Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 17
FASTEIGNIR.IS 11. JANÚAR 20102. TBL. Fold-fasteignasala hefur til sölu rúmgóða og fallega efri sérhæð í höfðinglegu húsi við Sól- vallagötu. H æðin er 132 fermetrar sem skiptist í tvær stofur og fjögur svefnherbergi. Komið er inn um inngang sem er sameig- inlegur með íbúð á 1. hæð. Gengið inn af stigagangi inn á gang með parketi. Önnur stofan er með sér inngangi frá forstofu og sér dyrasíma. Parket er á stofum og svefnherbergjum nema eitt herbergi, sem er með aðskildum inngangi, er með dúk. Eldhúsið er með nýlegri innréttingu, baðherbergi er flísalagt með baðkari og sturtu. Geymsla er í risi og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Þar eru tvö sér tengi í þvottavél og þurrkara fyrir þessa íbúð. Á íbúðinni eru litlar suðursvalir. Húsið stendur við Sólvallagötu 14 og er húsið nefnt í bókinni Indæla Reykjavík eftir Guðjón Frið- riksson. Þar segir: „Og hér standa glæsihús Sól- vallafélagsins í röðum. Á nr. 14 er hús Brynjólfs H. Bjarnasonar kaupmanns teiknað af Einari Erlends- syni 1928. Á því má sjá klassísk einkenni svo sem hálfsúlur á hornum. Gríðarlega miklir hlynir setja svip á lóðina.“ Stór eignarlóð (708 fm) er umhverfis húsið. Fal- legur suðurgarður með fjölærum skrautplöntum og svæði með matjurtakössum og sandkassa bak við hús. Húsið var sprunguviðgert og málað árið 2003 og auk þess var þakið málað. Rúmgóð sérhæð í 101 Húsið á Sólvallagötu 14 er höfðinglegt. HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • Fax 511 5009 • www.husin.is Fr u m Víðir Róbertsson Sölumaður Vilt þú selja, skipta, kaupa hafðu samband í 511 5005 Gleðilegt nýtt ár, þökkum viðskiptin. … það borgar sig! Kristín Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.