Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 10
10 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Örverur geta orðið ónæmar fyrir sótthreinsandi efnum sem áttu að drepa þær, samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þá hafa breyttu bakteríurnar meira þol við algengu breiðvirku sýklalyfi. Í umfjöllun breska dagblaðs- ins Telegraph er greint frá nið- urstöðum rannsóknarteymis við Háskóla Írlands í Galway. Það komst að því að bakteríur sem komast í tæri við sótthreinsandi efni í smáskömmtum laga sig að aðstæðum og gefa frá sér örveru- eyðandi efni sem hamlaði virkni bæði sótthreinsiefna og sýkla- lyfja. „Inni á spítölum gæti þetta í raun þýtt að lítið magn sótt- hreinsiefna úr skúringalegi sem eftir verður á gólfi kynni að ýta undir dreifingu alvarlegra sýk- inga,“ hefur Telegraph eftir dr. Gerard Fleming, sem fór fyrir rannsókninni á Írlandi. „Og enn frekari áhyggjum veld- ur að bakteríur virðast geta þró- ast í þá átt að mynda þol gegn sýklalyfjum án þess að hafa kom- ist í tæri við slík lyf,“ bætir hann við. Í rannsókninni kom fram að þegar mjög litlum skömmtum sótthreinsiefna var bætt í bakter- íuræktun voru bakteríurnar sem löguðu sig að efninu líklegri til að þola bæði sýklalyf og hreinsiefni, en aðrar bakteríur. Breyttu bakteríurnar báru einnig í sér genabreytingu sem gerði þeim sérstaklega kleift að standast breiðvirk sýklalyf af cíprófloxacín-gerð. Könnuð var P. aeruginosa bakt- erían, en hún finnst víða og veld- ur margvíslegum sýkingum í fólk sem af einhverjum sökum er með veikt ónæmiskerfi og í þeim sem veikir eru af slímseigjusjúkdómi og sykursýki. Bakterían er jafn- framt sögð þekktur skaðvaldur á sjúkrahúsum. Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir segir þekkt að bakteríur geti til dæmis lifað í sápu og þekkir til umræðu um þol sem þær geti myndað gegn sótthreinsiefnum. „En þær eru nú allar næmar fyrir spritti enn þá,“ segir Har- aldur og bætir við að mestu skipti líka reglubundin skolun með vatni. „Þannig hjálpar til dæmis handþvottur með sápu því þótt bakteríurnar lifi þá gerir sápan það að verkum að þær missa festu og hreinsast af.“ olikr@frettabladid.is Viltu kynnast frambjóðendum betur? Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga 2010 bjóða Reykvíkinga velkomna á opið hús í Valhöll. Komdu í kaffihúsastemningu og kynntu þér frambjóðendur og áherslur þeirra. → Þriðjudagurinn 12. janúar kl. 16-19 → Fimmtudagurinn 14. janúar kl. 16-19 → Þriðjudagurinn 19. janúar kl. 16-19 www.profkjor.is Allir velkomnir! Prófkjör í Reykjavík 23. janúar 2010 Upplýsingar um frambjóðendur eru á profkjor.is Komdu og ræddu við frambjóðendur í Valhöll Auglýsingasími – Mest lesið Á LANDSPÍTALA Þol sem bakteríur geta myndað gegn sótthreinsandi efnum veldur líka í þeim genabreytingu sem eflir varnir þeirra gegn cíprófoxacíni, en það er algengt breiðvirkt sýklalyf, samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á Írlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bakteríur ónæmar fyrir sótthreinsiefni Leifar sótthreinsiefna geta ýtt undir að bakteríur myndi þol gegn þeim. Sömu bakteríur geta svo ver- ið ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sóttvarnalæknir segir reglubundna skolun yfirborðs mestu skipta. Þannig hjálpar til dæmis handþvottur með sápu því þótt bakteríurnar lifi þá gerir sápan það að verkum að þær missa festu og hreinsast af. HARALDUR BRIEM SÓTTVARNALÆKNIR ORKUFYRIRTÆKI. Stjórnarmenn Landsvirkjunar hafa ekki farið til útlanda á kostnað fyrirtækis- ins síðustu fimm ár, að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Eins og fram hefur komið nam kostnaður Orkuveitu Reykjavík- ur við utanlandsferðir stjórnar- manna um sjö milljónum króna undanfarin tvö ár. Dýrust var ferð Sigrúnar Elsu Smáradóttur, stjórnarmanns OR, til Afríku og Asíu en hún kostaði um 1.700 þús- und krónur. Þorsteinn Hilmarsson segir að síðasta ferð stjórnarmanns til útlanda á vegum fyrirtækisins hafi verið árið 2004. Þá var Kára- hnjúkavirkjun í undirbúningi. Hins vegar fari stjórnin í eina til tvær ferðir innanlands á hverju ári til að kynnast starfsemi Lands- virkjunar. Þessar ferðir kosti „vel innan við fimm hundruð þúsund á ári“. Þá hafa stjórnarmenn, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, fengið greitt kílómetragjald eða flugfargjald til að kosta ferðir á stjórnarfundi. - pg Stjórn Landsvirkjunar ferðast minna en stjórn Orkuveitunnar: Ekki greitt fyrir utanlandsferð stjórnarmanns síðan 2004 KÁRAHNJÚKAR Síðasta utanlandsferð stjórnarmanna Landsvirkjunar var farin 2004 í tengslum við undirbúning Kára- hnjúkavirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLOTTUR Þessi ungi piltur tekur sig vel út í gervi Elvis Presley. Um 10 þúsund manns komu saman í Parkes í Ástralíu um helgina til þess að minnast þess að kóngurinn hefði orðið 75 ára. NORDICPHOTO/AFP SAMGÖNGUR Umferðin á sex- tán völdum talningarstöðum á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Umferðin var hins vegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu. Umferðin í nýliðnum desember var um 5 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2008. Árið ein- kennist þó af mikilli umferð yfir sumarmánuðina og var umferðin þá töluvert meiri en metárið 2007. Akstur eykst á öllum landsvæð- um utan höfuðborgarsvæðis. Mest eykst aksturinn á Austur- landi, eða um rúm tíu prósent. - shá Íslendingar víðförlir: Umferð eykst eftir samdrátt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.