Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
3. grein
Fróðleiksþáttur
jBCATALA Bandaríkjanna nam sl.
ár 149,000,000, og hafði fólkinu
fjölgað í landinu um röskarl 7,000,-
000 síðan 1. apríl 1940, er síðasta
opinbert allsherjamianntal fór fram.
Af öllum þessum mannfjölda
stunda 140,000 menn fiskveiðar, og
afla þeir 1,800,000,000 kg af fiski
á ári.
I landinu eru 35,500,000 giftar
konur, og starfar tæpl. 14 hluti þeirra
utan heimila sinna. Meðalaldur
sveitakvenna er talinn 70,6 ár, en
karla í sveit 65,2 ár. 1 Bandaríkjun-
um eru samtals 199,745 læknar, og
ná þeir ekki hærri meðalaldri en 44
árum. 1 sjúkrahúsum landsins dvöld-
ust á árinu 1948 samtals 16,500,000
sjúklingar. 1 prentsmiðjum ríkisins
starfa samtals 715,000 manns.
Tveir þriðju hlutar Bandaríkjanna
(66%) eru bújarðir eða beitiland,
um 26% eru skógar. Borgir,
skemmtigarðar, vegir og járnbrautir
taka yfir um 4% af ríkjunum, og
ámóta landsvæði nema eyðimerkur
og óhyggilegt blautlendi.
1 þessu mikla tæknilandi eru
33,300,000 skráðir fólksflutningabíl-
ar og 51,500,000 menn, sem hafa
ökuleyfi á híl. Um það bil 6,700 flug-
vélar eru jafnan í förum fyrir ýmis
verzlunarfyrirtæki landsins.
Bandaríkin eru land hinna geysi-
háu stórhýsa, sem setja mikinn og
sérkennilegan svip á ýmis hverfi
stórborganna, ekki sízt á Manhattan
í New York. Háskólabyggingin í
Pittsburgh er 42 hæðir. Ef starfsemi
þess skóla færi fram í mörgum hús-
um að enskum sið, mundi hann
þarfnast 5,6 ha landrýmis, auk nú-
verandi hyggingarlóðar sinnar.
Fjarsýnitækjum hefur nú verið
komið fyrir í öllum nýjum skólum í
New York, og eru þau notuð við
kennsluna. Smíðuð hefur verið ljós-
myndavél vestra, sem hægt er að
taka með myndir úr 6,600 metra hæð,
og myndar hún þá 780 ferkílómetra
svæði.
□ . GREIN
BRIDGE
Eftir Ama M. Jónsson.
JjYLEGA VAB háð blönduð „Para-
keppni“ innan Bridgefélags
Beykjavíkur, og má segja, að flestar
af beztu bridgekonum bæjarins hafi
verið með, en marga af beztu (að
vísu eru þeir allir beztir!) körlunum
vantaði og var þeirra vonandi sakn-
að. Þátttaka var mjög mikil og ekki
að efa, að þessi keppni verður mjög
vinsæl meðal félagsmanna. Ekki er
því að leyna, að dömurnar okkar eru
veikari spilarar en karlarnir ennþá,
en þær hafa ýmsa kosti fram yfir
okkur, og það eru kostir, sem ýnisa
af okkar beztu spilurum vantar, en
það er hrennandi áhugi og samvizku-
semi. Því aðeins verða menn góðir
hridgespilarar, að þeir vandi sig
alltaf, reyni alltaf að gera sitt bezta.
Keppni þessari lauk með sigri
þeirra frú Þorgerðar Þórarinsdóttur