Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 16

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 16
16 1977-10-25 Umburðarbréf nr. 25. — Umdæmisstöðvamar — Póst- og símaafgreiðslurnar í Kópavogi og Hafnarfirði verða lokaðar á langar- dögum og sunnudögum. Símaafgreiðslan í Hafnarfirði verður opin mánudaga til föstudaga kl. 09.00-1900 og póstafgreiðslan 0900-1700. Símaafgreiðslan Brúarlandi er opin virka daga kl. 0900-1900 sunnudaga 1100-1500 og póstafgreiðslan þar mánudaga til föstudaga kl. 0900-1700. 1977-12-02 Umburðarbréf nr. 26. Bréfhirðingin Rauðamýri, (ís) verður lögð niður frá næstu áramótum. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-12-02 Umburðarbréf nr. 27. — Umdæmisstöðvarnar -— Símstöðvarnar á Hjalteyri í Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu og Slcúlu- staðir í Skútustaðahrepppi, S.-Þing. voru lagðar niður 1. desember 1977. Hand- virk símaafgreiðsla fyrir sjálfvirku símana á Hjalteyri fer fram á Akureyri en sím- notendur Skútustöðum eru tengdir símstöðinni í Reykjahlíð. Bréfhirðing verður áfram á Hjalteyri hjá Bertu Brúvík og á Skútustöðum hjá Birni Yngvasyni. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-12-16 Umburðarbréf nr. 28. — Umdæmisstöðvarnar -— Samkvæmt tilmælum Ríkisútvarpsins tilkynnist hér með, að lekið vcrður á móti jóla- og nýárskveðjum til flutnings i útvarpi og er verð ákveðið kr. 120.00 — eitt hundrað og tuttugu krónur — fyrir hvert orð. Móttaka jólakveðja hefst 16. desember og lýkur 20. desember kl. 18.00. Móttaka nýárskveðja verður 27. og 28. desember kl. 09.00 lil 17.00 báða dagana. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-12-19 Umburðarbréf nr. 29. — Strandastöðvarnar TFA, TFZ, TFV, TFT, TFM — Jóla- og nýársskeyti með sérstökum textum má afgreiða innanlands og geta sendendur valið milli textanna: A) Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. B) Bestu jóla- og nýársóskir, vellíðan, kveðjur. C) Bestu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D) Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Gjald fyrir hvert skeyti er 415 krónur. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.