Samtíðin - 01.06.1964, Page 19
SAMTÍÐIN
15
Jafnvel þetta nauðsynlega stáss karl-
mannsins getur ráðið örlögum hans.
HÁLSBIMDIÐ
ÉG HITTI Þórð, fornvin minn, á dög-
unum og gat ekki á mér setið að hafa orð
á því við hann, hve skrautlegt hálsbindi
hann væri kominn með. Það var allt i
fiðrildum og blómum. Og þeir litir! Ég
ei' nú samt ekki viss um, að ég hefði veitt
þessu stássi athygli, ef ungu mennirnir
væru ekki óðum að hrista þessa slifsa-
tízku af sér — samkvæmt amerískri fyr-
ii'mynd?
>,Ja, bindið mitt, lagsma'ður, á nú sína
sögu,“ sagði Þórður, drap tittlinga fram-
an í mig 0g rak mér auk þess olnboga-
skot. ,j£g held ég verði ekki það gamall,
að ég reyni ekki að ganga með viðhafn-
ui'bindi og það af dýrustu tegund, hvað
svo sem öðrum klæðaburði liður.“
Ég fór nú að verða forvitinn, og til
þess að geta pumpað Þórð í hetra næði,
bauð ég honum upp á kaffi á Borginni.
Við settumst þar við notalegt horð, og
nieðan við hresstum okkur á rjúkandi
sopanum, sagði Þórður:
„Ja.mér er svo sem engin launung á
l5vi, Sveinn minn, þessu með bindið, og
11 b skaltu heyra:
Ég kynntist hérna á árunum hráð-
fallegri stúlku, sem ég varð alveg bál-
skotinn í við fyrstu sýn.“
„Og hvað kemur það hálsbindinu við?“
spurði ég hlæjandi.
„Biddu við. Þetta með ástina gekk nú
eins og i sögu. En svo kom auðvitað að
i)vi, að telpan vildi fara með mig heim
bl foreldra sinna og kynna mig fyrir
Pcim, skilurðu. Ég hafði nú að sjálfsögðu
ekkert á móti því, og við ákváðum a'ð
’dtast á Lækjartorgi, þegar bæði kæmu
úr vinnu daginn eftir og verða þá sam-
ferða heim til hennar.
Nú verð ég að geta þess, að ég var
aðkomumaður í Reykjavík, leigði mér
herbergi utan við bæinn, en vann niðri
í bæ. Þegar við Sigríður — en svo hét
telpan — hittumst á torginu, tók hún
undir eins eftir þvi, að ég var bindislaus.
Ég var rétt þokkalega klæddur að öðru
leyti og var alls ekki vanur að stássa
með hálsbindi í vinnunni dags daglega.
Var helzt með það um helgar, þegar svo
har undir, skilurðu.
Nema telpan segir, þegar hún sér mig:
„Hvað er að sjá þig, maður! Þú ert bind-
islaus! Hvað heldurðu, að mamma og
pabbi segi, þegar ég kem heim með þann
útvalda svona til fara. Það verður eins
og þegar einn fínn maður dubbaði sig i
uj)p í kjól og hvítt og fór til ljósmyndara
að sitja fyrir, en hafði þá hara glevmt
að setja á sig hvítu þverslaufuna! Nei,
Þórður minn, foreldrar minir eru nú ráð-
sett fólk af gamla skólanum, og ekki
þori ég að koma heim með þig svona
til fara! En farðu bara inn í húð, dreng-
ur, og kauptu þér reglulega fallegt hindi,
smelltu því á þig, og svo komuin við.“
Nú voru góð ráð dýr. Engin leið að
fara heim eftir bindi og ég alveg staur-
blankur, enda lítil auraráð á þeim árum
í kreppunni fyrir stríðið — og komið að
mánaðamótum, skilurðu. Én ég jiorði
ekki fyrir mitt litla líf að lireyfa mótmæl-
um, og enn síður kunni ég við að segja
Siggu á þessari örlagastund, hvernig
fjárhag mínum væri háttað. Og hvað átti
ég svo til bragðs að taka?
Ég herti upp hugann og stikaði inn í
eina af herrahúðum miðbæjarins, sveitt-
ur í lófum og uppi í hársrótum. En hvað
átti ég, utanbæjarmaðurinn, sem engan
þekkti í búðinni, að segja?
Ung og elskuleg stúlka innan við búð-
arborðið spurði, hvers ég óskaði.