Fréttablaðið - 31.12.2009, Qupperneq 4
4 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141
SVEITARSTJÓRNIR Kristján Svein-
björnsson, bæjafulltrúi minni-
hluta Á-listans á Álftanesi, lagði
til á bæjarstjórnarfundi á þriðju-
dag að auk þess sem rætt yrði við
Garðabæ um sameiningu sveit-
arfélaganna yrði einnig rætt við
Hafnfirðinga og Reykvíkinga.
„Miðað við framgang bæjar-
stjórnar og stjórnsýslu Álfta-
ness síðustu mánuði þá er sú
ein leið fær gagnvart íbúum að
sameina byggðina öðru sveitar-
félagi. Greina þarf mismunandi
kosti þeirra sveitarfélaga sem til
greina koma og kanna hug þeirra
til mögulegrar sameiningar við
Álftanes,“ sagði í greinargerð með
tillögu Kristjáns sem vísað var til
meðferðar hjá bæjarráði. - gar
Bæjarfulltrúi á Álftanesi:
Litið sé til fleiri
en Garðabæjar
Á SKAUTUM Skautasvellið á tjörninni
er opið.
ÚTIVIST Skautasvell hafa verið
opnuð á Reykjavíkurtjörn og
Rauðavatni. Óskir höfðu borist frá
íbúum til Reykjavíkurborgar um
að skautasvell yrðu útbúin.
Reykjavíkurtjörn er frosin um
tíu til tuttugu sentimetra niður, en
borað var til að kanna þykkt íssins
í gær. Á Rauðavatni var í gær skaf-
in braut fyrir hestamenn, frá göng-
um undir Suðurlandsveg og yfir
vatnið til norðurs. - þeb
Útlit fyrir bjart og kalt veður:
Skautasvell í
borginni opnuð LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu stöðvaði kanna-
bisræktun á tveimur stöðum í
Reykjavík í fyrradag. Við húsleit
í íbúð í Breiðholti var lagt hald á
rúmlega 200 kannabisplöntur. Á
sama stað fannst einnig landi og
bruggtæki. Lögreglan gerði jafn-
framt húsleit í annarri íbúð í borg-
inni í gær en í henni fundust um
þrjátíu kannabisplöntur. Þrír voru
handteknir í tengslum við rann-
sókn málanna. Þeir hafa allir játað
aðild sína og eru lausir úr haldi. - jss
Höfuðborgarsvæðið:
Ræktanir, landi
og bruggtæki
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
9°
-1°
-1°
1°
7°
5°
-1°
-1°
21°
5°
24°
7°
25°
-9°
10°
14°
-5°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða
breytileg átt.
LAUGARDAGUR
Hægviðri.
-3
-3
-4
-5
-3
-8
-6
-12
0
-3
-1
2
3
4
4
3
4
3
8
3
3
6
-2
-3
-3 -7
-6
-3
-4
-4 -4
-5
NÝTT ÁR MUN
HEILSA FALLEGA
Þegar kemur fram
á kvöldið verður
orðið stjörnubjart
um nánast allt land
og úrkomulaust, en
austanlands verður
líklega skýjað með
köfl um fram á nótt.
Vindur verður í lág-
marki á landinu og
mun því viðra vel
til fl ugeldaskota.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
Í bréfi lögmannsstofunnar Mishcon
de Reya er fullyrt að ég hafi lagt svo
fyrir sem formaður samninganefnd-
arinnar að ekki mætti sýna utanríkis-
ráðherra Össuri Skarphéðinssyni
hluta af kynningu lögmannsstofunnar
í Icesave málinu þar sem málið væri
of viðkvæmt. Einhverjir hafa kosið að
skilja þetta svo að ég hafi ekki treyst
utanríkisráðherra. Ekkert er fjarri
sannleikanum og bið ég fjárlaga-
nefnd í allri vinsemd að hugleiða
hvaða markmiðum ég hefði náð með
því að leyna mikilvægum gögnum
fyrir utanríkisráðherra. Ég kannast
sem sé ekkert við þá lýsingu á málinu
sem fram kemur í bréfi Mishcon de
Reya 29.12. 2009. Hins vegar lagði
lögmannsstofan sjálf mikla áherslu á
að málið væri viðkvæmt.
YFIRLÝSING SVAVARS
UTANRÍKISMÁL Michael Stubbs,
lögmaður hjá Mishcon de Reya,
segir yfirlýsingu Svavars Gests-
sonar, formanns samninganefnd-
ar Icesave, ekki stangast á við
bréf stofunnar frá því á þriðju-
dag. Í yfirlýsingu sem Stubbs
sendir frá sér í gær, segir hann
að frásögn af fundi frá 26. mars
2009 standi.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Stubbs að upplýsingar stofunn-
ar hafi ekki á neinn hátt kastað
rýrð á trúnað Svavars. Hann hafi
beðið lögfræðingana um að taka
ákveðnar upplýsingar úr minnis-
blaði fyrir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra. „Við sögðum
aldrei að hann hefði leynt þess-
um upplýsingum, við skýrðum
einungis frá því sem hann bað
okkur um að gera.“
Össur upplýsti á þingi í gær
að minnisblaðið hefði verið fyrir
fund með utanríkisráðherra Breta
og upplýsingarnar hefðu ekki
tengst þeim fundi. Hann hefði
ekki verið leyndur upplýsingum.
Spurður hvers vegna gögnin
sem send voru í vikunni hafi
ekki verið að finna í skýrslu
stofunnar, sem afhent var fjár-
málanefnd 22. desember, segir
Stubbs að í skýrslunni hafi stof-
an ráðlagt nefndinni um Icesave-
samninginn. Síðan hafi borist
beiðni um að finna gögn, tengd
málinu, sem ekki hafi verið á
vefnum. Stofan hafi sent yfir
fimmtíu slík skjöl.
En myndi Stubbs samþykkja
Icesave-samninginn? „Ég get
ekki svarað því, en vísa í álit
okkar frá 22. desember.“ - kóp
Mishcon de Reya var beðið um gögn sem ekki voru á vefnum:
Lögmannsstofan stendur við orð sín
ALÞINGI Þinghald var í uppnámi
fram eftir degi í gær vegna bréfa
frá bresku lögmannsstofunni
Mishcon de Reya, sem vann álit
fyrir Alþingi um Icesave. Stjórn-
arandstaða vildi fresta fundi svo
hægt væri að fara yfir gögnin en
stjórnarliðar sögðu engin ný gögn
á ferðinni.
Fjárlaganefnd fundaði í gær-
morgun klukkan átta og þingfund-
ur átti að hefjast klukkan 10.30.
Þingfundi var ítrekað frestað og
hófst ekki fyrr en klukkan 15.
Guðbjartur Hannesson, formað-
ur fjárlaganefndar, steig fyrstur í
ræðustól. Hann gagnrýndi lög-
mannsstofuna og talaði um dapur-
legan framgangsmáta. Gefið hefði
verið í skyn á þriðjudag að mikil-
væg gögn væru á leiðinni. Í ljós
hefði komið að stofan hefði engin
sérstök gögn í huga, en hefði boðist
til að fara aftur yfir öll gögn sín.
Slíkt væri ekki boðlegt, enda hefði
stofan nýverið skilað af sér ítar-
legri skýrslu um málið byggðri á
gögnum sínum. Því hefði hann slit-
ið fundi fjárlaganefndar.
Guðbjartur sagði ekkert nýju
skjalanna hafa komið frá stofunni
sjálfri. Um þriðja aðila gögn væri
að ræða sem þingmenn hefðu flest
séð áður. „Þessi frágangsmáti er
með þvílíkum ólíkindum,“ sagði
Guðbjartur.
Undir þetta tók Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra og sagði
ljóst að ef breska stofan hefði yfir
mikilvægum gögnum að ráða hefði
hún byggt á þeim í skýrslu sinni.
Stjórnarandstæðingar voru
mjög ósáttir við vinnubrögðin,
enda væru gögn enn að berast frá
stofunni. Fráleitt væri að gera þeim
að taka afstöðu til málsins án þess
að lesa þau gögn. Pétur H. Blöndal
hvatti til utandagskrár umræðu um
málið, enda hefðu gögn komið fram
eftir að sumir þingmenn kláruðu
ræðutíma sinn.
Birgir Ármannsson sakaði ríkis-
stjórnina um gerræði og Eygló
Harðardóttir velti því upp hvort
ekki væri kominn tími til að kæra
núverandi ráðherra fyrir lands-
dómi.
Bréfin héldu áfram að berast
þar til Höskuldur Þórhallsson upp-
lýsti að stofan hefði tilkynnt að for-
seti Alþingis hefði afþakkað fleiri
skjöl. Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir forseti sagði í samtali við
Fréttablaðið að hún hefði gert
það í sparnaðarskyni. Fjárlaga-
nefnd ætlaði ekki að fjalla meira
um málið og því væri tilgangs-
laust að fá fleiri skjöl. Því hefði
hún afþakkað dýra vinnu.
kolbeinn@frettabladid.is
Deilt um bréf bresku
lögmannsstofunnar
Þinghald var í uppnámi í gær vegna bréfa breskrar lögmannsstofu. Fundum var ít-
rekað frestað. Þungar hnútur gengu úr ræðustól. Forseti Alþingis afþakkaði fleiri
tölvubréf að utan. Dapurlegur framgangsmáti, sagði formaður fjárlaganefndar.
BRÉFIN SKOÐUÐ Fram eftir degi bárust tölvubréf frá bresku lögfræðistofunni.
Stjórnarandstaðan vildi fresta fundi svo hægt væri að fara yfir gögnin, en stjórnarliðar
sögðu engin ný gögn á ferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GRIKKLAND, AP Öflug sprengja
sprakk fyrir utan skrifstofur
tryggingafélagsins Ethniki Ins-
urance í miðborg Aþenu í Grikk-
landi síðla dags á sunnudag.
Skrifstofur tryggingafélags-
ins skemmdust nokkuð, en enginn
meiddist. Þær eru þó við hliðina
á opnu kvikmyndahúsi við anna-
sama götu. Lögregla segir að
hringt hafi verið á dagblað í borg-
inni og varað við sprengingunni.
Enginn hefur lýst ábyrgð á
sprengjunni, en öfgahópar á
vinstri væng grískra stjórnmála
hafa á árinu sótt í sig veðrið með
sprengju- og skotárásum, meðal
annars á banka, sjónvarpsstöðvar
og kauphöllina í Aþenu. - óká
Sprengjuárás í Aþenu:
Hús skemmdist
en fólk slapp
SPRENGJUSVEIT AÐ STÖRFUM Meðlimir
baráttusveitar Grikkja gegn hryðju-
verkum leita sprengjubrota síðdegis á
sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 30.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
233,2485
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,40 126,00
198,90 199,86
179,98 180,98
24,182 24,324
21,594 21,722
17,432 17,534
1,3602 1,3682
195,97 197,13
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR