Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 20

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 20
12. gr. Slarfsmaður sá, sem skipaður hefur verið i stöðu hjá póst- og símamálastjórn samkvæmt eldri lögum, skal við gildistöku laga þessara talinn skipaður lil hliðstæðs starfs lijá póst- og símamálastofnun, en þó skal honum skylt að hlíta breyttri starfstilhögun og verkaskiptingu, sem leiða kann af lögum þessum eða reglugerðum, sem settar verða samkvæmt þeim. 13. gr . Ráðherra er rétt að setja nánari ákvæði um stjórn og starfrækslu póst- og símamála. 14. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 8 9. jan. 1935, um stjórn og slarfrækslu póst- og símamála, lög nr. 11 14. júní 1929, um einkasíma i sveitum o. 11., svo og önnur ákvæði, sem í bága kunna að fara við lög þessi. Ákvæði til bráðabirgða. Áætlanir þær, sem um er fjallað í 9. gr., skulu gerðar í fyrsta skipti til tveggja ára og sendar samgönguráðuneytinu eigi síðar en 31. maí 1977, og ná til áranna 1978 og 1979. Á árinu 1978 skal póst- og símamálastofnunin gera áætlun til fjögurra ára fyrir tímabilið 1979—1983 í samræmi við 9. gr. Gjövt i Reykjavík 13. maí 1977. Kristján Eldjárn. (L. S.) _____________________ Halldór E. Sigurðsson. Pósi- og simamálastjóri. Jón Skúlason. Andrés Sveinsson. Rafn Júlíusson.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.