Samtíðin - 01.07.1965, Síða 13

Samtíðin - 01.07.1965, Síða 13
SAMTlÐIN 9 262ja ára spádómur átfi fyrir sér að rætast það nákvæmlega, að menn rak í rogastanz farir ttapólecH mkla LÚÐRAÞYTUR kvað við. Hann til- kynnti komu Napóleons og fylgdarliðs lians til Notre Daine dómkirkjunnar í París. Kennimenn og erlendir tignar- menn horfðu í fjálgri þögn á það, að Pius páfi VII smurði enni keisarans, liandleggi og hendur, en signdi sverð hans og veldissprotann, er hann rétti honum. Þvi næst hugðist páfi setja kórónuna á höfuð Napóleoni — krýna hann sem Napóleon I, keisara Frakklands — eins og um hafði samizt. En eftir að það hafði orðið að samkomulagi, hafði sletzt upp i vinskapinn milli páfa og Napóle- ons, og fór sá síðarnefndi ekki dult með andúð sína á lians heilagleika. Napóleon, sem fylgzt hafði nákvæm- lega með sérhverri hreyfingu páfa, þreif nú kórónuna úr höndum hans og setti hana sjálfur á iiöfuð sér. Því næst tók hann drottningarkórónuna og setti hana á höfuð Jósefínu, konu sinni. Að þvi loknu gengu þau keisarahjónin til liins mikla hásætis, sem þeim liafði verið bú- þarna í dómkirkjunni. Þegar hér var komið athöfninni, tón- aði páfi sömu orðin, sem árið 800 höfðu hljómað í Péturskirkjunni í Róm við hrýningu Karlamagnúsar: „Vivat in æternum semper Augustus!‘“ (Ágústus lifi um alla eilífð). Að lokinni krýningunni, kvað við fall- hyssuskot, svo að allir Parísarbúar mættu vita, að hinni liátíðlegu athöfn væri lok- ið. Þessi dagur, 2. desember 1804, var ^ikill merkisdagur í lífi Napóleons og Lik Napóleons. sögu Frakklands. En enda þótt þetta væri dýrðarstund á ævi keisarans, virt- ist nokkrum tignarmönnum, sem við- staddir voru krýninguna, honum vera næsta órótt innan hrjósts, meðan hún fór fram. Menn hafa getið sér þess til,

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.