Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 13

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 13
13 1977-05-03 Umburðarbréf nr. 12, — Umdæmisstöðvarnar — Ávísun á orlofsfé yfir launatímabilið til marsloka hefir verið send launþeguilfl' Greiða má út ávísunina á póststöðvum allt að þrem vikum fyrir fyrirhugaða orlofs- töku gegn framvísun hennar með árituðum vottorðum. Ávisanir að upphæð kr. 30 000.00 eða lægri skulu þó undanþegnar áritun vottorða, samkv. ákvörðun Fé- lagsmálaráðuneytisins. Atliygli skal vakin á gildandi reglum um framvísun persónu- skilríkja, þ. e. nafnskírteina og ökuskirteina. Fari greiðsla fram gegn skriflegu um- boði skal það vera vottfest og tilgreina skal nafnnúmer og heimilisfang viðtakanda. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-05-23 Umburðarbréf nr. 13. - Umdæmisstöðvarnar Vegna ferminga hvítasunnudagana 29. 5 og 30. 5. eruð þér góðfúslega beðinn að sjá um að símstöðvar verði opnar fram eftir degi eftir því sem þörf krefur. Tilkvnnið eftir þörfum. 1977-07-14 Umburðarbréf nr. 14. — Umdæmisstöðvarnar — Af gefnu tilefni er athygli vakin á því, að við útborgun úr finnskum, norskum og sænskum póstsparibankabókum má ekki nota annað gengi en prentað er á sið- asta lokunarlista (spærreliste) frá viðkomandi landi, sem sendur er stöðvunum að jafnaði vikulega. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-08-08 Umburðarbréf nr. 15. - Umdæmisstöðvarnar Simstöðin Djúpuvík, Árneshreppi, Strandasýslu hefur verið lögð niður frá og með 7. 8. 1977. Frá sama tima verða símnotendur frá Djúpuvik tengdir simstöðinni að Finnljogastöðum i sama hreppi. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-08-11 Umburðarbréf nr. 16. — Umdæmisstöðvarnar Hér með tilkynnist að samgönguráðherra Halldór E. Sigurðsson hefur í dag skipnð Revni Sigurþórsson umdæmisstióra í póst- og simaumdæmi IV með aðsetri á Egilsstöðum frá og með 15. þ. m. Ennfremur var Jóhann Grétar Einarsson skipaður stöðvarstjóri pósts og síma á Sevðisfirði frá sama tíma. Tilkynnið eftir þörfum. Umburðarbréf nr. 17. — Umdæmisstöðvarnar — Nýtt gengi fyrir útborganir úr sænskum póstsparibankabókum hefur verið ákveðið frá 30. ágúst 1977, sem hér segir: 100 skr. = 4 000 íkr. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.