Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Þessar stjörnuspár rætast oft bókstaflegn og Ieiðbeina því mörguni. /1ínt«*Iisspúr ullt'u ilugu í nóvetnber 1. Gott ár til ásta og hjúskapar, en varastu þras og hafSu gát á áhrifum á miöju ári ’62. Seinni hluti þess árs verður góður til náms og ferðalaga. 2. Fyrri liluti ársins mun færa þér hollar breytingar, livað störf þín snertir. Varastu of mikla tilfinningasemi seinni hluta ársins. 3. Verndaðu lieilsuna vel í árslok ’61. Þér mun að mörgu leyti vegna mjög vel á árinu ’62. 4. Ágætt ár til starfs, fjár og ásta. Vertu ó- deig(ur) til framkvæmda. 5. Ýmislegt er í óvissu. Hætt er við truflun á samstarfi. Vertu varkár. 6. Hagnaður fyrirsjáanlegur fyrri hluta árs- ins. Sumarið ’62 verður gott til fjár og ásta, en gættu heilsunnar vel i árslok ’62. 7. Þér mun þörf á staðfestu. Varastu mála- ferli. Árslokin verða heillavænlegri, hvað störf snertir. 8. Varastu óheiðarlegt fólk á fyrri helmingi ársins. Siðan verður allt heillavænlegra. 9. Þú mátt búast við öfund vegna velgengni þinnar í árslok ’61, og til árekstra getur dreg- ið snenuna árs ’62. Varastu slys. Þér mun vegna vel í árslok ’62. 10. Nokkrir örðugleikar, en láttu þá ekki á þig fá. Reyndu heldur að efla öryggi þitt sem mest. 11. Mikið athafnaár. Unnt verður að gera mikilvægar breytingar. Þetta verður heillaár á mörgum sviðum. 12. Ilætt er við nokkrum vonbrigðum snemma árs, en miðbik ársins ’62 verður ákjósanlegt. Varastu óhöpp í árslok 62. 13. Þú munt njóta góðs af kynnum þinum við valdamenn, en ekki verður laust við á- hyggjur á miðju ári ’62. Seinni hluta árs verður gott starfstímabil og gróðavænlegt. 14. Fremur erfitt ár og hætt við vonbrigð- um og vináttuslitum. 15. Treystu ekki öðrum um of.'Ef þú gætir þín, mun vel fara, og lok ársins ’62 verða all- sæmileg. 16. Fyrstu 7 mánuðir ársins verða þreytandi, en siðan fer allt að ganga miklu betur. 17. Mikið starfsár. Ef þú gætir þín, verður þetta gott ár. 18. Vertu ekki of áhrifagjarn(gjörn). Hafðu gát á fjármálum þínum. 19. Á fyrri helmingi ársins verður gott til starfa, en á seinni helmingi þess er hætt við miður æskilegum breytihgum. 20. Frá nóvember ’61 til apríl ’62 verður blómatimi. Nokkur óvissa ríkir eftir það. 21. Nokkrir fjárhagsörðugleikar. Forðastu á- hættu. Gættu varfærni i september ’62. 22. Þrátt fyrir nokkra andspyrnu verður árið gott. Stundaðu störf þín vel, en leitaðu ekki aðstoðar annarra. 23. Gott útlit fram í apríl ’62. Úr því verður full þörf árvekni og dugnaðar. 24. Nokkrir örðugleikar m. a. af völdum æltingja og nágranna, ef ekki verður við þeim séð. 25. Forðastu breytingar, sem eru þér ógeð- felldar. Heimilismálin krefjast varfærni. 26. Einkamálin verða í góðu lagi, en varastu misskilning í maí og júní ’62. 27. Ástamálin verða ánægjuleg, en nokkur óvissa ríkjr, hvað störf þín snertir síðsumars ’62. 28. Ágætt ár, nema einna helzt í febrúar og marz ’62, en þá munu verða nokkrar tafir. Gæltu lieilsunnar vel. 29. Breytilegt ár. Vertu varkár í fjármálum og eins í viðskiptum, er líður á árið. 30. Verlu ekki of gagnrýninn á fólk; það getur valdið misskilningi. Seinni hluti ársins verður beztur til framkvæmda. Afmælisspáin fyrir 14. júní sl. féll óvart nið- ur í prentun. Við birtum hana vegna beiðni. Hún er svona: Þú átt mikla von i framförum. Hentugt verður að gera ýmsar breytingar. Ástamálin verða þér geðþekk í des. ’61 og marz ’62. Dyggasti skrifstofumaðurinn kom klukkutíma of seint til vinnu og var ])á allur bhír og blóðugur. Skrifstofustjóri: „Hvað hefur komið fyrir þig, maður?" „Ég datt út um glugga á þriðju hæð.“ „Og tók það heilan klukkutíma?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.