Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.09.1951, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRI) — BÖGÐU: ADDISON: „Ef við sæjum inn í hugskot manna, mundum við ekki verða vör mikils munar á vitrum manni og heimskum. Sá er höfuð- munur þeirra, að sá fyrrnefndi kann að hagræða hugsunum sínum, áður en hann tjáir þær, með því að hafna sumum og láta aðrar í ljós, en sá síðamefndii úthellir öllum hugsunum sínum í belg og byðu.“ PASCAL: „Á engum vettvangi opinberar hégómagirndin sig á jafn fjölskrúðugan hátt og í samræðum.“ HUME: „Frjálslegt samtal við vin mundi ég taka fram yfir hvaða skemmtun, sem í boði væri.“ EDWARD E. HALE: „Menn ættu aldrei að hafa áhyggjur af fleira en einu samtímis. Sumt fólk hefur á- hyggjur af þrennu í sömu andránni: Fortíð, nútíð og framtíð.“ ENSKT SPAKMÆLI: „Þegar menn taka að neyta þess eins, sem þeir telja sér hollt, í stað þess að neyta þess, sem þá langar mest í, eru þeir orðnir miðalda.“ CONFUCIUS: „Það er ekki fræki- legast að falla aldrei, heldur að standa ávallt upp, þegar menn falla.“ BRUYÉRE : „Frægðarverkin eru örðugustu störf í veröldinni.“ DISRAELI: „Afsakanir gera að- eins grein fyrir því, sem þeim er ekki unnt að bæta úr.“ WHATLEY ERKIBISKUP: „Ef þú glatar einni klukkustund að morgni dags, verður þú allan daginn að eltast við að vinna hana upp.“ NYJAR BÆKUR Jón úr Vör: Með hljóðstaf. Ljóð. 79 bls., ób. kr. 32.00, ib. 40.00. Fólkið í landinu. Með myndum. Ritstjórn hefur annazt Vilhjálmur S. Villijálms- son. 277 bls., ób. kr. 60.00, íb. 75.00‘ Guðmundur Gíslason Hagalín: Við Mariu- menn. Sögur af okkur tólf félögum á Maríu og af einu aðskotadýri. 352 bls., ób. kr. 55.00, ib. 70.00 og 85.00. Jón Björnsson: Dagur fagur prýðir veröld alla. Skáldsaga. 327 bls., ób. kr. 43.00, ib. 58.00. Hans klaufi: Blátt blóð. Ferðaminningar Högna Jónmundar. 126 bls., ób. kr. 29.50. Halldór Stefánsson: Sögur og smáleikrit. 201 bls., ób. kr. 40.00, íb. 55.00. Stefán Einarsson: Skáldaþing. Bókmennta- ritgerðir. 472 bls., ib. kr. 65.00. Vígsla Þjóðleikhússins 20. apríl 1950. Orð og myndir. 47 bls., ób. kr. 15.00. André Maurois: Ariel. Frásögn af ævi Shelley. Ármann Halldórsson íslenzk- aði. 248 bls., ib. kr. 60.00. Frank Yerby: Heitar ástriður. Skáldsaga. 306 bls., ób kr. 28.00, íb. 45.00. Otto von Porat: Ólympíumeistarinn. Drengjabók. Skúli Bjarkan íslenzkaði. 144 bls., ib. kr. 28.00. Margit Ravn: Björg hleypur að heiman. Bók handa ungum stúlkum. Helgi Val- týsson íslenzkaði. 180 bls., íb. kr. 35.00. Sigurjón Jónsson: Alþingi og heilbrigðis- málin. 85 bls., ób. kr. 15.00. Tollskráin 1951. Vöruhandbók. Fjórða bindi. Með tilvitnunum i lög um tollskrá o. fl. Hermann Jónsson hefur séð um útgáfuna. 296 bls., ób. kr. 120.00, íb. 145.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um Iand allt. BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527. Útibú: Laugavegi 12 og 82 og Leifsg. 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.