Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 54

Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 54
50 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. kyrr, 6. guð, 8. slagbrandur, 9. púka, 11. á fæti, 12. varkárni, 14. reika, 16. halló, 17. dýrahljóð, 18. til viðbótar, 20. snæddi, 21. faðmur. LÓÐRÉTT 1. þrákelkni, 3. þys, 4. garðplöntu- tegund, 5. til sauma, 7. arðsjúga, 10. temja, 13. keraldi, 15. arða, 16. er með, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. ra, 8. slá, 9. ára, 11. il, 12. aðgát, 14. ramba, 16. hæ, 17. urr, 18. enn, 20. át, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. þráa, 3. ys, 4. glitbrá, 5. nál, 7. arðræna, 10. aga, 13. ámu, 15. arta, 16. hef, 19. nn. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Þeir verða níu talsins. 2 Matti Vanhanen. 3 Manouchehr Mottaki. „Það er hægt að fá sér góðan vindil allt frá 500 krón- um stykkið upp í 4.000 krónur,“ segir Kári Kjartans- son, starfsmaður tóbaksverslunarinnar Bjarkar. Vindlareykingamenn flykkjast nú í búðina fyrir gamlárskvöld þrátt fyrir hækkandi verð á vindlum. „Bæði tóbaksskattur hefur hækkað og gengið hefur fallið. Þetta hefur mikil áhrif. En við reynum að koma til móts við fólk og hafa verðið temmilegt.“ Lítið er um að dýrustu vindlarnir seljist en þeir eru flestir frá Kúbu, Dóminíska lýðveldinu og Hond- úras. Vindlarnir á um 500 krónur eru vinsælli, nokk- urs konar kreppuvindlar. „Þeir eru betri fyrir pyngj- una hjá sumum. Það er um að gera að geta boðið allan skalann í þessu,“ segir Kári. Hann bætir við að hefðbundnar pípur hafi aukist í vinsældum að undanförnu sem og arabískar vatns- pípur. „Það er svolítið sótt í tóbakið í þær til að eiga fyrir áramótapartíin. Þetta er í alls kyns bragðteg- undum, epla-, jarðarberja- og myntubragð. Þetta er gripur sem margir reykja úr. Menn eru að ræða heimsmálin og róa sig niður með góðri vatnspípu.“ Vasapelar hafa einnig notið aukinna vinsælda. „Það er orðinn dýr dropinn á klúbbunum. Það er gott að geta yljað sér aðeins á röltinu,“ segir Kári.“ - fb Kreppuvindlar og vatnspípur PÍPUR OG VINDLAR VINSÆLIR Sölvi Óskarsson, eigandi Bjarkar, og Kári Kjartansson hafa í nógu að snúast þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég var að spila spilið á jóladag og ég get sagt þér, að það var ekki mikil hamingja á bænum,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í spurningaspilinu Spurt að leikslokum er spurt um mann sem var atvinnumaður í snóker að eigin sögn og komst í fréttir fyrir frækið björgunarafrek, sem rataði í fréttir víða um heim. Svarið er að sjálfsögðu Fjölnir Þorgeirs- son, en hann gerir athugasemd við orðalagið. „Ég hélt að í spurningaspilum ætti að spyrja um staðreyndir,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið atvinnumaður í snóker í fjögur ár, eða þangað til hann varð að hætta vegna axlar- meiðsla. Fjölnir hafði samband við höfunda spurning- anna, lét óánægju sína í ljós og fékk frá þeim afsökunarbeiðni. „Þetta eru bara litlir töffarar – hvolpar með hundalæti. Eða hundar með hvolpalæti. Bara kjánar,“ segir Fjölnir. „Þeir eru búnir að breyta framleiðslunni.“ Ölvir Gíslason, annar höfunda spilsins, stað- festir að athugasemdir hafi borist frá Fjölni og segir að í næstu útgáfu verði þær teknar til greina, ásamt öðrum athugasemdum. Fjölnir virðist hafa verið höfundum spilsins hugleikinn þar sem honum bregð- ur fyrir í einni spurningu í viðbót. Þar er spurt um órjúfanleg tengsl milli frétta- síðunnar Hestafréttir.is, sem Fjölnir ritstýrir, og kryddpíunnar Mel B, en hann átti í frægu ástarsam- bandi við hana fyrir nokkrum árum. Fjölnir tekur spurning- unni létt og segist ekki kippa sér upp við hana. „Æi, það eru svo margir gæjar sem eru afbrýði- samir vegna þess að kallinn er flottari en þeir,“ segir Fjölnir. „Það er bara þeirra feill að vera ekki duglegri í ræktinni.“ - afb Fjölnir skotspónn gríns í spurningaspili „Ha, vann ég? Það hefur þá ekki verið gáfulegt lið í dómnefndinni.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Péturs Jóhanns Sigfússonar við þeim tíð- indum að hann hafi verið kosinn maður ársins í skemmtanabrans- anum í könnun sem Fréttablaðið gekkst fyrir. Átján manns, eins og hópurinn í knattspyrnuliði, voru til- nefnd af ritstjórn Fréttablaðsins en allt var þetta fólk sem var áberandi í dægurmenningunni á árinu sem var að líða. Pétur Jóhann var gríðarlega áberandi á árinu. Auk þess að túlka erkiaulann Ólaf Ragnar, talar hann fyrir Essasú froskinn, var með ein- leik um sannleikann og lék í sjón- varpsþáttaröðinni Stóra planið. „Auðvitað er þetta ánægjulegt,“ segir hann. „Maður fer fullur sjálfs- trausts inn í nýtt ár. Það hlýtur nú samt að fara að detta inn að fólk fái nóg af manni. Ég held samt ótrauð- ur áfram. Eins lengi og einhver nennir að fylgjast með því sem ég er að gera. Ég á líka eftir að gefa út plötu. Það yrði eitthvað hressilegt fyrir alla fjölskylduna sem hentaði vel í útilegum.“ Um Pétur Jóhann voru þessi orð meðal annars látin falla í könnuninni: „Hann fékk fólk til að brosa og hlæja í kreppunni. Ólafur Ragnar er uppáhalds auli Íslands!“ og „maður fyrirgefur honum þetta Essasú-skrímsli fyrir snilldina í karaktersköpun í hlut- verki Ólafs Ragnars“. Segja má að aðstandendur Vakt- anna hafi verið í sérflokki í þessari könnun því Ragnar Bragason leik- stjóri og Jón Gnarr komu næstir Pétri að stigum. Um þá var meðal annars sagt: „Ragnar Bragason lokaði best heppnuðu íslensku sjón- varpsseríunni hingað til með fínni kvikmynd,“ og „Jón Gnarr sýndi í Bjarnfreðarsyni að hann er ekki bara trúðurinn heldur stórleikari.“ drgunni@frettabladid.is PÉTUR JÓHANN: MAÐUR ÁRSINS Í SKEMMTANABRANSANUM FÉKK FÓLK TIL AÐ HLÆJA YFIRBURÐIR Pétur Jóhann Sigfússon er maður ársins í íslenska skemmtanabransan- um, en félagar hans í Vaktinni, Ragn- ar Bragason og Jón Gnarr komu fast á hæla hans í könnun Fréttablaðsins. Ásdís Rán, Ragnar Kjartansson og Emilíana Torrini skoruðu einnig hátt. Addi Knútsson, Arnar Eggert Thoroddsen, Berglind Hasler, Bergur Ebbi Benediktsson, Bobby Breiðholt, Davíð Stefánsson, Diljá Ámundadóttir, DJ Margeir, Einar Bárðarson, Eiríkur Jónsson, Erpur Eyvindarson, Felix Bergsson, Freyr Eyjólfsson, Halli Civelek, Hannes Friðbjarnarson, Haukur Már Helgason, Haukur S. Magnússon, Huldar Breiðfjörð, Jens Guð, Katrín Atladóttir, Oddný Sturludóttir, Sig- rún Ósk Kristjánsdóttir og Þorbjörg Marínósdóttir. ÁLITSGJAFAR Ásdís Rán – „Hún gaf þjóðinni á kjaftinn með því að vera hún sjálf.“ Emilíana Torrini – „Hefur siglt hægt en örugglega upp á stjörnuhimininn og er orðin að þekktu nafni í hinum alþjóðlega tónlistarheimi.“ Ragnar Kjartansson – „Hann hefur lengi verið í forgrunni íslenskrar dægur- menningar.“ Aðrir tilnefndir: Bubbi Morthens, Jóhanna Guðrún, E-label-hönnunar- teymið, Lay Low, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Hall, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sigríður Thorlacius, Baltasar Kormákur, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. ÞESSI VORU TILNEFND SPURT ER UM MANN Fjölnir var ósáttur við spurningu í Spurt að leikslokum. Höfundarnir Ölvir Gíslason og Steinþór Steingrímsson báðu Fjölni afsökunar. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Í vinnunni hlusta ég á ómþýðar raddir samstarfsfélaga minna. Annars hlusta ég á morgunþátt- inn Zúúber á leiðinni í vinnu og á leiðinni heim er það útvarps- þátturinn Harmageddon.“ Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Athafnamennirnir Andr- és Pétur Rúnarsson og Sveinn Eyland halda sinn árlega nýársfagn- að á Hótel Borg annað kvöld. Upphaflega átti partíið að vera í Turninum í Kópavogi en stað- setn- ingunni var breytt á síðustu stundu. Eins og venjan er verða gestirnir ekki af lakara taginu. Á meðal þeirra verða fótboltakappinn Eiður Smári Guð- johnsen, Svava Johansen í 17 og fagurkerinn Nadia Banine. Bryndís Ásmundsdóttir verður veislustjóri auk þess sem Helgi Björnsson mun stíga á stokk. Og það eru fleiri nýárs- partí í burðarliðunum því sjálfstæðismenn- irnir Gísli Marteinn Baldursson og Sig- urður Kári Kristjáns- son hafa verið í broddi fylkingar veglegs nýárspartís víðfrægs vinahóp- ar þeirra. Meðal þeirra eru leikarinn Rúnar Freyr Gíslason svo ein- hverjir séu nefndir. Hópurinn hefur ákveðið að sameinast leikhópnum Vesturporti sem einnig hefur fagnað nýju ári saman og verður veislan, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í Iðu-húsinu. Og af gefnu tilefni er rétt að taka fram að aðdáendur Eurovision-síð- unnar esctoday.com kusu Jóhönnu Guðrún sem söngkonu ársins en ekki fyrir sviðsframkomu eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Þau verðlaun féllu í skaut frönsku söng- konunnar Patriciu Kaas. Af Jóhönnu er það hins vegar að frétta að allt bendir til þess að hún muni búa í ferðatösku á næsta ári enda mikil eftirspurn eftir kröftum hennar eftir silfur- gönguna í Moskvu. - fb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI STÓR HUMAR HÖRPUSKEL HUMARSÚPA Opið laugardag 2. jan 11-14 GLEÐILEGT NÝTT ÁR OPIÐ Í DA G 10 -14

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.