Samtíðin - 01.06.1964, Síða 13
SAMTÍÐIN
9
Baráttan við
elturlyfj asalana
EITURLYFJASALA nú á dögum er
eitt andstyggilegasta viðfangsefni lög-
^’eglunnar um heim allan. Ekki alls fyrir
löngu dulhjuggu 75 kanadiskir lögreglu-
bjónar sig sem róna lil að glíma við eit-
Ursmyglara þar i landi. Árangurinn var
handtökur 12 lögbrjóta, og heróínbirgðir
fyrir 4.500.000 kr. komu í leitirnar. Bar-
áttan tók 5 mánuði!
Eftirfarandi frásögn eftir Norman
Price þykir gefa mjög sanna hugmynd
Ulu baráttuna við eiturlyfjasalana. Hún
hefur birzt í merkum erl. tímaritum,
bæði í heild og stytt. Hér er hún laus-
Jega þýdd og stytt.
KVENLÖGREGLAN frú Teresa Kelly
vatt sér inn úr dyrunum á lögreglustöð
a Rroadvray. Smávaxinn Puerto Rico-
Uiaður, handjárnaður við stólinn, sem
hann sat á, horfði gramur á marghleyp-
Ulla sína, sem lá á skrifhorðinu fyrir
feaman Kelly lögreglumann. Með þetta
v°pn í höndum hafði pilturinn ætlað að
1-æna áfengisverzlun!
- Teresa leit ekki frekar við bandingj-
anum, heldur gekk rakleitt til manns
síns og strauk grátt hár lians ástúðlega.
tann var snöggklæddur og tottaði tóma
PJPuna sína. Á hönd hans var gamalt ör
eftir byssukúlu og annað nýrra á kinn-
mni.
^^Heldurðu þú hafir nokkurn tíma til
a® bjóða mér út að horða i kvöld, þegar
Þu ert húinn með hann Jessie James
érna?“ spurði hún. Puerto Rico-
skammbyssumaðurinn hvessti augun á
bana.
»Óhugsandi,“ anzaði Kelly. „Kvenlög-
leglustöðin þín var líka að hringja. Þær
báðu þig að hringja undir eins til sín.“
Teresa hringdi. „Þetta er eiturlvfja-
mál,“ sagði hún ólundarlega. „Ég á að
biðja þig um lífvörð. Hvern get ég feng-
ið?“
„Þú getur fengið mig, Terry. Ég er að
verða laus hér. Ég get alveg eins dund-
að við þetta eins og beðið eftir þér
heima.“
Eiturlyfjamál voru einhver hættuleg-
ustu viðfangsefni kvenlögreglunnar i
Ne\v York um þessar mundir. Ef einhver
komst á snoðir um bækistöð eiturlyfja-
sala, var aðferðin sú að fá hann til að
selja sér eiturlyfjapakka. Síðan var hægt
að taka hann fastan, fyrr ekki.
Þetta þýddi, að lögreglustúlkan varð
að fara ein síns liðs, vopnlaus, án allra
embætlisskilríkja inn í uppáhaldsvínkrá
eiturlyfjasalans og fá liann til að trúa
því, að hún eða elskhugi hennar væri
óforhetranlegur eiturlyfj anotandi.
Eiturlyfjasalar voru manna varkár-
astir og afar tortryggnir gagnvart ókunn-
ugum. Stúlkur, sem sendar höfðu verið
til að lokka þá í gildru, höfðu stundum
verið barðar til óbóta. Sumar höfðu lát-
izt af afleiðingum þeirrar meðferðar.
Teresa kvenlögregla varð því að fara
vopnlaus og skírteinislaus í þessa hættu-
för. Eina haldreipi hennar var, að líf-
vörðurinn hennar missti aldrei sjónar á
henni.
KEEFMANS-veitingakráin við Amster-
dam Avenue var ósköp hversdagsleg.
Gluggatjöldin voru ekki dregin þar
meira fyrir en gerist og gengur á heiðar-
legum veitingastöðum. Menn sátu við
veitingaborðið á háum stólkollum og
drukku bjór og vín eins og venja er til,
og sjálfspilarinn gaulaði dægurlögin.
Munurinn var aðeins sá, að Willie eit-
urlyfjasali hafði liér aðalhækistöð sína.
Áður en Teresa vatt sér inn um dyrnar,