Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 24
24 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR Nokkur augnablik í lífi þjóðar VONT – EN BARA Í SMÁSTUND Svínaflensan kom til landsins á árinu, nokkru áður en bóluefnið barst. Fyrstir til að fá bólusetningu gegn flensunni slæmu voru heilbrigðis- starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍKIÐ, VÍKIÐ Forsætisráðherra átti í miklu basli með að komast frá vinnustað sínum, Stjórnarráðinu, einn janúardaginn þegar Ísland var svo gott sem í hers höndum. Tugir lögreglumanna bægðu æstum múgnum frá svo að ráðherrann kæmist leiðar sinnar. Þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir að ráðherrabíllinn fengi yfir sig svolítið af eggjum og súrmjólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMHALD Á SÍÐU 24 Árið 2009 er sögulegt og verður skráð sem slíkt í þar til gerðar bækur. Ársins verður minnst fyrir óeirðir í Reykjavík, umrót í pólitíkinni og Icesave- endaleysuna auk margs annars. Sjá má bæði frið og ófrið á myndunum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins völdu til að sýna nokkur af augnablikum ársins. Sársauki og örvænting eru þarna líka. Við sjáum hér sjö af þeim rúmlega fimm þúsund myndum sem birtust í blaðinu á árinu. HETJUDÁÐ Á annan tug hesta og knapa pompuðu niður í ískalda Reykjavíkurtjörnina í febrúar. Riðu þeir yfir ísinn til að kynna mótshald í hestaíþróttum. Brast hann, öllum að óvörum. Fjölni Þorgeirssyni, blaðamanni Hestafrétta, leist ekki á fyrstu björgunar- aðgerðir og skellti sér niður í vökina. Tyllti hann hófum hrossanna á lær sér svo þau fengju viðspyrnu og gætu spyrnt sér upp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á VELLINUM Stuðningsmenn Breiðabliks öskruðu sína menn til sigurs í bikarúrslita- leik karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í haust. Blikar lögðu Framara að velli eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni og héldu heim í Kópavoginn með fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.