Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN KVENNAÞÆTTIR------- + Tízkan og kvenþjóðin TÍZKUKÓNGAR eru þeir menn oft nefndir, sem skapa fatatízkuna hverju sinni. Þeir senda frá sér línuna fyrir hverja árslíð. Bíður fólk iiennar með efl- irvæntingu, en nýjungagirninni blandast oft nokkur kvíði fyrir því, hvort hægt verði nú að nota fötin frá í fvrra áfram, hvort rósótti kjóllinn sé enn í tízku o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að viðbrögð fólks- ins, þar sem tízkan verður tii, eru alls ekki eins snögg og við mætti búast. Það eru klæðaverzlanirnar, sem bregðasl þannig við sköpun tízkukónganna, að tízkan verðui- miklu aðgengilegri fvrir fólkið en ætla mætti. Eru það þá einkum smáatriðin, sem verða tízkufyrirhrigði í hvert sinn, en auðvitað einnig sídd og vídd fatnaðarins, sem lúta mjög vald- hoði tízlcukónganna. Niðurstaðan verður sú, að hreytingar verða aldrei mjög mikl- ar frá ári til árs, svo að þú getur vel not- að kjólinn og kápuna frá því í fyrra. Við birtum liér mynd af nýtízku París- arkjól í tveim pörtum. Hann er úr þunnu, en grófu, lausofnu grásvörtu ullarefni, sem nefnist hlúnda. Faldurinn á efri partinum og pilsinu er upprakinn, og hnapparnir eru yfirdekktir með svörtum ullardúskum. ★ Varðveitum fegurð tannanna TENNUR okkar eiga að endast okkur ævilangt, en á því vill nú verða heldur en ekki misbrestur hjá fleslum olckar. Tann- skemmdir hyrja í bernsku, og er ekki óalgengt, að fólk um tvítugt og þaðan af eldra sé komið með gervitennur. Þetta má koma í veg fyrir með réttu mataræði, með því að hursta tennurnar reglulega og með þvi að láta tannlækni líta eftir þeim tvisvar á ári. Því miður kinoka margir sér við að fara til tannlæknis, þangað til tannpín- an er farin að kvelja þá. En þá er oft orðið um seinan að hjarga skemnidu tönninni eða tönnunum. Til þess að koma í veg fyrir, að hörn óttist tann- lækna, er hezl að fara með þau nógu ung til þeirra. Þá er venjulega ekkert að, og ótti barnanna við manninn í hvita sloppnum upprætist af sjálfu sér.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.