Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 12
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan ur en þú reynir að taka upp nýjar að- ferðir til að svæfa liann. Hefurðu reynt að raula við liann róandi lög og spjalla jafnframt við liann? Sjáðu, hvernig það gefst og hvort gráturinn minnkar ekki, um leið og svefninn sígur á litu brárnar. Ef til vill væri líka gott að koma drengn- um á dagheimili fyrir smábörn. Hann mundi þá venjast öðru umhverfi og koma það þreyltur lieim, að liann mundi eiga hægara með að sol'na. — Þín Freyja. + Kjörréttur mánaðarins SOÐINN LAX með kartöflum, belg- bauniim og lirærðu smjöri með graslauk. Laxinn er skorinn i þvkkar sneiðar. Síðan er hann látinn í kalt vatn, saltað og suðan látin koma upp. Því næst er potturinn tekinn af plötunni og laxinn látinn bíða í soðinu stutta stund. Gott er að láta sítrónusafa í vatnið. Sneiðunum er raðað á fat, og ofan á hverja sneið er látin þunnt skorin sítrónusneið og þykkt skorin tómatsneið eða % tómat á hvolfi. Ilæfilega mikið smjör er hrærl og út í það látinn vænn skammtur af smá- skornum graslauk eða steinsclju. Síðan er það lálið i skál ásamt smjörhníf. Ef baunirnar eru hraðfrystar, eru ]>ær seltar beint úr pakkanum i pottinn á- samt örlitlu vatni. En ef þær eru þurrk- aðar, eru þær lagðar í bleyti 1—-1% klst. áður og soðnar 5—10 mín., eftir því hve stórar þær eru. Soðinu er hellt af (notist seinna l. d. í súpu), látnar aftur yfú’ lítinn hita í sama íláti og þurrkaðar, en smjörbiti látinn bráðna ofan á. EFTIRMATUR: Hrærður ostur með jurðarberjurn. — Skorpulaus ostur, 1 msk. mjólk, 1 lítil dós af ananasbituni. 150 g af jarðarberjum, 1 eggjalivíta. Hrökkbrauð. Osturinn er hrærður með mjólkinnx og ananassafanum, en sundurskorin jarð- arherin selt út í ásamt stífþeyttri eggja- livítunni. Rétturinn er boi’inn fraxn á smádiskum, settur með skeið í topp a hvern disk og hrökkbrauð eða gott kex borið með. Litill drengur, sem sá óuppskorna bók, botnaði ekkert í, hvernig prentararnii' heföu farið að koma öllum bókstöfunuM á síðurnar. „Eg hef öruggar tekjur af þessari bréf- dúfu.“ „Nú.“ „Ég sel lmna nefnilega á hverjum morgni, og hún kemur alltaf fljúgandi til mín á lwerju kvöldi, blessunin sú arna! „Verkaði meðalið, sem ég lét konuna gðar liafa um daginn?“ „Hvort það gerði; hún var jörðuð i gær.“

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.