Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 14
Borgartúni 24 105 Reykjavík sími 58 58 700 Hæðasmára 6 201 Kópavogi sími 58 58 710 Hafnarborg 220 Hafnarfjörður sími 58 58 700 Júlítilboð Opið virka daga kl. 10—20 Laugardaga kl. 10—17 www.madurlifandi.is Bjóddu út að borða 2 fyrir 1 af rétti dagsins eftir kl. 16 virka daga PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ PI PA R\ A R\\ A R\ A R\ PI PA RR A R PI PA R A PI PA PI PA PI PAIP APAPPPP P W A W A W A W A W A W A WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWBWBWWWWWBWWWBWBWBWBWWBBBBTBBTBTBTBTBTBT • AAAÍAAÍAASÍ A ••••• 800800080800000000000808008088881011010010 8888888888888888 „Við skoðuðum hver árangurinn af afnæmismeðferðinni væri og eins hvort við fyndum einhverja þætti sem segðu til um það hvort fólk svaraði meðferðinni vel eða illa,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir á ónæmisfræðideild, sem birti nýverið niðurstöður úr fyrstu íslensku rannsókninni á árangri afnæmismeðferðar ásamt Davíð Gíslasyni yfirlækni, Guð- mundi H. Jörgensen lækni, Yrsu B. Löve lækni og Sverri Gauta Ríkarðssyni læknanema. „Það sem kom okkur á óvart voru þeir þættir sem höfðu áhrif á árangurinn af meðferðinni,“ segir Björn Rúnar og útskýrir það: „Karlar urðu oftar einkenna- lausir heldur en konur og ef það var sterk ættarsaga um ofnæmi í fjölskyldunni var fólk líklegra til að svara meðferðinni vel. Hugs- anlega getur það þá verið með hreinna form af sjúkdómnum.“ Markmið afnæmismeðferðar er að minnka áhrif ofnæmis. Að sögn Björns Rúnars hefur afnæmis- meðferð verið stunduð á Íslandi frá því um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og er sjónum beint að nánast öllu því tímabili í rann- sókninni. „Við getum afnæmt gegn flestum hlutum sem fólk andar að sér.“ Rannsóknartímabilið náði yfir árin 1977 til 2006. Haft var sam- band við 169 manns vegna rann- sóknarinnar og 76 prósent þeirra samþykktu þátttöku en 289 manns gengust undir meðferðina á tíma- bilinu. Þeir svöruðu ítarlegum spurningalista um árangurinn og aukaverkanir og einnig var fram- kvæmt húðpróf. Þátttakendurn- ir í rannsókninni voru afnæmdir gegn vallarfoxgrasi, birki, kött- um og rykmaurum og reyndust 67 prósent verða einkennalaus eða betri. „Við vitum að afnæm- ing gegn frjókornum og rykmaur- um er langáhrifaríkust. Hún virk- ar síður gegn dýrum.“ Björn Rúnar segir fáar rann- sóknir státa af jafn löngu rann- sóknartímabili. „Menn hafa ekki verið fullvissir um hversu lengi áhrif afnæmingarinnar vara. Rannsóknir hafa sýnt fram á að áhrifanna gætir enn eftir fimm til tíu ár en við sýnum að tuttugu til þrjátíu árum frá afnæmingunni er enn þá mjög góður árangur og jafnvel eru einkennin orðin enn minni heldur en hjá þeim sem luku meðferð fyrir fimm eða tíu árum,“ segir Björn Rúnar en setur þó þann fyrirvara að almenna regl- an sé að ofnæmiseinkenni minnki með aldrinum. „Engu að síður sýna niðurstöð- ur rannsóknarinnar með óyggj- andi hætti að meðferðin er að skila miklum árangri,“ upplýsir Björn Rúnar sem segir það mikil- vægt vegna þess að 25 til 30 pró- sent Íslendinga þjáist af einhvers konar ofnæmi. martaf@frettabladid.is Góð afnæmismeðferð Niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar á árangri afnæmismeðferðar á Íslandi hafa nú verið birtar. Niður- stöðurnar sýna með óyggjandi hætti að afnæmismeðferð skilar miklum árangri hér á landi. Björn Rúnar segir 25 til 30 prósent Íslendinga þjást af einhvers konar ofnæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Margir Víetnamar þjást óafvit- andi af sykursýki og sjúkdómur- inn breiðist hratt um Suðaustur- Asíu. Rannsókn ástralskra og víet- namskra vísindamanna hefur sýnt fram á að ellefu prósent karlmanna og tólf prósent kvenna í stærstu borg Víetnam, Ho Chi Minh borg, eru óafvitandi með sykursýki tvö. Bætist þetta við þau fjögur prósent sem þegar hafa verið greind. Rannsóknin var gerð á tvö þúsund manns. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarps- ins. Vísindamennirnir skella skuld- inni á breyttan lífsstíl og skyndi- bitafæði Víetnama. „Mataræði hefur verið að breytast gífurlega í Víetnam á síðustu árum, sérstak- lega í borgunum sem eru að verða vestrænni,“ sagði Tuan Nguyen prófessor. „Það eru skyndibita- keðjur úti um allt.“ Mikið magn sykurs og fitu í mataræðinu og ónóg hreyfing getur leitt til sykursýki tvö. - mmf Óafvitandi með sykursýki Vísindamennirnir skella skuldinni á breyttan lífsstíl og skyndibitafæði Víet- nama. NORDICPHOTOS/GETTY Margir Íslendingar þjást af frjókornaofnæmi en afnæmismeðferð getur stuðlað að bata. MATARÆÐI í jafnvægi er mikilvægt fyrir alla, líka græn- metisætur. Bandarískir fræðimenn segja D-vítamín og B12 auk prótína oft vanta í mataræði grænmetisætna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.