Fréttablaðið - 23.12.2009, Side 4
4 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNSÝSLA Jólakvöldverður flug-
ráðs í Perlunni á fimmtudag í síð-
ustu viku kostaði ríkið 207 þúsund
krónur að sögn Gunnlaugs Stefáns-
sonar, formanns ráðsins.
„Hvar sem ég starfa og fæ
einhverju ráðið og starfsfólki/
nefndarfólki eru þökkuð
vel unnin störf með því að
gera sér dagamun, þá skuli
það gert samkvæmt sæmi-
legri gestrisni og skikkan
meðal annars um rækt
við fjölskyldu-
gildi eins og
aðstæður
leyfa og við
á,“ segir í
svari Gunnlaugs við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
Í flugráði sitja samtals sex
manns. Hins vegar voru tuttugu
gestir á jólahlaðborðinu. „Sex
starfsmenn stjórnsýslunnar
undirbúa ásamt formanni
fundi ráðsins og taka þátt
í störfum þess, en fá ekki
greitt sérstaklega fyrir
það og er sú vinna oft
innt af hendi utan hefð-
bundins vinnutíma,“ segir í svari
Gunnlaugs. Hann ítrekar það
sem hann sagði í Fréttablaðinu í
gær að ríkið greiði þremur af sex
flugráðsmönnum ekki fyrir setu í
ráðinu. Það séu fulltrúar sem til-
nefndir séu af atvinnulífinu.
„Samkvæmt tillögu minni fyrir
tveimur árum í anda hógværs við-
urgjörnings við fundarhöld ráðsins
var ákveðið að við gerðum okkur
dagamun vegna fundar í desember
og neyttum kvöldverðar á kostnað
ráðsins ásamt mökum,“ upplýsir
Gunnlaugur.
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra skipaði núverandi flug-
ráð. Þegar óskað var eftir við-
brögðum ráðherrans í gær vegna
veisluhalda flugráðs kvaðst hann
ekki hafa kynnt sér málið og því
ekki vilja tjá sig um það að svo
stöddu. - gar
Í anda
hógværs
viðurgjörnings
við fundarhöld
ráðsins var ákveð-
ið að við gerðum
okkur dagamun.
GUNNLAUGUR STEFÁNSSON
FORMAÐUR FLUGRÁÐS
LEIÐRÉTTING
ÍSRAEL, AP Ísraelskir ráðamenn
sögðust í gær ekki vilja kosta
hverju sem er til að fá Gilad Scha-
lit, hermanninn unga sem herská-
ir Palestínumenn tóku í gíslingu
fyrir þremur árum, lausan úr
haldi.
Helstu ráðherrar ríkisstjórnar
Benjamins Netanjahu hafa setið
stíft á fundum með yfirmönnum
hers og öryggismála. Þessar við-
ræður töldu sumir vera til marks
um að lausn væri að nást í samn-
ingaviðræðum við Hamas, samtök
Palestínumanna á Gasasvæðinu.
Engin niðurstaða virðist þó
komin í málið. Ísraelar leggja, að
sögn Ehuds Barak varnarmála-
ráðherra, alla áherslu á að fá
Schalit heim, „en ekki í skiptum
fyrir hvað sem er, heldur eftir
öllum leiðum sem mögulegar og
eðlilegar geta talist“. - gb
Ísraelar vilja Schalit:
Ekki þó fyrir
hvað sem er
Á GASASTRÖND Kona gengur fram hjá
vegg með málaðri mynd af Gilad Schalit.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KRISTJÁN L. MÖLLER Sam-
gönguráðherra skipaði
núverandi sex manna
flugráð á árinu 2007.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
4°
1°
4°
4°
2°
2°
3°
3°
23°
5°
19°
0°
23°
-5°
3°
12°
2°
Á MORGUN
13-20 m/s NV-til,
annars hægari.
JÓLADAGUR
Víðast 5-13 m/s,
hvassast NV-til.
-4
-5
-4
-5
-4
-4
-11
0
-4
-3
-6
8
9
12
7
6
8
5
12
7
7
13
-2 -4
-3
-3
-3
-2
-2-1
-3
-1
JÓLAVEÐRIÐ
Veðrið verður
yfi rleitt svipað yfi r
hátíðarnar, áfram
éljagangur norðan-
og austanlands
en þurrt og bjart
syðra. Á morgun
verður fremur hæg-
ur vindur um allt
land en það hvessir
heldur á Vestfjörð-
um síðdegis og
annað kvöld. Það
dregur lítillega úr
frosti á morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
Innsláttarvilla var í grein Björns
Brynjólfs Björnssonar um niðurskurð
á framlögum til íslensks kvikmynda-
iðnaðar í blaðinu í gær. Fyrirhugað er
að skera framlög til kvikmyndasjóðs
úr 700 í 450 milljónir króna, eða um
rúm 35 prósent.
Ráðherra hefur ekki kynnt sér veisluhöld flugráðs og tjáir sig ekki um þau strax:
Flugráðsveislan kostaði 207 þúsund krónur
STOKKHÓLMUR, AP Boris Tadic, for-
seti Serbíu, afhenti í gær umsókn
um aðild að Evrópusambandinu.
Frederik Reinfeldt, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, tók á móti
umsókninni í Stokkhólmi.
Afgreiðsla umsóknarinnar
fer meðal annars eftir því hvort
Serbar sýna alþjóðlega sakadóm-
stólnum í Haag næga samvinnu,
ekki síst varðandi tvo grunaða
stríðsglæpamenn sem enn fara
huldu höfði, líklega í Serbíu.
Svíþjóð fer með formennsku í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins til áramóta, en þá tekur
Spánn við formennskunni. - gb
Evrópusambandið:
Serbía leggur
inn umsókn
UMSÓKNIN AFHENT Boris Tadic, forseti
Serbíu, ásamt Fredrik Reinfeldt, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd
til að endurgreiða annarri konu
kaupverð hvolps, alls 200 þúsund
krónur.
Eigandi tíkurinnar keypti hana í
desember 2008. Í ljós kom að hún át
lítið og þreifst illa. Hún var einnig
með flösu, andfúl og fór úr hárum.
Nokkru síðar var hún komin með
stöðugan niðurgang og uppköst.
Dýralæknir sagði hana með veru-
lega skerta nýrnastarfsemi, líklega
frá fæðingu. Hún var því aflífuð og
fékkst endurgreidd með dómi. - jss
Dómur í hundamáli:
Varð að endur-
greiða hvolp
DÓMSMÁL Athafnamaðurinn Jón
Ólafsson hefur stefnt Skúla Egg-
erti Þórðarsyni ríkisskattstjóra
og Steingrími J. Sigfússyni fjár-
málaráðherra fyrir dóm fyrir hönd
íslenska ríkisins.
Krefst Jón þess að úrskurður
ríkisskattstjóra frá 2003 þess efnis
að Jón skyldi greiða fullan skatt á
Íslandi frá árinu 1998 verði felldur
úr gildi og það viðurkennt að hann
hafi frá því ári aðeins borið tak-
markaða skattskyldu hérlendis.
Málið snýst um það hvar Jón
var búsettur lögum samkvæmt
frá árinu 1998, og hvar honum bar
því að greiða skatt. „Ég flutti úr
landi í september 1998 með konu
og börn. Þau fóru í skóla þar, við
festum kaup á húsi og ákváðum að
búa í Englandi. Ég vil bara fá við-
urkenningu á að svo hafi raunveru-
lega verið,“ segir Jón.
Ríkisskattstjóri komst sem áður
segir að því í desember árið 2003
að Jón ætti svokallaða heimilisfesti
á Íslandi samkvæmt skattalögum
og bæri því fulla skattskyldu hér-
lendis.
Þessum úrskurði mótmælir Jón
harðlega í stefnunni. Til að
eiga heimilisfesti á tilteknum stað
sé nóg að hafa þar bækistöð sína,
heimilismuni og svefnstað og
dvelja þar að jafnaði í tómstund-
um. Þetta hafi átt við Bretland í
hans tilfelli, enda hafi hann dval-
ið þar megnið úr hverju ári, börn
hans hafi sótt þar skóla og þau
hafi því sannarlega haft þar fasta
búsetu, þótt Jón og kona hans hafi
einnig átt húsnæði á Íslandi.
Jón hafði lögheimili á Íslandi
fram í nóvem-
ber 2002,
en fékk
því þá
breytt afturvirkt til 1. september
1998.
Í stefnunni er bent á að mat
Ríkisskattstjóra á heimilisfesti
Jóns og fjölskyldu hafi breyst
eftir að ákveðið var að taka meint
skattalagabrot hans til rannsókn-
ar 2002. Árið 2000 hafi Jón verið
álitinn til heimilis í Bretlandi en
sú afstaða hafi síðan breyst árið
2003. Enn fremur er bent á ólíka
meðhöndlun sambærilegra mála
hjá embættinu, þar sem konu
sem búsett var erlendis og var
með börn þar í skóla var meinað
að greiða skatt á Íslandi þrátt
fyrir að hún ynni fyrir íslenskt
fyrirtæki.
Í kjölfar úrskurðarins hefur
Jóni verið gert að greiða á
fjórða hundrað milljónir króna
í skatta hérlendis og sótt hefur
verið að honum fyrir dómi
vegna meintra skattsvika. Því
máli hefur verið vísað frá dómi
vegna formgalla.
En hvað gerist ef Jón hefur
sigur í þessu máli? „Þá er ljóst að
skattyfirvöld höfðu ekki lögsögu
yfir mér þegar þau fóru í mig,“
segir Jón. Með því væri búið að
opna á þann möguleika að Jón gæti
fengið öllum ákvörðunum sem
byggja á úrskurðinum hnekkt.
Stefnan var birt í gær og er þing-
festing áætluð 7. janúar.
stigur@frettabladid.is
Deilt um hvar Jón
Ólafsson átti heima
Jón Ólafsson hefur stefnt ríkisskattstjóra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins
vegna sex ára gamals úrskurðar um að Jón hafi átt heima á Íslandi og borið að
greiða skatt hérlendis. Gæti hnekkt ákvörðunum sem byggja á úrskurðinum.
JÓN ÓLAFSSON Hefur verið búsett-
ur í Bretlandi meira eða minna frá
1998. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GENGIÐ 22.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,7995
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,95 128,57
204,84 205,84
182,97 183,99
24,582 24,726
21,852 21,98
17,545 17,647
1,4006 1,4088
200,08 201,28
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR