Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 12
12 13. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Fyrir stuttu náðu íslenskir löggæslumenn stórri sendingu amfetamíns. Það var
sending sem svarar til eins árs amfetamín-
neyslu hér á landi sé miðað við síðustu ár.
Við getum þakkað íslenskum löggæslumönn-
um að ekki varð úr þessum innflutningi.
Þessi smygltilraun er alvarlegur glæpur.
Við getum spurt okkur eftirfarandi spurn-
inga: Hversu mörg dauðsföll eða sjálfsvíg
eða jafnvel morð búa í þessum efnum?
Hversu margar líflátshótanir, ógnanir og
handrukkanir? Hversu mikil angist barna
fíkniefnaneytenda? Hversu margar vöku-
nætur ráðvilltra foreldra eða kvíðafullra
systkina? Hversu margar lygar? Já hversu
mikil vonbrigði búa í þessum efnum? Og
svona getum við spurt svipaðra spurninga,
endalaust.
Að undanförnu höfum við séð og heyrt
fréttir um vaxandi ofbeldi og ógnanir gegn
lögreglunni? Í flestum tilvikum er þetta fólk
undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en í
grunninn er það alla jafnan ósköp venjulegt
fólk sem hefur bilast af áfengis- eða annarri
vímuefnaneyslu. Manneskjur sem einu sinni
voru börn er áttu fallega drauma um bjarta
framtíð. Drauma sem snerust um allt annað
en að sjúga upp í nef sitt amfetamín, kókaín,
drekka bjór eða brennivín eða borða gull í
glæstum veislusölum peningadýrkenda.
Á síðustu árum og mánuðum höfum við
misst marga vegna áfengis- eða fíkniefna-
neyslu. Mjög oft í umferðarslysum og margs
konar öðrum óhöppum sem rakin verða
beint eða óbeint til þeirra vímuefna sem eru
á boðstólum. Það er óhætt að segja að þau
sem byrja að drekka séu orðin handahafar
miða í happdrætti helvítis, þar sem „vinn-
ingarnir“ eru hvers kyns ógæfa, dauði eða
slys.
Ég hvet fólk til að íhuga þessi mál af mik-
illi alvöru, ekki síst á þeim tímum sem við
verðum að nýta alla okkar kraft til þess
að reisa landa okkar úr rústum hruns sem
örugglega má rekja að nokkru leyti til áfeng-
is- og fíkniefnaneyslu. Brýnum nú fyrir
börnum okkar og ungmennum að lífið sé of
dýrmætt til að eyða því við altari Bakkusar,
þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna.
Miði í happdrætti helvítis
Forvarnir
Karl V.
Matthíasson
vímuvarnaprestur
Of seint
Tilkynnt var í gær að kolkrabbinn
Páll, sem vakti heimsathygli fyrir
getspeki í HM í fótbolta, sé hættur
að spá. „Hann mun ekki spá meira
hvort sem um er að ræða fótbolta,
pólitík, lífsstíl eða efnahagsmál,”
sagði talsmaður dýragarðsins
Oberhausen. Þar fór sú hug-
mynd að láta Pál ákveða hvort
Ísland eigi að ganga í ESB eða
ekki. Það myndi spara langa og
hvimleiða umræðu, auk
þess sem Íslendingar
hafa reynslu af því
að örlög þeirra séu í
örmum kolkrabba.
Í öldurótinu
Guðmundi Kristjánssyni útgerðar-
manni hefur verið gert að endurreisa
sjóvarnargarð við heimili sitt á Seltjarn-
arnesi, sem hann reif niður. Í samtali
við DV segist Guðmundur hafa rifið
sjóvarnargarðinn því honum hafi
þótt hann ljótur. Burtséð frá
fagurfræði garðsins hefði
Guðmundur eigi
að síður átt að átta
sig á hlutverki hans
– útgerðar-
fyrirtæki
hans
heitir jú
Brim.
Mótleikur
Deilt er innan ríkisstjórnar um lög-
mæti kaupa Magma Energy á HS orku.
Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur
Jónasson vilja ekki að kanadíska orku-
fyrirtækið komist upp með að sneiða
framhjá lögum um erlenda fjárfest-
ingu í skjóli skúffufyrirtækis í Svíþjóð.
Verði samningum ekki rift gætu VG
hins vegar látið krók
koma á móti bragði og
séð til þess að skúffan
lendi í réttu skattholi.
bergsteinn@frettabladid.is
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Það er óhætt að segja
að þau sem byrja að
drekka séu orðin hand-
hafar miða í happdrætti helvítis...
Í
laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus
Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars
að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan
mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr
20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem
hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama
tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða
að sér erlenda fjárfesta.
Áform fyrirtækisins eru óneitanlega stórbrotin og árangurinn
til þessa sömuleiðis eftirtektarverður. ORF stefnir á stórfellda
akuryrkju, þar sem erfðabreytt bygg verður ræktað til að fram-
leiða ýmiss konar líftæknivörur.
Þar á meðal eru snyrtivörur, sem
þegar hafa öðlazt vinsældir, en
jafnframt vörur sem geta stuðl-
að að byltingu í læknisfræði.
Björn Örvar segir þannig frá
því að fyrirtækið stefni að því að
framleiða vaxtarþætti, sem nota
megi til að rækta líffæri í menn
utan líkama. „Þessu má líkja við
að hægt sé að smíða varahluti í menn,“ segir Björn og nefnir að
þvagblaðra hafi verið ræktuð utan líkama og jafnframt búnar til
hjartalokur, vélinda og barki.
Starfsemi fyrirtækis á borð við ORF getur þannig ekki eingöngu
stuðlað að því að laða fjármagn til landsins og skapa vel borguð störf
fyrir vel menntað fólk, heldur getur hún orðið til þess að mikið veikt
fólk fái bót meina sinna og bætt lífsgæði bæði í okkar samfélagi og
annars staðar.
Svo einkennilegt sem það er, hefur starfsemi ORF líftækni mætt
talsverðri andúð í afmörkuðum hópum hér á landi. Sumir hafa haft
áhyggjur af útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu byggi, þrátt
fyrir að það sé yfirgnæfandi álit þeirra vísindamanna, sem til
þekkja, að hættan á því að byggið hafi áhrif á aðrar lífverur sé
hverfandi. Aðrir verða bara bláir í framan þegar þeir heyra orðið
„erfðabreytt“ og rökræðan stoðar þá lítið.
Að afloknum miklum og ýtarlegum umræðum og kynningu fékk
fyrirtækið í fyrra leyfi til slíkrar útiræktunar á byggi. Þá brá svo
við að öfgahópur eyðilagði uppskeruna í skjóli nætur.
Leyfi ORF til akurræktar var kært til umhverfisráðherra
og fyrirtækið bíður nú eftir úrskurði Svandísar Svavarsdóttur
umhverfisráðherra í málinu.
Öll rök hníga að því að ORF haldi leyfinu. Fyrir því eru bæði
lagalegar forsendur og vísindalegar. Hins vegar hræða sporin hjá
ráðherrum vinstri grænna. Þegar um er að ræða atvinnustarfsemi,
sem getur skapað mörg störf og stuðlað að því að koma Íslandi á ný
út úr kreppunni, virðast þeir á stundum leggja sig í framkróka við
að tefja fyrir ef einhverjir hópar í baklandi flokksins eru á móti
viðkomandi starfsemi.
Ef Svandís Svavarsdóttir og samráðherrar hennar meina hins
vegar eitthvað með talinu um að hátækni- og sprotafyrirtæki séu
framtíðin í íslenzku atvinnulífi, ættu þau að greiða götu ORF líf-
tækni. Fyrirtæki af þessu tagi geta orðið hryggjarstykkið í endur-
reisninni.
ORF líftækni er eitt af hátæknifyrirtækjunum
sem eiga gríðarlega möguleika.
Líftæknistóriðja
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN