Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 Á ég — eða á ég ekki? IIRÆDD skrifar: Kæra Freyja. Ég er í vanda stödd. Ég er rúmlega fimmtug og hef verið gift í 23 ár manni, sem er tals- vert yngri en ég. Nú segir liann mér, að hann sé orðinn ástfanginn i ungri konu. En hún er gift og vill ekki skilja! Á ég að fara til mannsins hennar og segja honum frá þvi, að þau séu að draga sig saman? Þá fæ ég manninn minn aftur. En ég er þó hálfrög við að gera þeíta. Hvað ráðleggurðu mér? SVAR: Þetta vara ég þig eindregið við að gera. Það verður til þess, að þú spillir liamingju hinna hjónanna og missir svo manninn þinn í þokkabót. Reyndu að taka ])essu rólega, og vertu elskuleg og umburðarlvnd við mann þinn. Það er að mínu áliti skynsamlegasta leiðin í þessu máli. — Þín Freyja. Lakkið lengi að þorna FLJÓTHUGA skrifar: Ég vinn á skrif- stofu, þar sem mikil snyrtimennska rík- ir. Þess vegna lakka ég neglurnar tvisvar í viku. En mér gremst, hve lakkið er allt- af lengi að þorna. Ég hef reynt allar teg- undir, sem ég hef getað náð í. Geturðu ráðlagt mér nokkuð? SVAR: Ef þú ferð rétt að og hreinsar ekki sízL alla feiti af nöglunum, áður en þú lakkar þær og notar Ijæði undir- og yfirlakk af beztu tegund, á það að endast a. m. k. viku. En gott laklc er yfir- leitl lengi að þorna. Rezl er að lakka neglurnar, þegar maður er háttaður á kvöldin. Þá er liægt að taka lífinu með ró og lila i bók, á meðan lakkið er að þorna. Það herðir lakkið að láta sem snöggvast renna ískalt vatn á hendurnar, þegar það er orðið vel þurrt. Ef þú vinn- Ur að heimilisstörfum, er gott að vernda hendurnar með gúmmiliönzkum. it Augnabrúnalitur JÓNA spvr: Hvernig á ég að ná af mér augnabrúnalit, sem þvæst alls ekki af með vatni? Ég hef líka reynt að ná hon- um af bæði með olíu og mjólk, en hvor- ugt dugar. Morguninn eftir sitja brúnir baugar við augun! SVAR: Þetta á að vera vandalaust, því að i snyrtivöruverzlunum fæst vökvi til að ná burt litnum með. Það er meira að segja venja að selja liann, um leið og fólk kaupir litirin. BUTTERICK-snið nr. 9868 í stærðunum 10 —18. Vetrartízkan fyrir ungu stúlkurnar. Litlu myndirnar sýna fatnaðinn að aftan. Sniðin fást hjá SÍS, Austurstræti og kaupfétögunum um land allt,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.