Fréttablaðið - 31.12.2009, Side 2

Fréttablaðið - 31.12.2009, Side 2
2 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært sex karlmenn, einn Íslend- ing og fimm Litháa, fyrir mansal. Þeim er gefið að sök að hafa flutt hingað til lands nítján ára litháíska stúlku í þeim tilgangi að notfæra sér hana kynferðislega. Að því er segir í ákærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að stúlkan hafi verið beitt ólögmætri nauðung, frelsissvipt- ingu og ótilhlýðilegri meðferð áður en og þegar hún var send til Íslands. Sama hafi gilt um hana í meðförum sexmenninganna hér á landi, sem tekið hafi við stúlkunni, flutt hana og hýst í því skyni að notfæra sér hana kynferðislega. Stúlkunni sem hafði verið svipt frelsi sínu í Litháen og neydd til að stunda vændi þar í landi, var ekið frá borginni Panevezys í Lit- háen til Varsjár í Póllandi. Þaðan var hún til Íslands með flugi föstu- daginn 9. október. Hún var send á fölsuðum skilríkjum og flugmiði hennar var á röngu nafni. Áður en hún var send af stað hafði hár hennar verið klippt og litað og tekin af henni ljósmynd sem sett var í skilríkin. Fékk hún fyrst að vita á flugvellinum í Varsjá að ferðinni væri heitið til Íslands, þar sem hún þekkti engan. Hún átti sér engrar undankomu auðið, var algerlega háð þeim sem sviptu hana frelsi og neyddu hana til vændis, að því er segir í ákærunni. Hún gat ekki snúið til baka til Litháens. Þrír Litháanna fóru á Keflavíkur- flugvöll til þess að taka á móti stúlkunni. Af móttökum varð þó ekki þar sem lögreglan handtók hana við komuna til landsins. Var stúlkan í umsjá lögreglu og síðan í húsnæði á vegum félagsmálayfir- valda í Reykjanesbæ. Litháarnir fimm sóttu hana síðan skammt frá dvalarstað henn- ar rétt eftir miðnætti þriðjudag- inn 13. október. Þeir fluttu hana í íbúð við Hörgsholt 27 í Hafnar- firði, sem Íslendingurinn útveg- aði. Þar hýstu mennirnir hana í tvo daga. Að kvöldi fimmtudags- ins 15. október fór einn Litháanna með stúlkuna á Hótel Leif Eiríks- son við Skólavörðustíg í Reykjavík þar sem hann skildi hana eftir. Brot allra sakborninganna telst einkum varða við 227. grein hegn- ingarlaganna, þar sem kveðið er á um að refsing fyrir mansal geti verið allt að átta ára fangelsi. Stúlkan krefst 3,8 milljóna króna í miskabætur. Litháarnir voru úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykjaness í gær í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. janúar. Íslendingnum hafði áður verið sleppt. jss@frettabladid.is Útliti mansalsstúlku breytt fyrir Íslandsför Einn Íslendingur og fimm Litháar hafa verið ákærðir fyrir mansal. Stúlka hafi verið neydd til að stunda vændi í Litháen og síðan flutt nauðug hingað í sama tilgangi. Áður var hár stúlkunnar klippt og litað til að falsa skilríki hennar. MANSALSMENN FYRIR DÓMI Litháarnir voru úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykjaness í gær í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. janúar. Íslendingnum hafði áður verið sleppt. ÁRAMÓT Líklegt er að svifryks- mengun verði þó nokkur og muni liggja í loftinu í Reykjavík fram eftir nýársnótt, þar sem búist er við stilltu veðri. Styrkur svifryks er oft yfir mörkum á nýársnótt, og hefur svif- ryk farið nítján sinnum yfir heilsu- verndarmörk á árinu sem er að líða. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri og öndunarfærasjúk- dóma þurfa því að gæta sín um áramótin vegna loftmengunar, að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Einnig er minnt á að fólk beri ábyrgð á því að skila leifum af flugeldum á endur vinnslustöðvar. - þeb Nýársnóttin í borginni: Svifryksmeng- un líklega mikil STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðuneyt- ið braut lög með því að rannsaka ekki til hlítar skýringar fanga á Litla-Hrauni á því að lyfseðils- skyld lyf fundust í klefa hans, að mati umboðsmanns Alþingis. Fanginn kærði til ráðuneytis- ins þá ákvörðun fangelsisyfir- valda að refsa honum fyrir að vera með lyfin, og sagði þau blóð- þynningarlyf sem hann þyrfti vegna hjartaaðgerðar. Ráðuneyt- ið staðfesti með úrskurði niður- stöðu fangelsisyfirvalda. Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til endurskoðunar, óski fanginn eftir því. - bj Umboðsmaður Alþingis: Ráðuneyti skoði á ný mál fanga HEIMSÆKIR VERKSMIÐJU Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, spjallar við starfsmenn bílaverksmiðju í Vladívostok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, opn- aði á þriðjudag verksmiðju í Vladívostok í suðausturhluta Rússlands, þar sem setja á saman bíla frá Kóreu. Að því er fram kemur á frétta- vefnum Ria Novosti var verk- efnið sett af stað fyrir ári eftir að stjórnvöld hækkuðu inn- flutningsgjöld á notuðum bílum. Ákvörðunin vakti reiði í þess- um hluta landsins sem reiðir sig að mestu á innflutning bíla frá Asíu. Fyrsta stig bílasamsetning- arinnar snýst um framleiðslu á um 25.000 SsangYong-jeppling- um á ári. Um mitt næsta ár hefst samsetning á Isuzu-jeppum. For- stjóri verksmiðjunnar hefur sagt að með samsetningu innanlands megi lækka verð á bílum sem áður voru fluttir inn um fimm prósent. - óká Pútín opnar bílaverksmiðju: Setja saman kóreska bíla Tæp 37 þúsund skrifað undir Tæplega 37.000 höfðu um kvöld- matarleytið í gær skrifað undir undirskriftalista InDefence-hópsins á vef hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja Icesave-lögunum staðfestingar, samþykki Alþingi lögin. UNDIRSKRIFTASÖFNUN SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Álfta- ness hefur samþykkt að greiða Sigurði Magnússyni, fyrrverandi bæjarstjóra, biðlaun í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings hans. Aðeins tveir bæjarfulltrú- anna samþykktu þessa tilhögun, einn var á móti en hinir fjórir sátu hjá. Eins og Fréttablaðið hefur skýrt frá ber Sigurði að fá greidd átta mánaða biðlaun samkvæmt ráðn- ingarsamningi hans frá 2006. Bæjar fulltrúar nýs meirihluta sem tók við í haust töldu hins vegar að Sigurður hefði sagt að samningurinn yrði „leiðréttur“ þannig að hann fengi aldrei meira en sex mánaða biðlaun. Sögðust þeir vísa til orða Sigurðar á bæjar- ráðsfundi í janúar á þessu ári. Sigurður vék af fundinum þegar bæjarstjórnin ræddi biðlauna- málið. Tveir af þremur bæjar- fulltrúum Á-listans, samherjar Sigurðar, mótmæltu túlkun meiri- hlutans. „Samningnum var breytt á tímabilinu þannig að sex mánaða biðlaunaréttur gilti ef hann starf- aði út ráðningatímann, en ef hann hætti á ráðningatímanum gilti eldra ákvæði um árlega vaxandi biðlaun,“ segir í bókun þeirra. Þá sögðu umræddir tveir bæjar- fulltrúar að rangt hefði verið farið með laun og starfskjör Sigurðar í fjölmiðlum. Í Fréttablaðinu var sagt frá því 23. desember síðast- liðinn að föst mánaðarlaun bæjar- stjórans þáverandi hefðu numið 800 þúsund krónum. Voru það uppreiknuð laun Sigurðar miðað við þróun launavísitölu eins og samningur hans gerir ráð fyrir. Hvorki Sigurður sjálfur né Pálmi Másson, núverandi bæjarstjóri, hafa svarað fyrirspurnum um starfskjörin. - gar Meirihluti bæjarstjórnar Álftaness sat hjá í biðlaunamáli fyrrverandi bæjarstjóra: Tveir dugðu til samþykktar biðlauna SIGURÐUR MAGNÚSSON Núverandi meirihluti á Álftanesi vildi ekki efna biðlaunaákvæði ráðningarsamnings bæjarstjórans fyrrverandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haraldur, eruð þið ekki að reka landsbyggðinni kinnhest með þessu? „Nei, það get ég ekki ímyndað mér. Hesturinn, hann er jafnt í bæ sem sveit.“ Landssamband hestamannafélaga íhugar nú að halda landsmót hestamanna í höfuðborginni á næsta ári. Haraldur Þór- arinsson er formaður Landssambandsins. KÍNA Verslunarmiðstöð í borginni Shijiazhuang í Kína hefur opnað bílastæðahús með stærri bílastæð- um sem eingöngu er ætlað konum, að því er fram kemur á vef BBC. Bílastæðin í húsinu eru einum metra breiðari en önnur bílastæði við verslunarmiðstöðina, og starfs- menn munu sjá um að beina öku- mönnum inn í bílastæðin. Þá eru skilti og öryggiskerfi sögð „sér- sniðin að þörfum kvenna“. Þá er bílastæðahúsið málað í bleikum og fjólubláum litum, sem forsvarsmenn verslunar- miðstöðvar innar vona að höfði enn frekar til kvenna. - bj Nýjung hjá verslunarmiðstöð: Bílastæðahús fyrir konur Smábátaeigendur gefa sitt Félag smábátaeigenda á Austur- landi ákváð á aðalfundi fyrir jólin að ráðstafa ríflega allri innkomu félagsins árið 2008 til þeirra átta björgunar- sveita sem eru á starfssvæði félags- ins, frá Borgarfirði eystri til Djúpavogs. Vefmiðillinn Austurglugginn segir frá þessu. GJÖF DÝRAVERND Forsvarsmenn hesta- mannafélagsins Andvara hafa miklar áhyggjur af brennu sem til stendur að halda 140 metra frá hesthúsabyggð að Heimsenda í Kópavogi í kvöld. Íhuga þeir nú að fara fram á lögbann á brennuna eftir að óskum þeirra um að stað- setningin verði endurskoðuð hefur ítrekað verið hafnað. „Yfirgangurinn er með ólík- indum,“ segir Pétur A. Maack, formaður Andvara. Þegar hald- in sé brenna svo nálægt hesthús- um sé mikil hætta á að reyk leggi yfir byggðina og hrossin veikist eða að þau fælist af hljóðum og blossum frá flugeldum og hávaða frá brennugestum. Dýrin geti þannig slasast illa. Jafnvel þótt hestamennirnir hafi verið full- vissaðir um að ekki verði kveikt í brennunni ef vindátt verður óhag- stætt sé ljóst að hún geti breyst snarlega. „Við teljum að yfirvöld hafi sýnt af sér verulegt kæruleysi með þessu. Þetta er ótrúlegt tillitsleysi við dýrin og hestamennskuna,“ segir Pétur. Pétur segist frá því á þriðju- dag hafa átt samskipti við alla sem hafi þurft að veita leyfi fyrir brennunni; lögreglu, slökkvilið, bæjaryfirvöld í Kópavogi og heil- brigðiseftirlit. Alls staðar hafi málaleitunum hans verið hafnað með vísan til þess að reglugerðir banni ekki brennuhald svo nærri hesthúsabyggð. - sh Hestamenn áhyggjufullir yfir brennu sem halda á 140 metra frá hesthúsabyggð: Íhuga að biðja um lögbann á brennu NÁLÆGT Á myndinni má sjá hversu nálægt hesthúsunum búið er að hlaða bálköstinn. MYND/PÉTUR A. MAACK SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.