Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 26

Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 26
26 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR GÓÐUR GESTUR Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, heimsótti Ísland á árinu. Fjölmenni var við þær opnu athafnir sem hann kom fram á og nokkrir stjórnmálamenn hittu hann á einkafundum. Þeir sátu þá fundi sem einstaklingar, ekki stjórnmálamenn, til að styggja ekki Kínverja. „Þeir sem hugsa eingöngu um peninga og aftur peninga, og völd og aftur völd, ættu að hlúa betur að sínum innri gildum,“ sagði Dalai Lama meðal annars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ELDUR Á AUSTURVELLI Ófremdarástand ríkti í miðborginni marga daga í röð í byrjun árs þegar fjöldi fólks krafðist afsagnar ríkisstjórnarinnar og aðgerða sér til handa í kjölfar falls bankanna og tilheyrandi erfiðleika. Mótmælunum linnti þegar ljóst varð að ný ríkisstjórn var í spilunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÚIÐ SPIL Hótel Valhöll á Þingvöllum brann til kaldra kola í sumar. Stuttu fyrir brunann hafði nýr hótel- haldari tekið yfir reksturinn og varið peningum og tíma í að koma hótelinu í gott lag. Tyrft var yfir bruna- rústirnar og eru litlar líkur á að nýtt hótel verði reist á sama stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞITT ER MITT Hópur fólks hreiðraði um sig í yfirgefnu húsi við Vatnsstíg í Reykjavík í apríl. Taldi það sig í fullum rétti til að hafast þar við enda væri nýtingarréttur eignarréttinum yfirsterkari. Húseigandinn var á öðru máli og morguninn eftir réðist lögregla til atlögu og rýmdi húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.