fullnægðu vonum mínum og ann-
arra. Ég tel reynsluna þegar sýna,
að vandfenginn yrði heppilegri mað-
ur en Einar Magnússon til að stýra
spurningum, sem menn af öllum
tegundum eiga að svara.
Annars mundi ýmsum þykja lík-
legt, að þjálfun til leikstjómar væri
nauðsynleg eða þá löng æfing með
sama „spakrahópinn“ til að ná full-
komnun í hlutverki spurnameistara.
J^lTUM Á þróun spakraspurna í
Englandi. Hugmyndin var sprott-
in upp í Ameríku. Hópur fjölhæfra
manna, sem Roosevelt kaus til sam-
ræðna við sig um þjóðmál í kosninga-
baráttu 1932 og síðan við fram-
kvæmd New Deal-stefnu sinni, fékk
af alþýðu nafnið brain trust („hring-
ur góðra heila“).
En með Bretum er heitið brains
trust liaft á seinni árum um hóp
sérfróðra eða hámenntaðra manna,
sem kallaðir eru á fund saman, til
að svara spurningum, hvort sem
þær hedmta skilning, þekking eða
gamansemi. Kuxmastur var hópur-
inn, sem var í brezka útvarpinu á
stríðsárunum lengi. Spurðir voru
þar dr. Julian Huxley, prófessor
C. E. M. Joad og A. B. Campbell
höfuðsmaður, en spurnameistari var
Donald McCullough, sem varð þjóð-
frægur af hlutverkinu. Fyrsta árið,
sem brezka útvarpið hafði spakra-
spurnir þessar, bárust því yfir 90
þúsund spurningar, en einungis 400
spurnhigum vannst tími til að svara.
Álitið var, að 10 milljón manns
hlustuðu að jafnaði á þessa þætti eða
fleiri en á flestalla aðra dagskrár-
liði, —- svo telja enskar alfræðibæk-
ur nú. — Spurningum var öllum
haldið leyndum fyrir þeim, sem
spurðir voru, og þeir látnir svara án
minnstu umhugsunar.
Um allt England voru spakra-
spurnir síðaxi teknar upp í félögum
eða á vegum borgarstjórna eða
fræðslumálastjórnar, og yfirleitt var
reynt að velja þá menn eina, sem
bezt þóttu duga, og láta þá sam-