Börnin - 01.12.1905, Page 1

Börnin - 01.12.1905, Page 1
T ÍS.O. 005 Kveðja nýja blaðsins til barnanna. Sæl og blessuð, börnin mín! Ni'i kem eg til ykkar nýr af nálinni og heiti í höfuðið á ykkur. Ekki þykir ykkur það verra. Það veit cg fyrir víst. Og ekki takið þið verr á móti mér fyrir það. En það langar mig til að fá góðar viðtökur hjá ykkur. Þið viljið, að vel sé tekið á móti ykkur, þegar þið fari'ð að finna kunningjabörn ykkar. Og þegar þið farið aftur heim, þá þykir ykkur vænt um að sagt sé við ykkur: Komið bráðum aftur. , Þi‘ð getið þá nærri, hvort mér muni ekki þykja vænt um að fá góðar viðtökur hjá ykkur og hjá pabba ykkar og mömmu. Þau eiga húsið og eig'a með að bjóða mér inn. Vitanlega langar mig þá til, að það hýrni yfir þeim, þegar dyrnar opnast og þau sjá, hyer gesturinn er. En vænst þ'ykir mér þó um, að sjá ykkur hoppa upp og klappa saman lófunum, þegar þið sjáiö framan í mig. Og svo koma hlaupandi beint upp í fangið á á mér. Það væri gaman. Eg skyldi klemma ykkur og hampa ykkur og hossa ykkur og, lyfta ykkur liátt upp í loftið. Og svo þegar eg er búinn að tefja stund hjá ykkur og er að fara, hvað mér skykli þá þykja vænt um að heyra ykkur kalla á eftir mér: Kondu aftur! Kondu fljótt aftur! LAMDSBÓKASAFN i 79385 ISLANÞS

x

Börnin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börnin
https://timarit.is/publication/650

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.