Fréttablaðið - 31.12.2009, Qupperneq 32
28 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 1696 í stjórnar-
tíð Vilhjálms þriðja Englandskon-
ungs var komið á svokölluðum
gluggaskatti. Skatturinn var fé-
lagslegs eðlis þar sem hann tók
mið af ríkidæmi skattgreiðand-
ans. Grunnskattur fasteignar voru
tveir skildingar. Fjórir skildingar
skyldu greiðast fyrir tíu til tuttugu
glugga en átta skildingar fyrir
hús með fleiri glugga en tuttugu.
Yfirleitt kom það í hlut ábúandans
að greiða skattinn en ekki eig-
andans. Gluggaskatturinn leiddi
til þess að margir múruðu upp í
gluggana, færri gluggar voru settir
í nýbyggingar en hitt var líka til að
mjög efnað fólk byggði hús með
eins mörgum gluggum og hægt
var til að sýna ríkidæmi sitt um-
fram þá meðalríku. Almennt var
skatturinn óvinsæll hjá alþýðu
manna og litið á hann sem skatt-
lagningu lofts og ljóss, sömuleið-
is voru skilgreiningar á gluggum
víðar svo eftirlitsmenn gátu skil-
greint alls konar holur og göt sem
glugga. Enn í dag má sjá byrgða
glugga víðs vegar um England
og líka í Skotlandi og Frakklandi
þar sem álíka skattar voru tekn-
ir upp. Tekjur enska þjóðarbúsins
af skattinum voru umtalsverðar
allt fram til ársins 1851 þegar fall-
ið var frá skattinum.
ÞETTA GERÐIST: 31. DESEMBER 1696
Gluggaskatti komið á í Englandi
GLUGGASKATTUR Byrgt upp í
glugga.
Hrönn Friðriksdóttir er spámiðill með
aðsetur í skrifstofuhúsnæði við Súða-
vog. Á kontórnum hennar er rökkvað,
fígúrur í hillum og fjölbreyttar myndir
á veggjum. Yfir mitt skrifborðið liggja
orkusteinar sem mynda eins konar
vegg milli blaðamanns og miðilsins
sem ætlar að spá fyrir íslensku þjóð-
inni á komandi ári.
„Sem betur fer þá finnst mér að
landinn sé aðeins að komast upp úr
kreppunni þótt við séum efnahagslega
ekki alveg á leiðinni upp. Ég hef ekki
áhyggjur af þjóðarsálinni sem slíkri,“
segir Hrönn án þess að reyna að vera
dularfull í röddinni. „Mér finnst fólk
vera orðið svo raunsætt og gera sér
grein fyrir hverju við eigum von á.
Það er lítið sem á eftir að koma okkur
á óvart, hið mesta er komið í ljós. Mér
finnst barátta í fólki.“
Spurð um gengi krónunnar æjar
Hrönn tvisvar og segir það lítið lag-
ast á árinu. „Í peningamálum er ólgu-
sjór fram undan. Eitt stórt sjávarút-
vegsfyrirtæki mun lenda í miklum
hremmingum en smábátaútgerð eflist
og mun ganga vel á næstu árum. Eitt-
hvað á eftir að springa í febrúar, eitt-
hvað kemur upp á yfirborðið sem mun
hafa afleiðingar.“ Um stjórnmál segir
Hrönn að stjórnin muni ekki halda velli
og gerist það bráðlega. Núverandi vald-
hafar muni hverfa frá og nýir leiðtogar
sjást í flestum flokkum. „Veistu, það er
verið að sýna mér ungan mann sem er
í Samfylkingunni sem á eftir að láta
mikið að sér kveða í framtíðinni, það
geta verið tvö ár áður en hann kemst í
fremstu víglínu. En hann á eftir að láta
mikið að sér kveða, sá drengur,“ segir
Hrönn og kinkar kolli lítillega.
Ferðaiðnaður á eftir að aukast mikið.
Hekla lætur á sér kræla eftir eitt til
eitt og hálft ár. Hrönn sér ekki mikið
um jarðskjálfta. Þegar eldsumbrot
verða, verða þau á tveimur stöðum með
stuttu millibili. Umferðin mun ganga
ágætlega á næsta ári. „Enda finnst mér
landinn aðeins vera farinn að hægja
á sér. Tímarit og svoleiðis eiga eftir
að dala mikið og Morgunblaðið er nú
alveg á hraðri niðurleið. Það eiga eftir
að verða töluverðar breytingar þar inn-
andyra,“ segir Hrönn. Engin gósentíð
verður í virkjanaframkvæmdum hér á
landi næstu tíu árin. Álverið í Helgu-
vík mun rísa, en framkvæmdirnar
verða tafsamar.
Hrönn svarar yfirleitt ekki spurn-
ingum um slys en gerir undantekn-
ingu. „Þegar ég stokkaði í spilunum
áðan, þá var verið að segja mér, að það
verður sjóslys og ég á víst að segja
það. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að
segja svoleiðis. Það verður einhverjum
bjargað en ekki öllum. Mér finnst þetta
vera fiskiskip,“ segir Hrönn treglega
og skiptir um spádómsefni: „Snjórinn
er kominn og hann á eftir að haldast
nokkuð í vetur, en samt engin brjál-
uð veður. Mér finnst vorið ekki koma
neitt snemma en mér finnst það gott
og sumarið er ágætt þegar það kemur.
Mér finnst sumarið verða Íslendingum
gott svona almennt, það er bjart. Það er
það,“ segir Hrönn.
Hrönn telur að atvinnumálin muni
ekki hífast almennilega upp fyrr en
eftir tvö til þrjú ár. Hún sér ekki þann
mikla fólksflótta sem margir tala um.
„Ég held að meirihluti af því fólki sem
ætlar sér úr landi sé farið eða sé að
fara. En ég sé ekki fram á stórkostlega
fækkun hér á landi, nei. Nei, alls ekki.
Mér sýnist þjóðin ætla að halda áfram
að vera dugleg að eiga börn. Og þegar
við erum komin þrjú ár fram í tím-
ann þá förum við ofboðslega hratt upp
aftur, við gerum það, það eiga eftir að
koma góðir tímar aftur. Ég vona bara
að það verði ekki svona græðgistímar
eins og voru,“ segir Hrönn og um leið
skilur blaðamaður að spákonan hefur
talað. niels@frettabladid.is
HRÖNN FRIÐRIKSDÓTTIR: SKYGGNIST TIL ÁRSINS 2010 FYRIR HÖND ÞJÓÐARINNAR
Ekki áhyggjur af þjóðarsálinni
SPÁÐ Í FRAMTÍÐINA Hrönn hefur kristalkúlu sér til halds og trausts þótt hún treysti á margt
annað til forspáa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Öll þurfum við dagatal til þess að
fylgjast með tímanum og um áramót-
in eru þau fjölmörg sem koma út. Það
er gaman að segja frá dagatali Eim-
skipafélagsins sem hefur nú komið út
í 81 ár og hefur verið prentað á hverju
ári fyrir utan tvö ár. Hið fyrra var í
lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar
skortur hamlaði útgáfunni en reynd-
ar er ekki vitað um ástæðuna í seinna
skiptið, sem var á sjöunda áratugn-
um. Frá stofnun Eimskipa hefur daga-
talið verið unnið af metnaði og fyrir-
tækið sent hluthöfum sínum eintak af
dagatalinu en hin síðustu ár hefur al-
menningi gefist kostur á að nálgast
dagatalið á skrifstofum félagsins um
land allt. Oft er mikið lagt í dagatalið
og í ár er þemað sérstaklega skemmti-
legt. Að þessu sinni prýða það ljós-
myndir af eyjum við strendur Íslands
en ljósmyndari er Lárus Karl Ingason
og þurfti ýmsar kúnstir, meðal annars
flugvélar og þyrlur, til þess að ná bestu
myndunum.
- uhj
Klassískt dagatal Eimskips
EYJAN ELDEY Dagatal Eimskipafélagsins prýða
eyjur kringum landið.
ALEX FERGUSON ER
68 ÁRA Í DAG.
„Ég man þegar ég sá hann
fyrst. Hann var þrettán ára
og skeiðaði um völlinn eins
og cocker spaniel að elta
snifsi af silfruðum pappír
sem fýkur í vindinum.“ (um
Ryan Giggs)
Skoski knattspyrnustjórinn Al-
exander Chapman Ferguson,
eða Alex Ferguson eins og
hann er þekktur, hefur verið
stjóri hjá Manchester United í
tuttugu og þrjú ár.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
Ernu Matthíasdóttur
Mánatúni 4.
Loftur Þorsteinsson
Þorsteinn Loftsson Hanna Lilja Guðleifsdóttir
Matthías Loftsson Kolbrún Þorsteinsdóttir
Ingibjörg Loftsdóttir Trausti Sigurjónsson
Páll Loftsson Anna Pála Vignisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar kæra,
Soffía Theodórsdóttir
Ljósvallagötu 20,
lést á Landakoti 23. desember og fer útför hennar fram
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 15.00.
Systkin og frændsystkin.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
Jón Kr. Sigurðsson
húsgagnasmiður, Stífluseli 6,
lést þann 23. desember síðastliðinn á Landspítalanum.
Hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju
þann 5. janúar kl. 11.
Margrét Viðarsdóttir
Berglind Jónsdóttir Vilhjálmur Óli Valsson
Guðný Jónsdóttir
afabörn
Óskar Ágúst Sigurðsson Karin McQuillan
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
María Ólína
Kristinsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
lést á jóladag á Landspítalanum í Fossvogi.
Gunnlaugur K. Hreiðarsson Kolbrún Guðmundsdóttir
Helgi Már Hreiðarsson Guðrún Ólöf Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
MERKISATBURÐIR
1492 100.000 gyðingar eru
reknir frá Sikiley.
1783 Bann við innflutningi
á svörtum þrælum til
Norður ríkjanna í Norður-
Ameríku tekur gildi.
1879 Edison sýnir glóperu opin-
berlega í fyrsta skipti.
1935 Charles Darrow fær
einkaleyfi fyrir borðspilinu
Monopoly.
1949 Gamlárskvöld í Reykja-
vík er rólegra en það
hefur nokkurn tímann
verið. Líklega vegna þess
að áramótabrennur voru
skipulagðar víðs vegar um
bæinn.
1958 Einvaldur Kúbu, Batista,
flýr land.
1965 Ólafur Thors, fyrrverandi
forsætisráðherra, andast,
72 ára.