Samtíðin - 01.07.1965, Side 18

Samtíðin - 01.07.1965, Side 18
14 SAMTlÐIN tungumálum. Enn leikur nokkur vafi á, hvort fremur beri að telja Bernstein frá- bæran músíkant eða frumlegt tónskáld. Bandarískir gagnrýnendur á sviði alvar- legrar tónlistar liafa ósjaldan bent á, að hann dreifi kröftum sínum um of milli ólíkra viðfangsefna. En þrátt fyrir fádæma afrek og vin- sældir, og þar af leiðandi gífurlegar tekj- ur af störfum sínum, befur Bei'nstein ávallt tekizl að varðveita óeigingjarna þrá til að gera hlut tónlistarinnar meiri en hlut sjálfs sin. Og óvefengjanlegt er, að stjórn lians á hljómsveitinni New York Philharmonic 5 undanfarin ár hef- ur verið eitt mikilvægasta tónlistarstarl’, sem unnið hefur verið í Bandaríkjunum, því að Bernstein hefur tekizt að endur- vekja hrifningu fólks á starfi þessarar ágætu hljómsveitar. Honum hefur nefni- lega tekizt að drepa hana úr dróma þeirr- ar bagalegu starfsþreytu, sem hún var oft og einatl ofurseld. Hann hefur feng- ið hljómsveitinni ný viðfangsefni og lát- ið liana leika á hljómplötur fjölda af- ræktra stórveíka. Og með fádæma per- sónustynk sínum hefur honum tekizt að ávinna liljómsveitinni geysilega lýð- hylli í sjónvarpi vestan hafs. Húseiqandinn: Sá, sem seinast bjó í þessu herbergi, var prófessor, sem alltaf var að gutla við eitthvert sprengiefni.“ Gesturinn: „Svo þessir blettir á loft- inu eru úr því?“ „Nei, þeir eru úr prófessornum.“ JHJ smekklegt úrval af úrum og skartgripum, — úraviðgerðir. Úra- og skartgripaverzlun Sigurðar Jónassonar Laugavegi 10B — Sími 10-8-9-7 RADDIR • RADDIR • RADDIR Indriði G. Þorsteinsson: Burt með barlominn ÞAÐ ER gott að vera rithöfundur hér. Þótt talað sé um, að illa sé búið að rit- höfundum hér á landi, þá verður að segja eins og er, að allir aðiljar eru á varðbergi. Ég á við það, að þótt lesenda- hópurinn sé ekki alltaf svo ýkja stór, þa er það misskilningur, að nýjum höfund- um, eða höfundum, sem hafa nýtt að segja, sé ekki veitt næg atlujgli. Það er einmitt furðulegt, hve almenningur eða fólk hér á landi hefur tekið öllu því vin- samlega, sefm ég og aðrir hafa verið að skrifa. Almenningur sinnir nýjum höf- undum. Það er aðalatriðið, en ekki hitt, hve mikið er upp úr því að hafa að gefa út nýja bók. Það er alls ekki spurningin, — þetta er ekki heildsala eða síldarút- vegur. Menn skrifa, ef þeir vilja og geta ekki krafið þjóðfélagið um neitt. Þeir geta ekki krafið það um fé og ekki einU sinni um athggli. Samt er þessi athggt1 fgrir liendi í þjóðfélagi okkar, og eiga rithöfundar að vera þakklátir fgrir það- Listamenn spilla sjálfum sér með þessu eilífa rövli, alltaf að víla og væla, kvarta gfir „ástandinu" og svoleiðis vitlegsu, sem enginn veit i rauninni hvað er. Ef mig vantar peninga, þá vinn ég mér þa inn. . .. Ég er á móti hvers konar bar- lómi rithöfunda, mennirnir eru sjálfráð- ir, hvort þeir eru að þessu eða ekki, og fjandinn sjálfur vorkenni þeim í nunn stað. (Úr viðtali í Mbl. 11. apríl sl. í tilefni af útkomu smásagnasafnsins „MannÞing" e*11 Indriða G. Þorsteinsson). Segið vinum yðar frá SAMTÍÐINNI.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.