Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Póst- og símatíðindi - 01.12.1977, Blaðsíða 17
17 1977-12-19 Umburðarbréf nr. 30. — Umdæmisstöðvarnar — Jóla- og nýársskeyti með sérstökum textum má afgreiða innanlands og geta sendendur valið milli textanna: A) Gleðileg jól, gott og farsælt nýár. B) Bestu jóla- og nýársóskir, velliðan, kveðjur. C) Bestu jóla- og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D) Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Gjald fyrir hvert skeyti er 342.00 krónur, söluskattur innifalinn. Tilkynnið eftir þörfum. 1977-12-22 Umburðarbréf nr. 31. — Umdæmisstöðvarnar — Bréfhirðingarnar Litli-Hvammur, Dyrhólahreppi, V.-Skaft., S:okkalækur, Rang- árvallahr., Rang. og Vegamót, Holtahreppi, Rang. verða lagðar niður 31. desember 1977. 1977-12-27 Umburðarbréf nr. 32. — Til allra símstöðva og póslafgreiðslna — Um leið og ég óska öllum starfsmönnum pósts og síma gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs, færi ég þeim bestu þakkir mínar og stofnunarinnar fyrir vel unnin störf á árinu sem er að líða. Jón Skúlason, Póst- og simamálastjóri. B. LÖG um stjórn og starfrækslu póst- og símamála. 1. gr. Samgönguráðuneytið fer með yl'irstjórn póst-, sima- og annarra fjarskiptamála. 2. gr. Póst- og simamálastofnun fer með framkvæmd póst- og simamála samkvæmt lögum ])essum og öðrum lögum og reglum, sem gilda um póstmál og fjarskipti. 3. gr. Starfsemi póst- og símamálastofnunar skal beinast að því að tryggja sem best, að hér á landi sé kostur á hagkvæinri og fullkominni póst- og símaþjónustu. Póst- og símamálastofnunin hefur einkarétt á að stofna til og starfrækja hvers konar póst-, síma- og aðra fjarskiptaþjónustu, hæði innan hins íslenska rikis og í samskiptum við önnur ríki, svo og hafa eftirlit með innflutningi og viðurkenn- ingu á búnaði i því sambandi. Nánar skal kveðið á um framkvæmd einkaréttar stofnunarinnar i póstlögum og lögum um fjarskipti, svo og í reglugerðum, sem ráðherra setur, og í fjölþjóðlegum samningum, sem ísland er aðili að.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.