Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 27
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
ÁRAMÓTABRENNUR í Reykjavík verða ellefu
þetta árið. Stærstu brennurnar verða við Ægisíðu, á
Geirsnefi, í Gufunesi og Fylkisbrennan við Rauðavatn.
Kveikt verður í þeim klukkan hálf níu í kvöld.
„Ég fæ reglulegar fréttir af álfun-
um og þeir gerðu sér dagamun um
jólin en nú eru fardagar hjá þeim.
Um áramótin flytjast margir álfar
búferlum. Fæstir þeirra búa reynd-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Þeim líka
ekki mannabyggðir, orkusvæðið
þar er svo mettað orkubylgjum af
ofnotkun raftækja eins og farsíma,
tölva, sjónvarpa og fleiri raftækja
sem eyðileggja náttúruna. Þeir
skynja orkuna svo vel, líka hugar-
orkuna og þar er nú allt í steik.
En hvernig líst álfum á áramót-
in? „Þeim finnst skotgleðin fram
úr hófi og hávaðinn mikill. Það er
dálítið hamagangur þegar þeir eru
að flytja á gamlárskvöld.“ Magnús
segist sjálfur ekki hafa séð álfa en
ekki sé laust við að hann finni fyrir
þeim. „Ég hef hins vegar talað við
hundruð Íslendinga og útlendinga
sem hafa séð þá. Álfar eru góðar
vættir og Íslendingar eru án efa sú
þjóð í Evrópu sem ber hvað mesta
virðingu fyrir þeim.
Magnús er einnig stofnandi og
forseti Músavinafélagsins. „Við
erum nú 32 í félaginu en þess má
geta að Matthías Johannessen skáld
samdi þjóðsöng Músavina félagsins.
„Nú eru harðir dagar fyrir mýsnar
og engin hátíð. Flestar láta þær
lífið á haustin og veturna en þær
sem hafa það af tímgast hratt og
lifa skemmtilegu lífi á vorin og
sumrin.“
En hvernig kom það til að þú
varðst forseti Músavinafélags-
ins? „Það eru nú áratugir síðan,“
segir Magnús og brosir. „Ég var að
vinna sem vaktmaður í stóru vöru-
húsi. Stundum, þegar komu send-
ingar að utan, höfðu nokkrar mýs
farið í ferðalagið með þeim og það
var eins og menn yrðu trítilóðir
þegar þær komu til Íslands, voru
með skóflurnar á lofti og notuðu
flestar mögulegar aðferðir við að
drepa þær. Ég rakst á mannúðar-
legar músagildrur í dýraverndunar-
blaði árið 1975, pantaði nokkrar
auk þess sem ég gerði samning við
vinnuveitandann um að fæða þær
þar til vetrinum lyki. Það var þá
sem ég stofnaði Músavinafélagið en
um vorið sleppti ég síðan músunum
uppi í Heiðmörk. Mig dreymir um
að stofna Músahótel Magnúsar en
það er enginn skilningur á því þar
sem ég bý í fjölbýli að fá að vera
með 100-200 mýs í kompunni.“
unnur@frettabladid.is
Álfarnir flytja áramót
Magnús Skarphéðinsson er maður ekki einhamur og á sér mörg áhugamál. Auk sálarrannsókna er hann
í góðu sambandi við álfa og hlynnir að músum, enda stofnandi og forseti Músavinafélagsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Magnús Skarphéðinsson
segir álfana alltaf flytja
burt úr þéttbýlinu rétt á
undan mönnunum.
www.elin.is
Bæjarhrauni 2 Hfj.
Sími: 696 4419
Rope Yoga
Námskeið hefjast 4. janúar