Samtíðin - 01.07.1965, Qupperneq 31

Samtíðin - 01.07.1965, Qupperneq 31
SAMTlÐIN 27 CR EINU - FRÆGASTI drengjakór heimsins, Drengj asöngvarar Vínarborgar (Wiener Siingerknaben) er eldri en margan grun- ar. Ilann var stofnaður árið 1498, á rikis- stjórnarárum Maximilians keisara I, undir hinu virðulega nafni: Konunglegu keisaralegu hirðsöngvadrengirnir (Kön- igliche Keiserliche Hofsángerknaben). Og enn er þessi fornfrægi drengjakór Upp á sitt hezta og er á sífelldum söng- ferðalögum viða um lönd. Hvenær kem- Ur hann lil íslands? EINN af forstjórum enska bílafram- leiðslufyrirtækisins BMC segir, að utan Úandaríkjanna nemi eftirspurnin eftir uilum urn 10 millj. nýrra bíla á ári. Utan Anieríku eru nú um 50 millj. bíla. Ef gerl er ráð fyrir, að hver bill endist 10 ár, þgrf að fylla í skörðin með 5 millj. bíla a ári. En þar eð eftirspurnin vex um 10% Uieð ári liverju, þarf árleg bílafram- ieiðsla að aukast um 5 millj. bíla; sam- i^ls 10 millj. bíla á ári. MENN veittu því athygli í sjónvarpi, að e* tir að Krústév hvarf frá völdum í Rúss- i^ndi, lögðust hinir hefðbundnu kossar Uiður, er virðulegir gestir sáust á leik- syiði stjórnmálamannanna austur þar. ^ossasmellirnir á bústnum kinnum leið- ^ganna kváðu til að mynda alls ekki er Ghou Enlai frá Kína kom til Moskvu eftir fráför Krústévs. Menn létu þá aðeins nægja að takast i hendur. -inhverjir voru reyndar að gizka á, að enn væri ástin milli Sovéts og Kína ekki oi'ðin það heit, að tímabært væri að Oinsigla hana með kossi. MARÍA GALLAS, hin fræga ítalska óperu-prímadonna, hefur um margra ára skeið orðið að Iáta sér nægja að húa í „litlu hreiðri“ þ. e. 7 herhergja íbúð við eitt af breiðstrætum Parisar, Avenue Focli. En nú hefur vinur söngkonunnar, Onassis skipaeigandi m. m., lilaupið und- ir bagga og keypt handa henni höll fyrir 50 millj.harðra franka i 16. hverfi heims- borgarinnar. Þar fær María sinn eigin lystigarð með einkasundlaug við auð- mannastrætið. Ilöllin er að vísu gömul, svo að talsvert verður að lappa upp á hana. Þetta hefur gerzt af því, „að ég get ekki haldið áfram að húa eins og bóhem alla ævi“, eins og söngkonan komst að orði. STÚLKA nokkur, Ellen Christensen að nafni, (dönsk?) komst í erlend hlöð í forsetakosningunum í Bandaríkj unum sl. haust, af því að liún fleygði fúleggi í höfuðið á Goldwater. Það kostaði liana, auk eggsins, 50 dollara sekt, en lienni fannst það nú borga sig samt, og ef lil vill liefur einhver borgað sektina fyrir hana? ÍBÚUM jarðarinnar fjölgar um 65 milljónir á ári, og íbúatala liennar nam 3.283.000.000 í desemberbyrjun sl. ár. Talið er, að 1980 muni íbúatala jarðar verða 4,3 milljarðar eða röskum milljar'ði hærri en nú. FRANSKA leikritaskáldið Jean Anouilh sagði nýlega, þegar liann var spurður um álit hans á ástandinu í pólitíkinni: „Við Frakkar þurfum enga ríkisstjórn. Frakk- land getur stjórnað sér sjálft.“ - í ANNAÐ

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.