Samtíðin - 01.06.1960, Síða 20

Samtíðin - 01.06.1960, Síða 20
16 samtíðin £chh Aaqa um: Hann elskaði lífið — en brosti við dauðanuffl Forhertan, fífldjarfan og frægan mann NiSurl. JACK SHEPPARD var nú geymdur í „Kastalanum“, þ. e. rammbyggilegasta klefanum á 3. hæð í Ne\vgatefangelsi. Vinum hans tókst að koma verkfærum til Iians, og brátt losaði hann sig úr hlekkjunum. En þá var hann svo óhepp- inn, að fangavörður nokkur sá, hvað hon- um leið, og kom hann auðvitað í veg fyr- ir, að fanginn gæti strokið. Jack kvaðst vera orðinn dauðþreyttur á að dúsa sí og æ i sömu stellingunum og var fús til að sýna vörðunum, hvernig Iiann hefði farið að því að losa sig. Það hafði þau áhrif, að Pitt, yfirfangavörður- inn, lét setja hann i enn þvngri járn. Var þeim læst rammlega með óbrjótanlegum lás, og auk ])ess voru sett á fangann ein stærstu og sterkustu handjárn, sem menn höfðu séð. Verkfæri Jacks voru tekin og gejund vandlega, og vikum saman var piltinum haldið þarna í óbærilegri úlfa- kreppu. Járnin nöguðu af honum hörund- ið og skárust inn í opna kvikuna. Höfð var náin gát á öllmn, sem til fangans komu. En samt tókst einum af vinum lians að lauma til hans ryðguðum nagla, og faldi Jack hann i sokknum sinum. 'A' Karlmannlegar aðfarir AÐFARANÓTT 15. október tókst Jack, með því að halda naglanum milli tann- anna, að opna handjárn sín með honum. Því næst opnaði hann lásinn, sem fjötraði hann við sleingólfið, og brauj af sér fót- járnin. Reykliáfur tugthússins var nú eina útgönguleiðin, sem um var að ræða. En jafnvel ])essi óárennilega leið var lok- uð nieð járnrimlum. Jack losaði nú múrsteinana úr eld- stónni í klefa sínum með lásnum á fjötr- um sinum og brotnum hlekk úr þeim. Við það tókst honum að losa einn af járn- rimlum eldstóarinnar. Með honuni brauzf hann síðan inn í klefann fyrir ofan sig- Tókst honum auðveldlega að opna lásinn á dyrum lians, ýtti slagbrandinum frá og hélt síðan fram ganginn áleiðis til kap' ellu fangelsisins. Vopnaður slagbrandin- um braut hann gat á vegg kepellunnaf. nægilega stórt til þess að geta seilzt til lokunnar fyrir dyrum hennar, en hún var innan dyranna. Eftir var þá aðeins nð opna dyr út á þak fangelsisins. Enda þó|1 fanginn væri aðframkominn af þrevtn. tókst honum það eftir langa mæðu, og vi® það komst hann út á þakið. Niður á þök aðliggjandi húsa voru 26 fet. Var nú ekki annars kostur en o® fara aftur alla leið til fangaklefans og sækja þangað brekánin af rúmfletinu. Sn leið var næsta óþrifaleg og gegnum J brotnar „dyr“ að fara. Förin tókst, að henni lokinni lél fanginn sig síga 1 ábreiðunum niður á næsta húsþak °b komst síðan inn um glugga á þvi husl áleiðis til frelsisins. ir Stutt gaman skemmtilegt FREGNIN UM þessa frækilegu björgun liins dauðadæmda manns gerði hann ] skjótri svipan að dáðri þjóðhetju. Ekki var nú um annað meira talað en hraust leik Sheppards meðal gestanna í drykkj11'

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.