Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 14

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 14
14 1977-09-01 Umburðarbréf nr. 18. — Umdæmisstöðvarnar — & Nýtt gengi á gullfranka hefur verið ákveðið sem hér segir: 1 gullfranki = 81 króna. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-09-09 Umburðarbréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar — Með tilvísun til umburðarbréfs nr. 18, 1. 9. s. 1. um breytingu á gengi gullfrankans í 81 krónu, breytast símskeytagjöld til útlanda frá og með 10. september þannig: Til Cept-landa verður fast gjald kr. 729 (9 gfrc.) og gjald per orð: Bretland, Danmörk, Finnland, Grænland, Noregur, Sviþjóð kr. 41, Færeyjar kr. 29. Austurríki, Belgía, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Ítalía, Júgóslavia, Kanaríeyjar, Portúgal, Spánn, Sviss, Tékkóslóvakía, V.-Þýskaland kr. 44. Símskeytagjöld lil annarra landa verða frá sama tíma: Búlgaría, Egyptaland, Israel, Lebanon, Malta, Pólland, Rúm- enía, Tyrkland, Ungverjaland, A.-Þýskaland kr. 73. Rússland kr. 83. U.S.A.: New Vork City kr. 168, aðrar stöðvar kr. 187. Kanada kr. 171. Japan kr. 268. Talsímagjöldin til útlanda verða frá sama líma reiknuð í krónum per. mínútu: Belgía 360, Bretland 340, Danmörk 310, Finnland 350, Frakkland 360, Færeyjar 245, Grikkland 430, Holland 360, Irland 460, Ítalía390, Luxemburg 360, Noregur 340, Pólland 400, Rússland 480, Spánn 400, Sviss 370, Svíþjóð 330, Tékkóslóvakía 390, V.-Þýskaland 390, A.-Þýskaland 380, U.S.A. 1 000, Kanada 920, Japan 1 2T0. A ofan- greind gjöld bætist 4% söluskattur. Þar til gjaldskrá bei;st veitir ritsíininn og tal- sambandið við útlönd frekari upplýsingar ef þörf krefur. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-09-28 Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisstöðvarnar — 1. október n.k. verða blaðaskeyti (PRESSE) og bréfskeyti (LT, LTF) til og frá íslandi felld piður. Frá sama tíma breytast reglur um orðatalningu í símskeytum þannig: öll orð, hvort sem um er að ræða bókstafa oða tölustafa og merkiaraðir (þar með talið áletranir og nafn viðtökustöðvar) og hvort sem þau eru í utanáskrift, texta eða undirskrift og fara eigi fram úr 10 bókstöfum eða merkjum, teljast 1 einfalt orð, 11-20 tvöfalt o. s. frv. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-09-30 Umburðarbréf nr. 21. — Umdæmisstöðvarnar — Frá og með 1. okt. n.k. verða simnotendur á Snæfjallaströnd í Snæfjallahreppi í N-ísafjarðarsýslu notendur frá ísafirði í stað Súðavíkur áður. Þessi breyting keinur lil vegna hins nýja beina radiósambands milli ísafjarðar og Snæfjallastrandar, sem að undanförnu hefur verið starfrækt til reynslu og gefið góða raun. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.