Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 30
22 13. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. dægurs, 6. pfn., 8. gapa, 9. gogg, 11. þófi, 12. þótti, 14. mont, 16. bók- stafur, 17. húsfreyja, 18. stefna, 20. utan, 21. korn. LÓÐRÉTT 1. umdæmis, 3. frá, 4. garðplöntu- tegund, 5. andi, 7. tilgáta, 10. aur, 13. mærð, 15. klasi, 16. óhreinindi, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. ég, 8. flá, 9. nef, 11. il, 12. stolt, 14. grobb, 16. ká, 17. frú, 18. átt, 20. án, 21. maís. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. af, 4. glitbrá, 5. sál, 7. getgáta, 10. for, 13. lof, 15. búnt, 16. kám, 19. tí. SUMARFRÍIÐ New York fær heimsókn frá mér í sumar. Það er besta borg í heimi fyrir utan Reykjavík. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 740 kíló. 2 Árið 1995. 3 Fimmtán. Landsliðsmaðurinn í fótbolta Heiðar Helguson bar sigur úr býtum í tipp- keppni Venediktsson- samsteypunnar sem var haldin í kringum HM-keppnina. Í öðru sæti varð Kefl- víkingurinn Haukur Ingi Guðnason og í því þriðja varð Rúrik Gíslason, leikmaður danska úrvalsdeildarliðs- ins OB. Í sigurlaun fékk Heiðar 150 þúsund krónur. Fjöldi fagmanna tengdur fótboltaheiminum tók þátt í keppninni, sem kempurnar Sigurvin Ólafsson og Guðmundur Benediktsson stjórnuðu, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Uppskeruhátíð Venediktsson var haldin á skemmtistaðnum Hressó á sunnudags- kvöld eftir úrslitaleik Spánar og Hollendinga. Stemningin var góð og á meðal þeirra sem létu sjá sig voru þeir félagarnir Auðun Helgason, Pétur Marteinsson og Hjörvar Hafliða- son, sérfræðingar Sjónvarpsins meðan á HM- stóð. Aðrar valinkunnar kempur sem mættu voru landsliðsmaður- inn fyrrverandi Ríkharður Daðason og KR-ingarnir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Sigurvegarinn Heiðar Helguson var aftur á móti fjarri góðu gamni. Stór og jákvæð umfjöllun um hljómsveitina Hjaltalín birtist í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Sunday Times. Þar er spjallað við söngvarann Högna Egilsson og sagt frá vel heppnuðum tónleikum sveitarinnar með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Tón- listarsíðan Drowned In Sound birtir einnig jákvæða umsögn um tónleikana og því greinilegt að herbragð Hjaltalín að fá erlenda fjölmiðla til að mæta á tónleikana, með aðstoð átaksins Inspired by Iceland, hefur heppnast einkar vel. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er mjög persónulegt mál fyrir mig því mér þykir mjög vænt um Valla. Við störfum enn saman en við höfðum bara mismunandi hugmyndir um framtíðina,“ segir tónlistarmaðurinn Haffi Haff. Valli Sport er hættur sem umboðsmaður Haffa eftir tveggja og hálfs árs samstarf. Engin leið- indi voru að baki þessum tímamót- um heldur hafði Valli einfaldlega ekki tíma lengur til að sinna ört vaxandi ferli Haffa. „Hann hefur fullt af öðrum verkefnum og ég er líka að stefna á nýja hluti,“ segir Haffi. „Fólk áttar sig kannski ekki á því en ég kann sitthvað fyrir mér í viðskiptum og mér finnst mikil- vægt núna að taka ábyrgð á sjálf- um mér. Ég vil ekki vera byrði á fólki og halda neinum niðri. Ég vil taka ábyrgð og gera hlutina á eigin forsendum. Mig langar að skapa minn eigin heim.“ Haffi hefur keypt fyrsta upp- lagið af nýjustu plötu sinni Freak af útgáfufyrirtækinu Hands Up Music, sem Valli er hluthafi í, auk útgáfuréttarins. Hann ætlar að gefa plötuna út sjálfur og býst ekki við því að fá sér annan umboðsmann í bráð. „Ég hef sann- að fyrir sjálfum mér að ég get ráðið við ýmsa hluti. Það er líka meira gefandi að vita að þú hefur gert eitthvað nýtt, sem þú hefð- ir fyrirfram haldið að þú gætir ekki.“ Fyrstu tónleikar Haffa án aðstoðar Valla verða með Páli Óskari á Nasa á miðnætti á laug- ardagskvöld þar sem öllu verður tjaldað til. Valla þykir leitt að samstarfið sé á enda runnið. „Það er búið að vera mjög gaman að vinna með honum en einhvern tímann verður allt að taka enda. Hann er farinn að þurfa það mikinn tíma og ég er ekki í aðstöðu til að veita hann,“ segir Valli um Haffa. Valli Sport er einn af atkvæða- mestu umboðsmönnum landsins, enda er hann með á sinni könnu Eurovision-stjörnuna Heru Björk, hljómsveitina Elektru og þau Írisi Hólm og Brynjar Má. Hann vakti síðast athygli fyrir vasklega fram- göngu í Eurovision-keppninni þegar hann lét þekkta erlenda fjölmiðla bíða í röðum eftir því að ná tali af Heru Björk, sem hafði að vonum í heilmiklu að snúast við undirbúninginn. „Aðalvinnan mín er að reka auglýsingastofu og eins og þetta var orðið þá var þetta of mikið til að ég gæti sinnt því almennilega. Hann er líka mjög sjálfstæður karakter sem er búinn að breytast og þroskast mikið síðan ég byrjaði að vinna með honum. Hann er far- inn að geta séð um fullt af hlutum sem ég sá um þegar ég byrjaði að vinna með honum. Þannig að þetta hentar báðum aðilum mjög vel.“ freyr@frettabladid.is HAFFI HAFF: VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Valli Sport hættur sem umboðsmaður Haffa Haff „Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bók- aðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust,“ segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guð- laugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust. Nánar tiltekið á Insomnia tónlistarhátíðinni í Tromsö í Noregi. Íslenska sveit- in FM Belfast spilaði á hátíðinni árið 2008 og norsku sveitirnar Datarock og Röyksopp hafa einnig komið þar fram á síðustu árum. „Við vorum að spila mikið í kringum Airwaves í fyrra og þar kom kona frá Noregi og sýndi okkur mikinn áhuga. Svo hafði hún samband í vor og bauð okkur að spila á þessari hátíð,“ segir Hrafnkell en hann er sonur tón- listamannsins og borgarfulltrú- ans Einars Arnar Benediktsson- ar og hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. Meðal annars spilar Hrafnkell á tromp- et með hljómsveitinni Ghostigital með föður hans í farabroddi. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem hann spilar á erlendri grundu. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila úti á eigin vegum og við félagarnir erum mjög spennt- ir. Þetta er bara byrjunin,“ segir Hrafnkell sposkur en hljóm- sveitin Captain Fufanu var stofn- uð árið 2008. „Við spilum svona „experimental deep house“ tónlist. Gerum takta í tölvunni og tökum svo í nokkur hljóðfæri inn á milli.“ Tromsö er eins konar höfuðborg Norður-Noregs og þar getur orðið mjög kalt á veturna og sólarljós- ið er takmarkað yfir vetrartím- ann en hátíðin er haldin í októb- er. „Við erum búnir að ákveða að koma fram í íslenskum kraftgöll- um, helst í neon lit,“ segir Hrafn- kell. Sveitin er um þessar mund- ir að einbeita sér að því að semja nýja tónlist. -áp Koma fram í kraftgöllum í Noregi CAPTAIN FUFANO Kemur fram á tónlistarhátíðinni Insomnia í Noregi næsta haust. „Þetta býður upp á marga mögu- leika, bæði að túra með hljómsveit- um og að vinna í stórum leikhús- um,“ segir Einar Ingi Jóhannesson sem er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun fyrir leik- hús. Hann er einn af fremstu ljósa- mönnum landsins og hefur verið duglegur að beina sviðsljósinu að íslenskum og erlendum tónlistar- mönnum í gegnum árin, m.a. á Ice- land Airwaves-hátíðinni. Núna vill hann víkka sjóndeildarhring sinn. „Ég er búinn að vinna mjög lengi í þessum bransa og hef alltaf ætlað að fara út. Mér hefur ekki gefist færi til þess fyrr en núna,“ segir Einar Ingi, sem er 27 ára. Námið heitir Theater Lightning Design og fer fram í hinum virta skóla Central School Of Speach and Drama. Um þriggja ára BA-nám er að ræða og kostar það skildinginn, eða um þrjár milljónir á ári. „Þetta er alveg rándýrt og þetta er ekki ódýrasti staðurinn til að búa á heldur en ég fæ eitthvað upp í skólagjöldin á námslánun- um,“ segir Einar og bætir við: „Maður væri ekki að gera þetta nema maður ætli að gera þetta af alvöru. Það þýðir ekkert að fara út til að klúðra þessu.“ Einar segir að ljósamennska sé það skemmtilegasta sem hann geri. „Þú færð útrás fyrir að vera svolítið skapandi,“ segir hann um starfið. „Það er líka gaman að geta hjálpað góðum böndum að koma sínu til skila. Það er eins með leikhúsin, að hjálpa til að koma skilaboðunum til skila. Eins og á tónleikum þá er ómetanlegt að slökkva húsljósin og þá tryllist allt. Þetta er ákveðið adrenalínkikk líka og sumir í þessu eru stjórn- unar-„frík“,“ segir hann en gefur ekkert upp hvort hann sé í þeirra röðum eður ei. - fb Beinir sviðsljósinu að London LJÓSAMAÐUR TIL LONDON Einar Ingi Jóhannesson er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LEIÐIR SKILJA Leiðir Haffa Haff og Valla Sport skilja nú eftir tveggja og hálfs árs samstarf. Haffi ætlar ekki að ráða nýjan umboðsmann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.