Fréttablaðið - 23.12.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 23.12.2009, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 39 FÓTBOLTI Það hefur gengið á ýmsu hjá Eggerti Gunnþóri Jónssyni og félögum í Hearts í skosku deild- inni í vetur. Eggert meiddist í upphafi tímabils og lenti í átökum eftir svekkjandi tap á móti Hamilt- on á dögunum en hefur nú tryggt sér fast sæti í liðinu í sinni stöðu á miðjunni. Eggert átti mjög góðan leik í 2-1 sigri á Celtic um síðustu helgi og það spillti ekki fyrir að fjölskyldan hans var í stúkunni. „Það hafði ekkert gengið alltof vel hjá okkur undanfarið þannig að það var gott að fá þennan sigur. það er ekkert búinn að vera alltof góður mórall í liðinu. Þessi leikur hjálpar okkur aðeins og svo eigum við törn yfir jólin og það er vonandi að við getum gert vel þar,“ segir Eggert sem viðurkennir að slags- málin eftir leikinn við Hamilton á dögunum og eftirmál þeirra hafi reynt mikið á leikmenn liðsins. „Það var mikil pressa á klúbbn- um eftir þann leik. Það var mikið fjallað um þetta, við fengum slæma umfjöllun og það var verið að tala um að það væri enginn agi hjá okkur,“ segir Eggert sem forð- ast það að tala um hvað gerðist eftir leikinn. Tímabilið byrjaði ekki vel hjá honum. „Ég byrjaði á því að meið- ast strax í öðrum leik í deildinni, reif magavöðva og þurfti að fara í aðgerð. Ég var frá í sex vikur eftir það en er að koma til baka núna, er búinn að spila 3 til 4 leiki í röð og er kominn á fullt aftur,“ segir Egg- ert sem er kátur með að fá að spila sína bestu stöðu. „Ég er farinn að finna mig vel og farinn að spila mjög vel. Ég er loks- ins farinn að spila á miðjunni aftur því í fyrra var ég mikið að flakka um stöður á vellinum þegar það vantaði menn. Núna er ég búinn að festa mig í sessi inni á miðjunni og þar vil ég vera. Það sést líka alveg, mér líður miklu betur á miðjunni og þá er ég að spila miklu betur. Ég er að skila miklu meiru til liðs- ins þarna heldur en ef ég er látinn hanga í einhverjum öðrum stöð- um sem ég vil ekki vera að spila í,“ segir Eggert. „Þjálfarinn er búinn að segja við mig seinasta árið að honum líði alltaf betur að hafa mig í vörn- inni. Ég vil bara vera á miðjunni,“ segir Eggert og þjálfarinn Csaba László er kominn á sömu línu og hann í dag. Hearts hefur nú fengið 7 stig í síðustu 4 leikjum og þetta lítur allt betur út hjá liðinu. „Við eigum að vera miklu ofar en við erum núna. Við erum í sjö- unda sæti en við eigum að vera að berjast um þriðja sætið. Þetta hefur verið erfitt tímabil, stuðn- ingsmennirnir voru búnir að missa þolinmæðina og við áttum ekki langt eftir niður í neðsta sæti. Síðan þá höfum við náð að rífa þetta upp hjá okur og við erum komnir á gott skrið núna. Við fengum góðan sigur um síð- ustu helgi á móti Celtic og það ætti að hjálpa að fá sjálfstraustið til baka,“ segir Eggert sem von- ast eftir fleiri stigum yfir hátíð- arnar þar sem liðið mætir neðsta liðinu og svo Motherwell sem er lið á svipuðu róli í töflunni. „Ef við komum vel út úr þessari törn um jólin þá lítur þetta von- andi miklu betur út hjá okkur. Um leið og við erum komnir þarna upp í efri hlutann þá getur allt gerst,“ segir Eggert. Það er mikið að gera hjá Egg- erti og félögum yfir hátíðarnar og því enginn tími til að komast heim til Eskifjarðar yfir jólin. Fjölskyldan dreif sig í staðinn út til Edinborgar og verður hjá honum yfir jólin. „Það er gaman að fjölskyldan var komin og fékk að sjá þennan Celtic-leik. Ég kemst ekkert frá um jólin þannig að þau koma bara til mín. Það er fínt að maður getur sýnt þeim að maður geti eitthvað,“ segir Eggert í léttum tón. „Þau komu rétt fyrir leikinn og verða hjá mér yfir jól og ára- mót. Þau komu út með allan jóla- matinn. Það er mjög gott að fá þau út og þá sérstaklega að fá mömmu svo að hún geti eldað jólamatinn. Það er eiginlega það mikilvægasta,“ segir Eggert að lokum. ooj@frettabladid.is Mikilvægast að fá mömmu út svo að hún geti eldað jólamatinn Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts unnu frábæran 2-1 sigur á Celtic í skosku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eggert var valinn besti leikmaður leiksins af stuðningsmönnum liðsins eftir leikinn. AÐ STANDA SIG Eggert Gunnþór Jónsson sést hér í leik með Hearts. Hann leikur aðalhlutverk á miðju liðsins. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.