Fréttablaðið - 31.12.2009, Side 38
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggva-
dóttur
Í kvöld munu margir strengja heit. Það er hefð fyrir því um áramót. Heitin geta
verið af ýmsum toga og eins misjöfn og
við erum mörg. Flest snúast þau þó um
að bæta okkur á einhvern hátt og verða
betra fólk, hvort sem það er í léttvægum
málum eins og mataræðinu eða í alvar-
legri hlutum eins og gjörðum okkar gagn-
vart öðrum. Þessi árstími er örugglega sá
þegar flest fólk er gott í einu. Svo bráir
gjarnan af okkur í góðverkagleðinni eftir
morgundaginn.
ÞÓ er til fólk sem bindur góðverkin ekki
aðeins við áramót. Það er gott allan ársins
hring og þótt það geri kannski ekki góð-
verk á hverjum einasta degi eru góð-
verkin sem það gerir af þeirri stærðar-
gráðu að þau jafnast á við óteljandi
lítil. Þetta fólk er að finna í sérstökum
sveitum, hjálparsveitum.
HJÁLPARSVEITIRNAR þekkjum
við öll. Þær eru reglulega í
fréttum, sérstaklega yfir
vetrar tímann, þegar þær
finna týnda og sækja strand-
aða glópa upp um fjöll og
firnindi og stöku túrista af
jökli yfir sumartímann. Sveit-
irnar eru sjálfsagður hluti af
okkar daglega lífi og við hugsum
ekkert endilega um þær lon og
don, göngum bara að þeim sem gefnum.
Enda kæmumst við ekki af án þeirra hér á
Íslandi þar sem veðráttan er slík að varla
er hundi út sigandi marga daga á ári.
ÞRÁTT fyrir það eru hjálparsveitirnar
ekki ríkisstofnun sem haldið er úti vegna
válegra aðstæðna sem eru staðreynd hér á
landi í veðri og færð. Það er ekki gert ráð
fyrir þeim í fjárlögum. Fólkið í sveitunum
er ekki með áhættuþóknun ofan á rífleg
laun fyrir að vera ávallt viðbúið allan
sólarhringinn og hika ekki við að leggja
sjálft sig í hættu til að bjarga öðrum. Það
fær engin laun.
VIÐ hin ættum að taka þetta fólk okkur til
fyrirmyndar, sérstaklega í dag þegar við
erum svona meyr og móttækileg fyrir því
að láta gott af okkur leiða. Flest okkar eru
kannski ekki fær um að framkvæma svo
mögnuð góðverk upp á eigin spýtur, en þá
ber að hafa í huga að margt smátt gerir
eitt stórt.
FLUGELDASALAN um hver áramót er
aðalfjáröflunarleið hjálparsveitanna til að
halda starfi sínu gangandi og við getum
lagt okkar að mörkum. Margföldunar-
áhrifin af þeirri litlu framkvæmd að
kaupa flugelda af hjálparsveitunum skila
sér í óteljandi góðverkum af ómetanlegri
stærð.
Margfalt góðverk
40 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Uppgjörið
Námið
hefur
sinn
gang.
Þú ert á eftir.
Osta popps-
skipu lagið?
Í alvörunni?
Konan
mín
skilur
mig
ekki?
Ókei? Slá hann í
bakið, bara svona
létt en þó með
smá þunga
Úff, það verður ekkert
smá heitt í dag.
„über“-
bermúda-
buxur.
Ég tek þessu
sem hrósi.
Ekki
pæla í
þessu.
Geturðu
gert
þetta?
En
hvað
með
þetta?
Má ég
nota
símann?
Tinni, við verðum
að setja okkur ný
markmið.
Góð
húsráð
Prump,
prump,
prump
Prump,
prump,
prump