Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN BOKARFREGN Nikolaj Gogol: Dauðar sálir. Magnús Magnússon þýddi. Bókasafn Helga- fells. Ryík 1950. J^ITLUM snotrum fjaðravagni er ekið inn um hlið ónefnds rússnesks þorps. Ut úr honum stígur maður, sem sezt að í hinu óvistlega veitinga- liúsi þorpsins. Vonum bróðara hefur hann heimsótt alla embættismenn smábæjarins og komið sér í mjúk- inn hjá þeim með smjaðri og fagur- gala. Erindi hans er ærið nýstárlegt. Hann er hingað kominn til þess að kaupa svonefndar dauðar sálir, þ. e. ánauðuga vinnufæra menn, sem eru dauðir, en hafa ekki verið strikaðir út af endurskoðunarlistunum! Nú hefjast miklar viðræður við stórbændur byggðarlagsins, viðskipti við embættismenn og veizluhöld. Allt er í uppnámi vegna komu hins dularfulla gests, sem enginn veit deili á, en menn gera sér þeim mun hærri hugmyndir um. Áður en varir lýkur dýrðinni þó með því, að gest- urinn hrökklast hurt úr þorpinu, eft- ir að höfundur sögunnar hefur sýnt lesandanum það og íbúa þess í ó- hugnanlegri nekt og þar með brugðið upp ógleymanlegri mynd af hinu rússneska þjóðfélagi á fyrri hluta 19. aldar. „Dauðar sálir“ eru merkasta verk Gogols (1809 -52), og eitt af höfuðskáldritum rússneskra bók- mennta á 19. öld. Hugmyndina að þessari sögu öðlaðist Gogol með tilstyrk vinar sína, slcáldsins Púskíns, og er frá því sagt í formáíanum að vörumerki VERZLANIR UM LAND ALLT Prjónavörur úr 1. flokks íslenzkri ull hæfa bezt íslenzku veðurfari. Heildsölubirgðir HEILDVERZLUNIN HÓLMUR H.F. Bergstaðastræti UB, Reykjavik. Simi 81418 og 5418. Fyrir HEIMHLISVÉLAR O. FL. HOOVER rafmagnsmótorar. SÆNSK-ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ S KÚLAGÖTU 5S. RAUOARÁ. SÍMI 6 5B4

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.