Samtíðin - 01.12.1960, Qupperneq 18
10
SAMTÍÐlN
☆ ★ ☆
★ ☆ ☆ ☆
☆ ★
JS'máiaýjz frá (i&nu. iutnri
GESTURIIMN AÐ SIJMMAIM
LANGT inn til dala, handan við heim-
inn, ef svo mætti segja, hafði gamla kon-
an hjarað í hartnær heila öld, bak við
harðlæstar hurðir, og ekki opnað fyrir
neinum upp á siðkastið.
Hvað gerist ekki í Þyrnirósuhúsi?
Ef vindurinn æstist, svo að hrikti í
bænum, fuglinn trúr snart gluggarúðu
með nefi sínu eða ferðalangur rjálaði við
loku, var gamla konan vön að hrópa, svo
að heyrðist alla leið út á hlað:
„Burt með þig, dauði!“
Og ef gesturinn anzaði: „Ég er ekki
dauðinn,“ var hún vön að kalla til hans:
„Jú, víst ertu dauðinn! Heldurðu ég þekki
þig ekki, karl minn? í dag kemurðu hing-
að í líki ferðalangs, en ég sé beinagrind-
ina gegnum duluna þína!“
Og ef einhver drap hressilega á dyr,
var hún viss með að svara: „Nú ertu
kominn í líki förumanns. En dyrnar eru
harðlæstar, karl minn. Ég hef líka byrgt
reykháfinn vandlega og brugðið liknar-
belg fyrir skráargötin. Innan við glugga-
hlerana er allt vendilega þakið kónguló-
arvefjum, og ég hef troðið ull í eyrun,
til þess að ég sé viss um að heyra ekki
bannsett nöldrið í þér. Svona, burt með
þig, rækallinn þinn!“
Þannig hafði þetta gengið til í manna
minnum. Kynslóðir komu og fóru. Það
gengu ýmsir straumar yfir landið: bílar
leystu hestana af hólmi, svo kom her-
nám, afstraktlist, óstuðluð ljóðræna. Fólk
við sjó fram talaði um Þóru gömlu í dal-
bænum eins og persónu i þjóðsögu. Loks
liættu menn að muna, hvað liún liét.
En strákar fóru stöku sinnum á jepp-
um langt inn i dalinn, alla leið heim að
hænum hennar og fleygðu steini í glugga'
hlera til að ganga úr skugga um tilvist
gömlu konunnar, heyra liana hrópa. Þeir
sögðu, að liún myndi aldrei deyja. Dauð-
inn kæmist ekki inn til hennar. Allt kvikt i
kringum hana hlyti að vera löngu dautt.
Allar bakteríur sofnaðar svefninum
langa. Allar lífsþurftir hennar dvínaðar
eins og hjá indverskum fakirum, sem risu
bráðlifandi úr sæfingu kviksetningarinn-
ar eftir mannsaldra.
„Hún lifir okkur öll,“ sagði fólkið 1
nýju borginni, sem var óðum að rísa a
eyrinni niðri við fjörðinn.
„Já,“ anzaði gamla konan innan ul
myrkrinu.
ÁR LIÐU, án þess að nokkur nennti að
vera að leggja krók á leið sína til að guða .
á glugga lijá gömlu konunni, enda halð1
nýr hugsunarháttur tekið völd í landinu.
Aukinn hraði hafði kennt mönnum að
vera fljótir að gleyma. Og sú tið val
löngu liðin, er sendimaður frá garnalh
verzlun á eyrarodda við lygnan fjörð
hafði fært Þóru lífsnauðsynjar haust og
vor, látið þær á varinhelluna hennai>
þar sem þær fengu síðan að dúsa óhreyfð-
ar stundum dögum saman, sólvermdai.
blásnar, jafnvel fenntar í kaf, ef því val
að skipta. En einn góðan veðurdag vUlU
þær horfnar. Nú var langt síðan þetta
væri. Sendimaðurinn löngu dáinn, verzl
unin liðin undir lok. Allt þetta tilheyið1
horfnum venjum, annarri öld. Og alljU
þennan óraaldur liafði gamla konan seti
og beðið — með lokuð augu og spenntai