Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 24
24 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR Nokkur augnablik í lífi þjóðar VONT – EN BARA Í SMÁSTUND Svínaflensan kom til landsins á árinu, nokkru áður en bóluefnið barst. Fyrstir til að fá bólusetningu gegn flensunni slæmu voru heilbrigðis- starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍKIÐ, VÍKIÐ Forsætisráðherra átti í miklu basli með að komast frá vinnustað sínum, Stjórnarráðinu, einn janúardaginn þegar Ísland var svo gott sem í hers höndum. Tugir lögreglumanna bægðu æstum múgnum frá svo að ráðherrann kæmist leiðar sinnar. Þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir að ráðherrabíllinn fengi yfir sig svolítið af eggjum og súrmjólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMHALD Á SÍÐU 24 Árið 2009 er sögulegt og verður skráð sem slíkt í þar til gerðar bækur. Ársins verður minnst fyrir óeirðir í Reykjavík, umrót í pólitíkinni og Icesave- endaleysuna auk margs annars. Sjá má bæði frið og ófrið á myndunum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins völdu til að sýna nokkur af augnablikum ársins. Sársauki og örvænting eru þarna líka. Við sjáum hér sjö af þeim rúmlega fimm þúsund myndum sem birtust í blaðinu á árinu. HETJUDÁÐ Á annan tug hesta og knapa pompuðu niður í ískalda Reykjavíkurtjörnina í febrúar. Riðu þeir yfir ísinn til að kynna mótshald í hestaíþróttum. Brast hann, öllum að óvörum. Fjölni Þorgeirssyni, blaðamanni Hestafrétta, leist ekki á fyrstu björgunar- aðgerðir og skellti sér niður í vökina. Tyllti hann hófum hrossanna á lær sér svo þau fengju viðspyrnu og gætu spyrnt sér upp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á VELLINUM Stuðningsmenn Breiðabliks öskruðu sína menn til sigurs í bikarúrslita- leik karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í haust. Blikar lögðu Framara að velli eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni og héldu heim í Kópavoginn með fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.