Samtíðin - 01.06.1950, Page 21

Samtíðin - 01.06.1950, Page 21
SAMTÍÐIN 17 skyldi hafa brenglað þetta svona og ýkt í meðförunum. „Ég skal segja þér nokkuð, Gerða mín. Þegar ég bjó þarna fyrir norð- an, varð ég oft vör við ýmislegt þessu líkt“. sagði hún. „Oftast nær kom það ekki að sök, en einu sinni minnist ég þess þó, að illt hlauzt af. 1 þorpinu átti heima kerling, sem var kölluð Gunsa kvörn, af því að hún var sí-malandi. Hún gekk að erfiðis- vinnu eftir því, sem á stóð, en þess á milli var hún að skjótast í húsin til þess að sníkja sér kaffi. Þá notaði hún óspart tækifærið og malaði um náungann, því að alltaf var hún að tala um fólk. Einu sinni sem oftar var hún að drekka kaffi frammi í eldhúsi hjá sýslumanninum og var þá að tala um það, hve sýslumaðurinn kæmi oft í visst hús í þorpinu. Frúin hlustaði á og varð kafrjóð í kinnum. Svo var mál með vexti, að í umræddu húsi voru skrifstofur á neðri hæðinni, en uppi bjó fallegasta konan í þorpinu. Hún var ekkja eftir sjómann, sem hafði farizt í ofviðri. Bjó hún þar ásamt tveim börnum sínum, en það þriðja var á leiðinni, eftir þvi sem kerlingarnar í þorpinu sögðu, og eng- inn vissi um faðemið. Póststofan var á neðri hæðinni og því ekkert við það að athuga, þó að sýslumaður- inn ætti erindi í húsið. En bann- sett malið í henni Gunsu kvörn hafði þær afleiðingar, að sýslumanns- frúin fór að lmýta í mann sinn, sagði, að það væru félegar sögurnar, sem um hann gengju, og þetta at- hæfi hans ætlaði hún ekki að þola. Karlgreyið vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, en reiddist konu sinni og spurði hana, hvort hún tryði þess- um þvættingi. Hún sagðist ekki vita, hverju hún ætti að trúa. Við þetta espaðist hanu og svo fór að lokum, að hjónaband þeirra fór út um þúf- ur.“ „Já, svona gengur það“, mælti ég. „Það ætti að koma öllum þessum verstu kjaftakerlingum fyrir í girð- ingu niðri á Lækjartorgi og láta þær mala þar á trékössum. Ætli þær fengju þá ekki nóg? En það ætla ég að biðja þig um, Jóna mín, að brengla ekki þetta sam- tal okkar, ef þú segir samtíðarlcon- um okkar frá þvi, heldur biðja þær lengst allra orða að vera vandvirkn- ar, þegar þær leggja saman tvo og tvo, svo að út komi fjórir!“ SIMON AND SCHUSTER í New York hafa sent „Samtíðinni“ smá- sagnasafn eftir einn snjallasta núlif- andi smásagnahöfund Bandaríkjanna Allan Seager. Nefnist það: The Old Man of the Mountain og 17 aðrar sögur, og hefur höf. sjálfur valið í bókina úrvalssögur úr öllum þeim fjölda smásagna, sem hann hefur síðustu 15 árin birt í ýmsum kunn- ustu tímaritum vestra. Tækni Seagers er með ágætum, og flestar sögurnar eru mjög góðar, einnig frá ísl. sjónar- miði. Sendið „Samtíðinni“ nýja áskrifendur úr hópi vina yðar. Árgjaldið er aðeins 25 kr. fyrir 10 hefti (320 bls.) af fjölbreyttu efni.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.