Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 7
6. blað 32. árg, Mr. 314 Júlí 1965 SAMTIÐIIM HEIIUILISBLAÐ TIL SKEtVHVITIJMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN keraur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. ÁrgjaldiÖ 100 kr. (erlendis 110 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Er háreystm óholl í FORUSTUGREIN 1. blaðs SAMTÍÐARINN- ar á þessu ári var nokkuð vikið að hinni gifur- legu háreysti aldarinnar og óhoRustunni, sem af henni stafar. Við höfðum þá einkum í huga fullorðið fólk, er lifað hefur tvenna tímana í þessum efnum, enda margt borið og harnfætt í kyrrlátum sveitum. En ekki var þessi grein fyrr komin á prent en við lásum í erlendum hlöðum frásagnir um óholl áhrif háreystinnar á ófædd börn í móðurkviði. Þar voru tilfærð ummæli fjölda vanfærra kvenna um mikil umbrot fóst- ursins af völdum utanaðkomandi skarkala. Þess- ar konur kvörtuðu um veruleg óþægindi af völd- um þessarar háreysti, cn voru lítt teknar trúan- legar, og ýmsir hæddust jafnvel að ummælum þeirra- Nú hefur brezkur prófessor, ASHLEY MON- TAGU að nafni, fallizt á, að þessar umkvartanir hinna ófrísku kvenna séu á rökum reistar. Hann telur sig hafa öðlazt sannanir fyrir því, að hvers konar hávaði, allt frá bítla-ópum til véla- skrölts, hafi slæm áhrif á ófædd börn, enda órvi hann hjartslátt þeirra og hreyfingar. Mon- tagu hefur skrifað bók um þetta efni: LÍFIÐ PYRIR FÆÐINGUNA. Nefnir hann þar dæmi um viðbrögð fóstursins gegn háreystinni. Hann segir m. a.: Ófrísk vélritunarstúlka varð að hætta skrifstofustörfunum, vegna þess að fóst- ur hennar fór að happa í takt við slögin á rit- vélina! Álítur prófessorinn, að þessar hreyfing- av hins ófædda barns muni valda því heilsu- tjóni síðar meir. Montagu prófessor hefur í þessu sambandi £ert tilraunir á þunguðum músum. Sumar þeirra ófæddum börnum? væntu sín í kyrrlátu umhverfi, aðrar í mikilli háreysti. Þær síðari ólu mjög oft fyrir tímann litla, ófullhurða unga, en hinar, sem voru í ró- lega umhverfinu, fæddu af sér hraust og full- burða músahörn, sem áttu fyrir sér að verða dugandi nagdýr í viðureign sinni við osta og timburþil og áttu eftir að gera margri konunni bilt við. Prófessorinn sýnir einnig fram á, að sígar- ettureykingar barnshafandi kvenna hafi skað- leg áhrif á fóstur þeirra. Þegar þessar mæður segjast hafa reykt allt hvað af tók um með- göngutímann og alið samt heilbrigð börn, álítur Montagu prófessor, að börn þeirra hefðu orðið ennþá hraustari, ef þær hefðu ekki reykt. Ennfremur heldur prófessorinn því fram, að heppilegra sé að stofna til barncigna að haust- eða vetrarlagi en á heitasta tíma árs, því að fólk neyti meiri fæðu og borði reglulegar, þegar kalt er í veðri. Þannig fái fóstrið nægilega nær- ingu, en síður að sumarlagi, þegar hin barns- hafandi kona borði minna og neyti máltíða næsta óreglulega. Eins og gengur, eru ýmsir læknar andvígir þessum skoðunum Montagus prófessors, og má það vera þeim mæðrum, sem ekki hafa fylgt ráðum hans, er þær gengu með börn sín, nokk- ur huggun. En kenningar hans um hina óhollu háreysti umhverfis ófrískar konur hafa vakið mikla athygli. Hefur sumum flogið í hug, að ærsl og háreysti barna allt fram á táningsaldur séu ef til vill eins konar hefnd af þeirra hálfu gegn því umhverfi, sem kvað við af háreysti, er þau voru enn í móðurkviði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.