Samtíðin - 01.07.1965, Síða 22

Samtíðin - 01.07.1965, Síða 22
18 SAMTlÐIN INGÓLFVR l»\VÍI»SSO.\: Ú 4, ndtUmr 56. )r,in Snigillinn lætur ekki að sér hæða MAÐURINN hefur oft valdið ærinni eyðileggingu úti í náttúrunni. Nýbyggj- arnir í Norður-Ameríku tóku gresjurn- ar til kornræktar, en báru sjaldan neitt á. Þegar uppskeran minnkaði, plægðu þeir bara nýtt land, en létu gömlu akur- flögin eiga sig. En þau tóku að blása upp á stórum svæðum, svo að lá við landeyð- ingu. Þá hurfu líka náttskuggajurtir, sem kartöflubjallan hafði lifað á, en í stað- inn tóku bjöllurnar að naga kartöflugrös til stórskemmda. Nú vei’ja Bandaríkja- menn stórfé til að græða sárin og gróður- setja ótrúlega löng og voldug skjólbelti til að stöðva uppblásturinn. Við íslend- ingar erum líka að reyna að stöðva geig- vænlegan uppblástur með áburðargjöf, friðun, sandgræðslu og skógrækt. Fyrir rúmri öld fluttu Evrópumenn 24 villikanínur til Ástralíu. En þær eru fyrir löngu orðnar þar bin versta plága, og hafa Ástralíumenn varið um 2 milljörð- um króna til að halda þeim í skefjum. Gráþröstur frá Evrópu hefur valdið gíf- urlegu tjóni á korni o. fl. nytjajurtum í Ameríku. Bæði kanínunum og þröstun- um fjölgar miklu meira í nýju löndun- um en í hinum gömlu beimkynnum sin- um. Sniglakjöt er bátíðaréttur með Frökk- um. Arið 1820 langaði franska land- stjóradóttur á eyjunni Reunion i snigla- súpu og bað kunningja á Madagaskar að senda sér nokkra snigla lifandi. Flestir voru svo étnir með beztu lyst, en tveim- ur sleppt út í gai’ðinn. Þeim fjölgaði geysilega, og skriðu þeir út um alla eyju og stórskemmdu gróðurinn. Hvaða snig- ill var þetta? Það var risavaxin tegund agatsnigils, sem ber skrautlegan rauð- brúnröndóttan kuðung, er innfæddir not- uðu sem peninga. Ivuðungurinn er á stærð við tebolla, og dýrið vegur allt að V2 pund. Agatsnigillinn er bæði frjósamur og gráðugur. Hann étur aldin, grænmeti, blóm og lauf á runnum og getur valdið stórkostlegum skaða. Ungir sniglar eru feitir og þykja sælgæti í Afríku og Aust- urlöndum. Agatsnigillinn barst nieð varningi skipa yfir Indlandsbaf og Kyrrabaf og hefur náð geysilegri út- breiðslu í beitum löndum á liálfri ann- arri öld og víða valdið sulti ibúanna. Sniglafræðingurinn Benson flutti tegund- ina til Kalkútta, en þaðan breiddist hún út, svo að ekkert varð við ráðið. Ferða- maður segir: „Ég sá, livernig hinir risa- vöxnu sniglar skriðu yfir bera jörðina, klifruðu upp veggi og trjástofna; ég taldi 230 á einum kókospálma — og þei1' héngu í runnunum!“ Japanar og Kínverjar eru gráðugh' 1 snigla og fluttu þá oft til nýrra staða. En agatsnigillinn varð þeim ofjarl, og nú er reynt af alefli að eyða honum, en gengur illa. Gul, lítil sniglategund sník- ir á honum og hefur sums staðar drepið marga. Séðir náungar tóku upp á því að rækta sniglana í undarlega löguðum glos" um. Fær kuðungurinn þá sömu lögun og er seldur dýrum dómum. Og sumum þykir sniglasúpa og niðursoðið sniglU" kjöt uppáhaldsréttir. + MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI und- ir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.