Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
13
/50. íaga „SamtdiannncLr
Tyrones lávaröar
Fylgizt með þessari framhaldssögu.
Svipur
þAÐ VAR hráslagalegur október-
morgunn á ofanverðri seytjándu
öld. Hin fornu tré kringum höfð-
ingjasetur Gill-ættarinnar höfðu
skrýðzt gullnum skarlatslit haust-
skógarins, smai'agðslitt grasið var
baðað dögg, fuglar sungu á limgerð-
um, og hinn írski himinn var fagur-
blár.
Sir Tristram Beresford skundaði
hröðum skrefum inn í horðsalinn og
bað frú MacGill, systur konu sinnar,
afsökunar með þessum orðum:
„Mér þykir mjög leitt, að ég skuli
vera orðinn of seinn, en moi’gunninn
var svo heillandi, að ég geltk lengur
en ég hafði ætlað mér. Nicola svaf
mjög vært, þegar ég fór. Ég vona,
að þið hafið þegar borðað morgun-
verð, en ekki verið að bíða eftir mér.“
„Nicola er enn ókomin niður,“
anzaði frú MacGill og snerti bjölluna
lítillega. „Ég þorði ekki annað en
senda upp til hennar, af því ég hélt,
að hún kynni að vera veik, en hún
kemur niður eftir andartak, svo þú
þarft ekki að borða einsamall, það
vill nú svo til.“
Sem hún hafði þetta mælt, kom
lafði Beresford inn í borðsalinn. Hún
var náföl, og það var einhver annar-
legur svipur á fögru andliti hennar.
Sir Tristram brá í hrún. „Ertu
veik, elskan mín?“ spurði hann.
„Hefur þér liðið illa í nótt? Þú ert
náföl.“ V;
„Nicola. Af hverju ertu með þess-
ar svörtu umbúðir um úlnliðinn?
Hefurðu dottið og meitt þig?“ spurði
frú MacGill kvíðafull.
Sir Tristram bauð hinni ungu konu
sinni sæti við borðið. „Hvað er að
vinstri úlnliðnum á þér?“ spurði
hann. „Segðu okkur, Nicola, hvað
liefur eiginlega komið fyrir þig?“
Frú Beresford lygndi augunum
þreytulega og hallaði sér andartak
aftur á bak í stólnum. Síðan leit
hún á mann sinn og mælti:
„Spyrðu mig ekki, hvers vegna ég
sé með þessar svörtu umbúðir um
úlnliðinn. Ég treysti þér til að gera
það aldrei. Þú munt ekki framar
sjá mig án þeirra, en þú mátt aldrei
mmnast á þær. Lofaðu mér því, að
þú ætlir aldrei að nefna þær á nafn.“
Sir Tristram vissi ekki, hvaðan á
sig stóð veðrið.
„Þú mátt ekki heldur spyrja mig,
systir. Lofið þið mér þessu nú, bæði
tvö!“
„Hvað er eiginlega um að vera,
Nicola? Þú virðist hókstafléga vera
öll önnur en þú átt að þér að vera.
Þú gerir mig skelfing kvíðafulla. Þú
þarft ekki að segja mér þetta leynd-
armál þitt, fremur en þér sýnist, en
segðu Sir Tristram frá þvi,“ mælti
frú MacGill.
„Nei! Þið verðið bæði að heita mér
því að minnast aldrei á það framar,“
sagði frú Beresford með ákefð.
Nú var morgunverðurinn fram-
reiddur, og þá mælti Sir Tristram,