Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 24
16 13. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Jæja, næsti réttur. Á ég að koma með hreina diska? Hey, hey, hey! Pítsu- magi! Láttu mig þekkja það! ég kannast of vel við þá verki! Þú? Hefur þú fengið pítsumaga? Oftar en einu sinni! og það var ekki fallegt! Hættu! ég vil ekki heyra meira! Ég sver það! Það var eins og þegar vatn rennur á sjóðandi hraun! Nei, nei, nei! en þú ert blóm! Það lyktaði ekki þannig! Æjiiii! Dagbók? Einsko nar. Ég er að skrifa lífs- áætlun. Ég er að skrifa lista af takmörkum sem ég ætla að ná í lífinu. Frábært! Og ertu inn- blásinn af einhverju sérstöku? Sím- anum mínum. „Frítt í fimm vini á kvöld- in og um helgar“? Og 3G netsamband um allt land. Ég vann! Þú tapaðir! Þetta var of auðvelt! Nánast niðurlægjandi! Þú ert örugglega léleg- asti spilari heims! Takk fyrir leikinn. Takk fyrir leikinn. OPIÐ KL. 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR BÆKUR Stjarna heimsmeistaramótsins í knatt-spyrnu, að minnsta kosti utan vallar, voru ekkert bölvuðu vuvuzela-lúðrarnir eftir allt saman. Þeir féllu algjörlega í skuggann af kolkrabbanum Páli, sem hefur verið daglegur gestur í fjölmiðlum víða um heiminn síðustu vikurnar, eftir því sem leið á mótið. Umræður færðust frá því hversu ótrúlega óþolandi lúðrarn- ir væru yfir í yfirnáttúrulega spádóms- gáfu kolkrabbans. Ekki er víst öll vitl- eysan eins. TRÚ Á alls kyns spámiðla og spádóma heyrir greinilega ekki til fortíðinni þar sem því sem Páll blessaður sagði var tekið sem óhagganlegum stað- reyndum af hinum ýmsu knatt- spyrnuáhugamönnum og áhugasöm- um fjárhættuspilurum. Þeir sem treystu á Palla græddu líka helling, hann brást aldrei. KOLKRABBINN Páll hefur nú ákveðið að hætta að spá fyrir um úrslit leikja. Hvernig hann tók þessa ákvörðun, og hvernig hann kom henni á framfæri við umheiminn, er ekki vitað en svona voru fréttirnar nú orðað- ar. Forsvarsmenn dýragarðsins til- kynntu sem sagt að hann muni ekki spá meira um ævina, heldur fara aftur í sitt hefðbundna hlutverk sem dýragarðsmeð- limur – að gleðja börn. Þeim láðist hins vegar að minnast á það í sínum barn- vænu hugsunum að kolkrabbar eins og Páll lifa yfirleitt ekki mikið lengur en til tveggja ára, en hann hefur einmitt náð þessum aldri og nokkrum mánuðum betur. HANN verður því einfaldlega að öllum líkindum dauður þegar að næsta stór- móti karlalandsliðs Þýskalands kemur. ÞÁ OPNAST gluggi fyrir öll hins spá- dómsdýrin í heiminum. Heimsmeistara- mót kvenna í knattspyrnu verður haldið í heimalandi Páls á næsta ári og við Íslendingar eigum möguleika á því að koma liði að þar, í fyrsta sinn. Það liggur náttúrulega beinast við í öllum okkar landkynningarhugleiðingum að við finn- um okkar eigið dýr til að spá fyrir um úrslit stelpnanna okkar. HÚSDÝRAGARÐURINN hlýtur að búa yfir einhverjum dýrum sem gætu verið þessum gáfum gædd. Við þyrftum samt að gera eitthvað öðruvísi en Þjóðverj- arnir og sjávardýrin eru líklega úr leik. Þá liggur náttúrulega beinast við að fá annaðhvort sauðkind eða landnámshænu í verkið. Spádómsdýr á stórmótum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.