Samtíðin - 01.12.1960, Page 26
18
SAMTÍÐIN
Þegar þetta er skrifað stendur ólym-
píumótið i Leipzig sem hæst. í íslenzku
sveitina vantar ýmsa af heztu skákmönn-
um okkar, en hún hefur engu að siður
komizt upp í miðriðilinn úr forkeppninni
og má það kallast góður árangur. Þegar Is-
lendingar hófu þátltöku í ólympíumótum,
þótti það afrek af jafn fámennri þjóð að
geta sent sveit til keppni við margfalt
fjölmennari þjóðir. Nú er höfðatöluregl-
unni sjaldan heitt, það þykir sjálfsagt að
senda menn til keppni, og til þess er hik-
laust ællazt að þeir standi sig.
Það þótti merkilegt 1936, að þrír heims-
meistarar mættust á sama móti, skákmót-
inu fræga í Nottingham. En í Leipzig
tefla fjórir heimsmeistarar og þrír þeirra
í sömu sveit. Það eru Max Euwe, er tefl-
ir fyrir Ilolland og þeir Tal, Botvinnik
og Smysloff, er tefla í sveit Sovétmanna.
Ekki þarf mikla dirfsku til að spá þess-
ari sveit sigri, og víst er, að ekki fylgj-
ast áhorfendur með neinum keppenda af
meiri áhuga en heimsmeistaranum unga
jafnvel um það að Baudouin kvæntist
ekki. Vitað er, að hann var ákaflega
hændur að stjúpmóður sinni og mátti
varla af henni sjá. Hún ein virðist hafa
megnað að hægja deyfð og þunglyndi
frá honum. Sagt er, að hún liafi ráð-
lagt honum að kvænast ekki, fyrr en
liann hitti þá konu, er hjarta hans girnt-
ist. Loks virðist sá óskadraumur ætla að
rætast. Er nú líkt og fargi sé létt af Belgíu-
mönnum við trúlofun Baudouins kon-
ungs.
Michael Tal. Framabraut hans hefur ver-
ið ótrúlega skjót, en þó hefur sjálfui'
skákstíllinn sennilega ennþá meira seið-
magn en frægð mannsins. Tal hefur seinse
alveg óvenjulega gaman af tvísýnni bai'-
áttu. Skákir lians eru oftast á yztu þröm>
þær minna á viðureign á þverhnípi, mað-
ur horfir á með öndina í hálsinum og
finnst keppendur ldjóti þá og þegar að
hrapa fyrir hjörg, annarhvor eða háðir.
Tal á venjulega frumkvæðið að þessum
leik, og að vísu á hann oftar yfirtökin, eu
hann virðist hafa yndi af því að setja
sjálfan sig i liættu ef liann getur með þvl
móti kaffært andstæðinginn nokkrum
leikjum fyrr. I fáum orðum sagt: hanö
teflir fortissimo! Litum á fyrstu skákina
hans frá Leipzig.
Tal — Campomanis (Filippseyjum).
1. eí c6 2. dk d5
3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7
Þriðji leikur svarts var vafasamur (rétt
er dxe4), en úr því hann var kominn út
á þessa hálu braut var sennilega betra
að leika Re4. Nú þrengir Tal að honum
með gamalkunnri peðsfórn.
5. e6 fxe6 6. Bd3 Rf6
Hvítur hótaði Dh5f. Eftir 6. -g6 7. h4 ef
svartur sennilega neyddur til að leika
Rf6 (7. -e5 8. h5 e4 9. hxg6 exd3 10. Dh5
Rf6 11. g7f Rxh5 12. gxh8D)
7. Rf3 g6 8. M c5
9. dxc5 Rc6 10. De2 Bg7
11. Bd2 Dc7 12. 0-0-0 e5
13. Bg5 Be6