Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN NY HOLLYWOOD-STJARNA: í HOLLYWOOD konia menn og fara eins og annars staðar, svo að sífellt verð- ur að fylla skörðin, þegar kunnir og dáð- ir leikarar kveðja. Georg Peppard heitir ungur kvik- myndaleikari, sem einna mestar vonir eru bundnar við vestur þar um þessar mundir. HolljAvood-menn segja, að liann sé flestum þeim kostum búinn, sem þeim henti bezt. Ilann hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, en nýlega fengið hlutverk, þar sem hæfileikar hans njóta sin til fulls í stórmyndinni „Morgunverður hjá Tiffany“. Mótleikari hans er Audrey Hepburn. Georg er fæddur í bílaborginni Detroit, 1. okt. 1934. Faðir hans er húsasmiður, og ekki er vitað um leikgáfu i ættinni. Um fermingu var Georg staðráðinn í að verða leikari. 17 ára gamall fór liann i sjóher- inn til að ljúka liersþyldu, en hóf leik- nám 19 mánuðum seinna. Hann varð brátt leiður á að lilusta á menningarsögu- fyrirléstra í háskólanum heima í Detroit og kaus miklu heldur að demba sér beint í leiknámið í Actors Stnclio í New York. Eh til þess skorti hann fé. Faðir hans gat ekki einu sinni greitt ferðakostnað hans til New York, livað ]>á meira. Þang- að varð Georg því að ferðast að meslu „á þumalfingrinum". Á leiðinni greip hann hvert tækifæri, sem gafst, til að vinna sér inn peninga fyrir námskostn- aðinum i Ne'w York. Hann var þvi furðu efnaður, þegar þangað kom. En skýja- kljúfaborgin reyndist dýrari en Georg hafði grunað. Hann ákvað þvi að viniía fyrir sér hálfan daginn sanddiða leik- náminu. Hver mínúta var notuð til náms eða brauðstrits. Og með frábærri atorku tókst Geoi'g að ná því marki, sem hann stefndi að. Þegar hann fór með fyrsta hlutverk sitl á Broadway í leiknum „Ánægjan í félagsskap iians“, skrifuðu gagnrýnend- urnir, að hann væri einhver efnilegasti nýliði, sem þeir liefðu séð á leiksviði. Skorti þá ekki girnileg tilboð frá lcvik- myndahöldunum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.