Samtíðin - 01.06.1964, Qupperneq 18
14
SAMTÍÐIN
verk án undangenginna æfinga, eins og
venja er til. Þetta gerði hún með því skil-
yrði, að leikstjórinn tæki fullt tillit til
skilnings hennar á aðallilutverkinu. Sjálf
var hún þjáð af næstversta sjúkleik sin-
um, langvarandi ennis- og kinnarholu-
bólgu.
Hljómsveitarstjórinn stjórnaði með
allt öðrum liraða en sönglconan vildi
vera láta. Loks þoldi hún ekki mátið,
heldur skundaði af sviðinu og neilaði að
syngja meira. Á eftir sagði hún:
„Þetla er fegursta leikhús í heimin-
um. Ég ann Itölum og vil mjög gjarnan
halda áfram að syngja í yndislega land-
inu þeirra!“
'A' Stórkostleg' viðurkenning
ÞAÐ VAR í febrúar 1959, að Maria
Callas kom óvæní fljúgandi til London
til þess eins að hlusta á Joan syngja að-
alhlutverkið í óperunni „Lucia di Lam-
mermoor“. Hún rétt náði í lokaæfingu
óperunnar og laumaðist til sætis í Covent
Garden. Þar sat hún eins og dæmd, með-
an á flutningi söngleiksins stóð og hlusl-
aði án minnstu svipbrigða á meðferð
Joans á því hlutverki, sem liún hafði
sjálf lilotið hvað. mesta viðurkenningu
fyrir.
Að leikslokum skundaði María inn i
búningsherbergi Joans, vottaði hinum
nýja kepi)inaut sínum innilegustu ham-
ingjuóskir sínar fyrir frábæran flutning
á hlutverkinu og hvarf síðan brott, jafn
hávaðalaust og hún hafði komið.
En eftir örvinglunaratriði Luciu þetta
kvöld risu áheyrendurnir í Covent Gard-
en úr sælum sínum og Iiylltu nýja óperu-
söngkonu, sem um leið varð heimsfræg.
Daginn eftir bárust blaðadómar og úl-
varpsfregnir út um lieimsbyggðina, þar
sem ekki einungis var fullyrt, að Joan
væri snillingur, heldur einnig sagt, að
sérhver tónn i söng hennar væri hnit-
miðaður og hlýr og þrunginn frábærum
söngtöfrum. Og áður en árið var liðið,
kölluðu blaðagagnrýnendur i Wien
hana: Callas Englands!
★ Við þörfnumst yðar
ALLIR HELZTU tónlistargagnrýnend-
ur lieimsins telja liana jafnoka Mariu
Callas, og sumir þeirra meta hana meira.
Þeir segja, að hinn ójarðneski hljómur í
liæstu tónum raddar hennar sé alveg
einsdæmi og hafi ekki hevrzt síðan Melbu
leið.
Mikils metinn enskur gagnrýnandi
hefur jafnað söng Maríu Callas við
stjörnuhröp á óveðurshimni og glitrandi
flugelda, er rignir yfir jörðina, en söng
Joans Sutherlands við skin sólarinnar,
bæði milt og hlýlegt, en einnig skært og
kalt.
Einna skemmtilegastur var dómur
Gallicursi. Hún sendi Joan svolátandi
símskeyti eftir að hafa hlustað á hana
í Metropolitan-óperunni:
Við þörfnumst yðar. Síðan ég hætti að
syngja, hefur heimurinn aldrei heyi’t
jafn dásamlegan söng.
En nú hafa menn einna mestar áhvggj'
ur af, að þessi frábæra söngkona verði.
þrátt fyrir fjögra mánaða árlega hvíld
í Sviss, ófær til að gegna störfum vegna
heilsubilunar.
Tötralegur eiginmaður (við prúðbúna
konu sína):
„Veiztu, að fólk er bara farið að tala
liáslöfum um, að ég eyði mínum síðasta
eyri í föt — á þig?“
FRAMKÖLLUN — KÓPÍERlNG
A.matörverzlunin
Laugavegi 55, Reykjavík. Sími 22718.