Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN stórminnkaðan bóklestur og iðkun tón- listar á heimilum fólks, vegna þess að útvarpinu er leyft að þruma þar öllum stundum og aldrei er næði fyrir því. En sjónvarpið er þó hálfu áleitnara en út- varpið. Það má nefnilega alls ekki af því líta. Á það glápa milljónir manna eins og naut á nývirki mikinn hluta dags í Banda- ríkjunum, því að þar er sjónvarpað frá því snemma morguns og fram til miðrar nætur. Útvarp og sjónvarp eru vissulega dásamlegar uppfinningar og ómetanlegur menningarauki, séu þau í hófi höfð. Pari hins vegar svo, sem nú virðast horfur á, að mannkynið gefist þeim skilyrðislaust á vald, hætti að mestu að hugsa sjálfstætt, lesa, syngja og leika á hljóðfæri, en hlusti og horfi á allt, sem útvarp og sjónvarp flytur, er alger múgsefjun yfirvofandi. Þá ætti að verða vandalítið að forheimska lýðinn á tiltölulega skömmum tíma, ef ekkert verður að gert. Ég er ekki viss um, að við íslendingar þurfum að harma það, þótt nokkur bið kunni að verða á því, að sjónvarpið fjötri fjölskyldur okkar í dag- stofunni eins og fólkið í Bretlandi og Bandaríkjunum. ^JJraiíar Cjeirdal: MINNIXG [Tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns samdi síðasta lag sitt við þetta ástarkvæði]. Að horfa inn í augu þín var æðsta þrá og gleði min, þá leyfði Guð og gæfan mér að gleyma öllu nema þér. Þín augu hvíla enn á mér, þótt ég sé langt í burt frá þér. Þau tala heilagt töframál, sem tökum nær á minni sál. Þín skapgerð hlaut að heilla mig. Ég hugsa ár og síð um þig. Hin sanna ást er andans mál. Ég elska þína fögru sál. Vitið þér ? „HVERNIG er farið að því að spekúlera?“ „Það er ósköp einfalt. Maður borgar bara hitt og þetta, sem mað- ur eignast aldrei, með peningum, sem maður á ekkert í. — Nú og síðan selur maður það, sem maður hefur aldrei átt, auðvitað fyrir mörgum sinnum meira en það hef- ur nokkurn tíma kostað.“ SIGURGEIR SIGURJÖNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. A 3. 5. Hver orti þetta: „Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var.“ Hvað merkir: að hiðleika? Hver er Louis Adamic? Hvar eru Kanaríeyjar, og hverj- ar eru helztu útflutningsvörur þeirra? Við hvern er Tryggvaskáli kenndur? „AlcLrei skilur konan mín mig. Gerir pín það?“ ,£g veit pað ekki, ég hef aldrei heyrt hana tala um pig.“ Vanti yOur hollan og góOan mat, erum viO ávallt birgir. KJÖT & GRÆNMETI Snorrabraut 56. — Sími 2853

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.